Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir súrrealískt að sjá femínista styðja kvennakúgun

Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir, menn­ing­ar­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, seg­ir full­kom­lega eðli­legt að bann sé lagt við því að kon­ur klæð­ist búrk­um. Hún undr­ast að sum­ir femín­ist­ar tali gegn slíku banni.

Segir súrrealískt að sjá femínista styðja kvennakúgun
Kvennakúgun Kolbrún segir krafa um að konur hylji andlit sitt sé táknmynd kúgunar karla á konum. Mynd: Shutterstock

Allir ættu að hafa rétt á að sjá í andlit þeirra sem andspænis þeim standa. Því er sjálfsagt og eðlilegt að bann sé lagt við því að konur klæðist búrkum, enda er slíkur klæðnaður og krafan um að konur beri hann komin frá karlmönnum. Það er því „beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt.“

Þetta skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir, menningarritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Tilefnið er væntanlega ný lög sem gildi tóku í Danmörku um síðustu mánaðarmót, sem í daglegu tali eru kölluð búrkubann. Lögin banna fólki að hylja andlit sitt á almannafæri en gagnrýnendur laganna benda á að þeim sé fyrst og fremst beint gegn konum sem ganga annað hvort í búrkum eða niqab. Andstaða gegn banninu byggir meðal annars á að með því sé verið að skerða persónulegt frelsi kvenna til að klæðast eins og þær vilja og að verið sé að vega að trúarbrögðum þeirra, íslam. Þá er líka bent á að bannið geti aukið á kúgun kvenna, til dæmis með því móti að eiginmenn þeirra eða fjölskylda muni meina þeim að fara út af heimilum sínum, sökum þess að þær megi ekki hylja andlit sitt á almannafæri.

Kolbrún er ekki tilbúin að kaupa þessi rök, þó svo að hún sé þeirrar skoðunar að fólk eigi almennt að fá að ráða því hverju það klæðist. Gera þurfi verulegar athugasemdir þegar klæðnaður nái til þess að hylja andlit.  „Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar.“

Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega, skrifar Kolbrún, þá eru það femínistar. Blessunarlega geri sumir það og tali fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis en því miður geri ekki allir femínstar það. Súrrealískt sé að fylgjast með femínistum styðja kúgun karla á konum. „Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra.“

Að einhver siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan, skrifar Kolbrún. „Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu