Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir súrrealískt að sjá femínista styðja kvennakúgun

Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir, menn­ing­ar­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, seg­ir full­kom­lega eðli­legt að bann sé lagt við því að kon­ur klæð­ist búrk­um. Hún undr­ast að sum­ir femín­ist­ar tali gegn slíku banni.

Segir súrrealískt að sjá femínista styðja kvennakúgun
Kvennakúgun Kolbrún segir krafa um að konur hylji andlit sitt sé táknmynd kúgunar karla á konum. Mynd: Shutterstock

Allir ættu að hafa rétt á að sjá í andlit þeirra sem andspænis þeim standa. Því er sjálfsagt og eðlilegt að bann sé lagt við því að konur klæðist búrkum, enda er slíkur klæðnaður og krafan um að konur beri hann komin frá karlmönnum. Það er því „beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt.“

Þetta skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir, menningarritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Tilefnið er væntanlega ný lög sem gildi tóku í Danmörku um síðustu mánaðarmót, sem í daglegu tali eru kölluð búrkubann. Lögin banna fólki að hylja andlit sitt á almannafæri en gagnrýnendur laganna benda á að þeim sé fyrst og fremst beint gegn konum sem ganga annað hvort í búrkum eða niqab. Andstaða gegn banninu byggir meðal annars á að með því sé verið að skerða persónulegt frelsi kvenna til að klæðast eins og þær vilja og að verið sé að vega að trúarbrögðum þeirra, íslam. Þá er líka bent á að bannið geti aukið á kúgun kvenna, til dæmis með því móti að eiginmenn þeirra eða fjölskylda muni meina þeim að fara út af heimilum sínum, sökum þess að þær megi ekki hylja andlit sitt á almannafæri.

Kolbrún er ekki tilbúin að kaupa þessi rök, þó svo að hún sé þeirrar skoðunar að fólk eigi almennt að fá að ráða því hverju það klæðist. Gera þurfi verulegar athugasemdir þegar klæðnaður nái til þess að hylja andlit.  „Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar.“

Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega, skrifar Kolbrún, þá eru það femínistar. Blessunarlega geri sumir það og tali fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis en því miður geri ekki allir femínstar það. Súrrealískt sé að fylgjast með femínistum styðja kúgun karla á konum. „Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra.“

Að einhver siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan, skrifar Kolbrún. „Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár