Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hótel Adam lokað eftir umfjöllun Stundarinnar

Hót­el Adam á Skóla­vörðu­stíg var lok­að að kröfu sýslu­manns eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar. Með­al ann­ars kom í ljós að hót­el­ið leigði út fleiri her­bergi en leyfi var fyr­ir.

Hótel Adam lokað eftir umfjöllun Stundarinnar

Alræmdasta hóteli landsins, Hótel Adam, var lokað í gær að kröfu sýslumanns eftir að upp komst um lögbrot á hótelinu. Lögreglan afhenti forsmannsmanni hótelsins bréf á föstudaginn þar sem aðstandendum hótelsins voru gefnar 48 klukkustundir til að undirbúa lokunina. Blaðamaður Stundarinnar veitti lögreglu og embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu upplýsingar um lögbrot fyrr sama dag.

Hótel Adam lokaðLokun lögreglu á Hótel Adam var forsíðuefni Fréttablaðsins 24. júlí, en á myndinni sést Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, labba út úr hótelinu.

Í vettvangsheimsókn Stundarinnar með eftirlitsteymi VR og Eflingar í síðustu viku kom í ljós að rekstrarleyfi hótelsins var falið bak við vínflöskur, en það er brot á lögum 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Starfsmaður hótelsins tjáði blaðamanni að 25 herbergi væru í útleigu, en rekstrarleyfi hótelsins heimilaði aðeins 18 gestum að gista þar.

Þann 20. júlí veitti blaðamaður Stundarinnar lögreglu og embætti sýslumanns upplýsingar um lögbrot. Síðar sama dag afhenti lögreglan forsvarsmönnum hótelsins bréf með tilkynningu um að loka skyldi hótelinu eftir 48 klukkustundir. Fjallað var um lokun hótelsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á  forsíðu Fréttablaðsins í dag.

RÚV hefur eftir Sigurbirni Jónssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að eigandi hafi ekki rýmt hótelið í tæka tíð. „Það var búið að gefa honum frest í fjörutíu og átta tíma en hann virðist hafa þurft meiri tíma,“ sagði Sigurbjörn RÚV. Síðustu gestir fóru af hótelinu klukkan 11 í morgun.

Stundin hafði samband við Ragnar Guðmundsson, eiganda R. Guðmundsson ehf sem rekur Hótel Adam, en hann sagðist ekki vilja ræða við Stundina. „Ég vil ekkert fara að segja við þig, því miður,“ sagði hann og lagði á.

Útrunnið rekstrarleyfi

Embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við blaðamann að R. Guðmundsson ehf væri með umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi til meðferðar. „Lögreglustjóra ber án fyrirvara eða aðvörunar að stöðva rekstrarleyfisskylda starfsemi sem fer fram án tilskilins leyfis skv. 23. gr. [áðurnefndra laga],“ sagði fulltrúi embættisins. Embættið gat ekki tjáð sig frekar um einstök mál.

Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis er háð jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, slökkviliðs, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits og lögreglu. Eins og Stundin hefur fjallað um veittu embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík, heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins neikvæða umsögn við þessari beiðni. Vinnueftirlitið gerði ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Umsóknin er ennþá til meðferðar hjá embætti sýslumanns, og því ekki útilokað að hótelið opni aftur síðar.

Fékk tæpar þrjár milljónir fyrir vangoldin laun

Fyrrverandi lykilstarfsmaður hótelsins lýsti ömurlegum vinnuaðstæðum sínum í forsíðuviðtali Stundarinnar þar sem hún var ítrekað niðurlægð og svikin. Hún vann mál í héraðsdómi gegn R. Guðmundsson sem var gert að greiða henni tæpar þrjár milljón krónur í vangoldin laun. Hún sagði blaðamanni að miðað við framkomu og viðskiptahátta Ragnars ætti honum: „Ekki að vera leyft að reka hótel.“

Nánar er fjallað um málefni hótelsins í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár