Einfalt er að setja skilyrði fyrir jarðakaupum útlendinga á íslenskum jörðum. Slíkt hefur ekki verið gert undanfarin fimm ár meðan málefnasviðið hefur heyrt undir ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins.
Eitt af síðustu embættisverkum Ögmundar Jónassonar sem innanríkisráðherra var að setja reglugerð um rétt útlendinga til fasteignakaupa hér á landi. Í reglugerðinni sem samþykkt var árið 2013 fólst að útlendingum með lögheimili á Evrópska efnahagssvæðinu var gert óheimilt að eignast fasteignir á Íslandi nema þeir hefðu fasta búsetu eða stunduðu atvinnu- eða þjónustustarfsemi hér á landi á grundvelli EES-samningsins.
Reglugerðin átti sér skamman líftíma því innan við þremur mánuðum frá gildistöku hennar hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, afnumið hana. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES-landa,“ sagði Hanna Birna í samtali við Mbl.is.
Hafði erindi …
Athugasemdir