Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir Alþingi verða að fjalla um jarðakaup útlendinga en býr sjálf á jörð í eigu félags í Lúxemborg

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir meira máli skipta að jarð­ir séu nýtt­ar held­ur en hvort þær séu í eigu Ís­lend­inga eða út­lend­inga. Sjálf býr hún á jörð sem að hluta til er í end­an­legri eigu er­lends fé­lags.

Segir Alþingi verða að fjalla um jarðakaup útlendinga en býr sjálf á jörð í eigu félags í Lúxemborg
Jörðin í eigu erlends félags Jörðin Hauksstaðir, sem Þórunn býr á ásamt fjölskyldu sinni, er í 20 prósent eigu félagsins Grænaþings, sem aftur er í eigu huldufélagsins Dylan Holding sem skráð er í Lúxemborg. Mynd: Framsókn

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, segir meiru máli skipta að jarðir séu nýttar heldur en hvert eignarhaldið á þeim sé og hvort þær séu í eigu Íslendinga eða útlendinga. Nýta eigi jarðir til landbúnaðarframleiðslu og halda eigi landinu í byggð. Taka þurfi jarðakaup útlendinga upp á Alþingi í haust.

Þórunn sjálf býr á jörðinni Hauksstöðum í Vopnafirði. Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu félagsins Grænaþings, sem aftur er að fullu í eigu Dylan Holding S.A. sem skráð er í Lúxemborg en ekki hafa fundist upplýsingar um eignarhald á því félagi. Hins vegar er Dylan Holding nátengt James Ratcliffe, breskum auðmanni sem hefur á undanförnum árum sópað til sín jörðum á Norðausturlandi.

Þórunn var í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun þar sem meðal annars var rætt við hana um jarðakaup útlendinga hér á landi. Þórunn sagði þar að stefnu vantaði hvað varðar það að jarðir séu nýttar. Nýta ætti þær til landbúnaðar og matvælaframleiðslu og slíkt eigi að gilda jafnt um Íslendinga sem útlendinga.

Spurð sérstaklega að því hvort henni þætti í lagi að útlendingar kaupi hér jarðir svaraði Þórunn því til að auðvitað mættu Íslendingar ekki missa landið allt frá sér og selja það útlendingum. „En ég held að meginpunkturinn snúist um það hvernig við ætlum að nýta landið, það snýst algjörlega um það. Við ætlum að hafa landið í byggð, stunda hér matvælaframleiðslu og byggja jarðirnar en hafa landið allt blómlegt og uppbyggt. Ekki í því að drabbast niður og tún í órækt. Þá verða þær reglur að gilda að menn verða að sitja jarðirnar og búa á þeim.“ Aðspurð sagði Þórunn að taka ætti upp umræðu um jarðakaup útlendinga á Alþingi í haust.

Haukstaðir í fimmtungs eigu huldufélags í Lúxemborg

Hauksstaðir í Vopnafirði

Þórunn er sem fyrr segir búsett á Hauksstöðum í Vopnafirði ásamt manni sínum Friðbirni Guðmundssyni. Friðbjörn er skráður fyrir 41,67 prósenta hlut í Hauksstöðum, dánarbú Baldurs Guðmundssonar, bróður Friðbjarnar, á 21,66 prósent, og Jón Þór og Sigurbjörg Kristín Guðmundsbörn, systkini þeirra Friðbjarnar og Baldurs, eiga hvort um sig 8,33 prósent hlut í jörðinni.

Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu Grænaþings sem er aftur í eigu Dylan Holding. Dylan Holding er skráð í Lúxemborg en ekki finnast upplýsingar um eignarhald á því félagi. Í stjórn Grænaþings situr Jóhannes Kristinsson, fjárfestir í Lúxemborg, sem á sömuleiðis fjölda jarða í Vopnafirði að hluta eða í heild. Dylan Holdings á sautján önnur félög að hluta eða í heild sem öll eiga hluta í jörðum á norðan og austanverðu landinu. Dylan Holding er nátengt félögum sem James Ratcliffe, breskur auðmaður sem hefur verið stórtækur í jarðakaupum á Norðausturlandi og Austurlandi undanfarin ár, á og eiga í fjölda jarða. Fjallað var ítarlega um jarðakaup Jóhannesar og Ratcliffe í Austurfrétt árið 2016.

Þannig á Ratcliffe 34 prósenta hlut í Veiðifélaginu Streng í gegnum félagið Fálkaþing sem er aftur í eigu Halicilla Limited Company, en Ratcliffe á það félag að fullu. Í Streng á Grænaþing 52,67 prósent hlut. Strengur á sex jarðir í Vopnafirði í heild eða að hluta. Fleiri jarðir eru í eigum beggja félaga og tengsl þeirra liggja all víða saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár