Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mikill stuðningur við #MeToo umræðuna á Íslandi

Meiri­hluti að­spurðra tel­ur #MeT­oo um­ræð­una vera já­kvæða fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, sam­kvæmt könn­un MMR. Þriðji hver stuðn­ings­mað­ur Mið­flokks­ins er nei­kvæð­ur í garð #MeT­oo.

Mikill stuðningur við #MeToo umræðuna á Íslandi
#MeToo Fjöldi fólks hefur greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og ofbeldi með myllumerkinu #MeToo.

71% aðspurðra telur #MeToo umræðuna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 13% telja hana neikvæða. Þetta kemur fram í könnun MMR um málið.

#MeToo umræðan fór á flug á samfélagsmiðlum síðasta haust, en þar greindu þolendur kynferðislegrar áreitni og ofbeldis, sér í lagi á vinnustöðum, frá reynslu sinni.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins voru jákvæðari gagnvart umræðunni en þeir sem búsettir eru á landsbyggðinni. 74% íbúa höfuðborgarsvæðisins telur #MeToo umræðuna jákvæða, en aðeins 64% á landsbyggðinni. Þá eru konur jákvæðari en karlmenn. 82% kvenna telur umræðuna jákvæða og 60% karla. 

Stuðningsfólk Miðflokksins var neikvæðast allra, en 32% þeirra telur #MeToo umræðuna neikvæða. 22% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins telur hana neikvæða og 16% stuðningsfólks Flokks fólksins. 91% þeirra sem styðja Vinstri græn finnst umræðan jákvæð og 87% stuðningsfólks Samfylkingarinnar.

Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar, 18 ára og eldri. Vikmörk geta verið allt að +/-3,1%.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár