„Synir mínir minna mig stundum á að hún sé bara hundur. Við erum rosalega nánar. Hún les mig og ég les hana. Ég horfi stundum á hana og hugsa: Skyldi þetta vera mennskur hundur? Við erum svona um það bil jafngamlar, ég er 61 árs og hún er 9 ára í hundaárum, sem er svona um það bil sextugt í mannsárum.
Hún er að fara í aðgerð á morgun, því hún er með íþróttameiðsl. Mér finnst svolítið flott að svona fullorðinn hundur sé með íþróttameiðsl. Það vildi þannig til að ég fór með hana á upp að Rauðavatni. Þar elti hún kanínu inn í skóginn en kom til baka haltrandi. Ég þurfti að halda á henni alla leiðina í bílinn, sem var gott krossfit fyrir mig, gömlu konuna.
Ég er með þetta áhyggjugen, svo ég er voðalega kvíðin fyrir þessari aðgerð hennar. Mér þykir bara svo ofsalega vænt um hana. …
Athugasemdir