Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Að sverja af sér barnaníð er niðurlægjandi reynsla sem ég óska engri saklausri manneskju“

Vík­ing­ur Kristjáns­son leik­ari seg­ir barna­vernd­ar­kerf­ið hafa tek­ið þátt í barns­ráni eft­ir að fram komu ásak­an­ir um kyn­ferð­is­brot í um­gengn­is­deilu. Sak­sókn­ari felldi nið­ur kæru og Barna­hús taldi eng­an fót fyr­ir ásök­un­um.

„Að sverja af sér barnaníð er niðurlægjandi reynsla sem ég óska engri saklausri manneskju“

Ríkissaksóknari hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé hæft í ásökunum á hendur Víkingi Kristjánssyni leikara um að hafa misnotað son sinn. Víkingur greinir frá þessu í pistli á Kvennablaðinu, gagnrýnir barnaverndar- og réttarvörslukerfið harðlega og fjallar um sögusagnir um sig og son sinn sem enginn fótur reyndist fyrir að mati ákæruvaldsins.

„Niðurstaðan var sú að ég væri fullkomlega saklaus,“ skrifar Víkingur og bætir því við að það að sverja af sér barnaníð sé niðurlægjandi reynsla sem hann óski engri saklausri manneskju. Víkingur er fjögurra barna faðir og á jafnframt stjúpdóttur, en hafði aldrei verið sakaður um kynferðisbrot eða ósæmilega hegðun af neinu tagi fyrr en í fyrra.

Víkingur rekur ásakanirnar til umgengnisdeilu sem hann og barnsmóðir hans hafa staðið í um langt skeið. Þá bendir hann á að áður en ásakanirnar á hendur honum komu fram hafi unnusta hans verið sökuð um gróft ofbeldi gegn syni hans. Þær ásakanir hafi ekki reynst eiga sér neinar stoðir í raunveruleikanum. Telur Víkingur að barnaverndarkerfið hafi brugðist í veigamiklum atriðum.

„Ég veit fyrir víst að Rannsóknarlögreglan komst að niðurstöðu í málinu í október síðastliðnum og sendi hana þá til saksóknaraembættisins. Niðurstaðan var sú að ég væri fullkomlega saklaus. Síðan þá hefur málið legið í bunka, fyrst hjá Ríkissaksóknara, og því næst Héraðssaksóknara án þess að nokkuð væri aðhafst fyrr en nú, rúmu ári eftir að þessi ótrúlega atburðarrás fór af stað,“ skrifar Víkingur. 

„Eftir stendur staðreynd sem má að mínu mati með fullum rétti orða svona: Sjö ára syni mínum var rænt frá mér af aðilum sem augljóslega svífast einskis í aðgerðum sínum, og ég bý í samfélagi þar sem engin leið er að treysta á að yfirvöld komi mér til hjálpar, þvert á móti hefur starfsfólk á sviði barnarverndar stutt þennan gjörning með vafasömum ákvörðunum sínum.“

Hann segist ekki geta breytt því sem gerst hefur en vilja gera sitt besta til að stuðla að því að ekkert foreldri þurfi að upplifa það sama og hann í samskiptum við íslensk barnaverndaryfirvöld. „Auk þess vil ég hreinsa mannorð mitt. Þrátt fyrir að mál þetta hafi blessunarlega ekki komist í hámæli, hef ég oftar en einu sinni heyrt af sögum sem um mig ganga úti í bæ, þess efnis að ég hafi í raun og sanni misnotað son minn. Mér þykir ljóst hvaðan þær sögur spretta. Það er gott að geta hér undirstrikað að þær eiga ekki við rök að styðjast.“

Hér má lesa grein hans í heild

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár