Nýjar merkingar lögreglunnar á bifreiðum og mótorhjólum samræmast ekki reglugerð um einkenni og merki lögreglunnar. Í sumar fengu öll lögregluembætti landsins nýja bíla, sérsmíðaða í Svíþjóð, afhenta fyrir löggæslu. Bílarnir eru með nýjum merkingum sem svipa til merkinga á lögreglubílum annars staðar í Evrópu og er mikill munur á merkingum nýju bílanna og þeirra gömlu.
Þannig hefur íslenska lögreglumerkinu verið breytt. Áletrunin og einkunnarorð lögreglunnar, „með lögum skal land byggja,“ hefur verið fjarlægt úr merkinu á nýjum löggæslubifreiðum og mótorhjólum. Þá hvílir lögreglustjarnan á bláum grunni.
Í reglugerð um einkenni og merki lögreglunnar er fjallað um íslenska lögreglumerkið í þriðju grein. Þar segir meðal annars að umhverfis skjöldinn í miðju merkisins skuli áletrunin „með lögum skal land byggja“ vera.
Þá segir í þriðju málsgrein reglugerðarinnar: „Ef stjarnan er prentuð í lit skal hún vera …
Athugasemdir