Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir súrrealískt að sjá femínista styðja kvennakúgun

Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir, menn­ing­ar­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, seg­ir full­kom­lega eðli­legt að bann sé lagt við því að kon­ur klæð­ist búrk­um. Hún undr­ast að sum­ir femín­ist­ar tali gegn slíku banni.

Segir súrrealískt að sjá femínista styðja kvennakúgun
Kvennakúgun Kolbrún segir krafa um að konur hylji andlit sitt sé táknmynd kúgunar karla á konum. Mynd: Shutterstock

Allir ættu að hafa rétt á að sjá í andlit þeirra sem andspænis þeim standa. Því er sjálfsagt og eðlilegt að bann sé lagt við því að konur klæðist búrkum, enda er slíkur klæðnaður og krafan um að konur beri hann komin frá karlmönnum. Það er því „beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt.“

Þetta skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir, menningarritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Tilefnið er væntanlega ný lög sem gildi tóku í Danmörku um síðustu mánaðarmót, sem í daglegu tali eru kölluð búrkubann. Lögin banna fólki að hylja andlit sitt á almannafæri en gagnrýnendur laganna benda á að þeim sé fyrst og fremst beint gegn konum sem ganga annað hvort í búrkum eða niqab. Andstaða gegn banninu byggir meðal annars á að með því sé verið að skerða persónulegt frelsi kvenna til að klæðast eins og þær vilja og að verið sé að vega að trúarbrögðum þeirra, íslam. Þá er líka bent á að bannið geti aukið á kúgun kvenna, til dæmis með því móti að eiginmenn þeirra eða fjölskylda muni meina þeim að fara út af heimilum sínum, sökum þess að þær megi ekki hylja andlit sitt á almannafæri.

Kolbrún er ekki tilbúin að kaupa þessi rök, þó svo að hún sé þeirrar skoðunar að fólk eigi almennt að fá að ráða því hverju það klæðist. Gera þurfi verulegar athugasemdir þegar klæðnaður nái til þess að hylja andlit.  „Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar.“

Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega, skrifar Kolbrún, þá eru það femínistar. Blessunarlega geri sumir það og tali fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis en því miður geri ekki allir femínstar það. Súrrealískt sé að fylgjast með femínistum styðja kúgun karla á konum. „Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra.“

Að einhver siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan, skrifar Kolbrún. „Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár