Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skyldi þetta vera mennskur hundur?

Bryn­hild­ur Gísla­dótt­ir og tík­in Táta er tengd­ar tryggð­ar­bönd­um. Þær skilja hvor aðra.

Skyldi þetta vera mennskur hundur?
Varð fyrir íþróttameiðslum Tíkin Táta varð fyrir íþróttameiðslum á dögunum þegar hún eltist við kanínu. Brynhildur eigandi hennar er eilítið kvíðinn fyrir aðgerðinni sem Táta þarf að fara í af þeim sökum.

„Synir mínir minna mig stundum á að hún sé bara hundur. Við erum rosalega nánar. Hún les mig og ég les hana. Ég horfi stundum á hana og hugsa: Skyldi þetta vera mennskur hundur? Við erum svona um það bil jafngamlar, ég er 61 árs og hún er 9 ára í hundaárum, sem er svona um það bil sextugt í mannsárum.

Hún er að fara í aðgerð á morgun, því hún er með íþróttameiðsl. Mér finnst svolítið flott að svona fullorðinn hundur sé með íþróttameiðsl. Það vildi þannig til að ég fór með hana á upp að Rauðavatni. Þar elti hún kanínu inn í skóginn en kom til baka haltrandi. Ég þurfti að halda á henni alla leiðina í bílinn, sem var gott krossfit fyrir mig, gömlu konuna.

Ég er með þetta áhyggjugen, svo ég er voðalega kvíðin fyrir þessari aðgerð hennar. Mér þykir bara svo ofsalega vænt um hana. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár