Svefn er mjög mikilvægur þáttur í lífi allra manna, rannsóknir eftir rannsóknir hafa sýnt fram á það. Við þekkjum það flest sjálf hvernig okkur líður eftir svefnlitla nótt, margvíslegir verkir geta gert vart við sig, einhvern veginn er manni alltaf kalt og sama hversu mikið er borðað þá er orkuþörfinni aldrei svarað. Fyrir þá sem þurfa að sitja fundi eða taka próf getur svefnleysi líka verið afleitt, þar sem heilinn virðist ekki virka neitt sérlega vel ef hann fær ekki sína hvíld.
Það eru ekki bara þessi almennu einkenni sem hægt er að telja upp heldur benda rannsóknir til þess að fylgni sé á milli svefnvandamála og sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og taugahrörnunarsjúkdóma á borð við Alzheimers, svo dæmi séu nefnd. Hvernig svefnleysi ýtir undir þessa sjúkdóma er ekki að fullu skilgreint. Þar koma sennilega margir þættir …
Athugasemdir