Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nefndasvið Alþingis taldi andstætt stjórnarskrá að aðrir en þingmenn, ráðherrar og forseti flyttu ræður á þingfundum

Ræðu­höld Piu Kjærs­ga­ard á há­tíð­ar­þing­fund­in­um í síð­ustu viku eru ósam­rýman­leg lög­fræði­áliti sem þing­mað­ur Pírata fékk í fyrra vegna hug­mynda um að hleypa óbreytt­um borg­ur­um í ræðu­stól. Sér­stök und­an­þága var veitt fyr­ir Piu, en stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir gjörn­ing­inn vera „þvert á all­ar venj­ur sem gilt hafa um há­tíð­ar­fundi Al­þing­is á Þing­völl­um“.

Nefndasvið Alþingis taldi andstætt stjórnarskrá að aðrir en þingmenn, ráðherrar og forseti flyttu ræður á þingfundum

Samkvæmt lögfræðilegri ráðgjöf sem nefndasvið Alþingis veitti þingmönnum í fyrra stangast það á við stjórnarskrá Íslands að aðrir en þingmenn, ráðherrar og forseti taki til máls á fundum Alþingis.

Engu að síður var brugðið sérstaklega frá þingsköpum í síðustu viku svo Pia Kjærsgaard, þingforseti Dana sem er þekkt fyrir útlendingaandúð og baráttu sína gegn innflytjendum og fjölmenningu, gæti flutt hátíðarávarp á Þingvöllum í tilefni 100 ára fullveldis Íslands.

Björn Leví Gunnarssonþingmaður Pírata

Í fyrra hafði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í hyggju að leggja fram frumvarp til breytinga á þingsköpum þannig kveðið yrði á um sérstakan dagskrárlið einu sinni í mánuði þar sem óbreyttir borgarar, valdir af handahófi úr þjóðskrá, fengju að tjá sig úr ræðustól Alþingis. „Hugmyndin var sú að af og til færi fram umræða sambærileg liðnum störf þingsins, nema að þar yrði valið fólk af handahófi úr þjóðskrá sem fengi tækifæri til að halda stutta ræðu á þingi,“ segir Björn Leví í samtali við Stundina. 

Það var álit lögfræðinga af nefndasviði Alþingis að stjórnskipulegir annmarkar væru á slíkri lagabreytingu. Birni var bent á að samkvæmt 31. gr. stjórnarskrárinnar ættu 63 þjóðkjörnir þingmenn sæti á Alþingi, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára. 

Kveðið væri á um undantekningu frá þessari meginreglu í 51. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir:  Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á því að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins að þeir séu jafnframt alþingismenn. Ómögulegt væri samkvæmt gildandi stjórnarskrá að leyfa öðrum en kjörnum fulltrúum þjóðarinnar að taka til máls á þingfundi. 

„Slíkt frumvarp [frumvarpshugmynd Björns Levís] fer því í bága við stjórnarskrána og þá hugsun að þjóðin hafi rödd með vali á kjörnum fulltrúum sínum,“ sagði lögfræðingur í tölvupósti vegna málsins. „Það getur enginn tekið til máls á þingfundi úr ræðustóli Alþingis nema kjörnir fulltrúar.“

Samkvæmt þessari túlkun á stjórnarskrá og stjórnarskipunarvenjum fór Alþingi á svig við lög með því að leyfa Piu Kjærsgaard, þingforseta Dana, að halda ræðu á þingfundinum sem fram fór á Þingvöllum í síðustu viku. Gildir þá einu þótt Alþingi hafi samþykkt að bregða frá þingsköpum. 

FullveldishátíðHaldið var upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands á Þingvöllum í síðustu viku.

Stjórnmálafræðingur segir ávarpið þvert á allar venjur

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd Alþingis, sagði í viðtali við Mbl.is á dögunum að hann hefði, á þessum grundvelli, gert athugasemd við lög­mæti þess að er­lend­ur full­trúi ávarpaði Alþingi. Þá vék Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, að þessu álitamáli í Vikulokunum á Rás 1 um helgina. 

„Ávarp for­seta danska þings­ins var
í raun þvert á allar venjur sem gilt hafa
um hátíð­ar­fundi Alþingis á Þing­völl­um“

Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur furðaði sig á því í grein sem birtist á Kjarnanum í gær að þingforseta Dana hefði verið boðið að halda ræðu á fundi Alþingis. „Stein­grímur og aðrir skipu­leggj­endur fund­ar­ins fengu þá flugu í höf­uðið að aðkoma danska þings­ins væri nauð­syn­leg á hátíð­ar­fund­in­um. Því væri eðli­legt að for­seti danska þings­ins ávarp­aði hátíð­ar­fund­inn. En þetta er furðu­leg hug­mynd sem ekki styðst við neinar hefð­ir,“ skrifar hann. „Ávarp for­seta danska þings­ins var í raun þvert á allar venjur sem gilt hafa um hátíð­ar­fundi Alþingis á Þing­völl­um. Sjálf­sagt var bjóða for­seta þjóð­þinga Norð­ur­land­anna að vera við­stadd­ir, en engin þörf var á ávarpi.“

Ísland hafi varðveitt „upphaflega sjálfsmynd norrænna manna“

Hávær umræða hefur átt sér stað undanfarna daga vegna ræðuhalda Piu Kjærsgaard, en hún er þekkt fyrir útlendingaandúð, fordóma gagnvart múslimum, boðun harðrar innflytjendastefnu og hugmyndir um yfirburði vestrænnar og evrópskrar menningar.

Pia Kjærsgaarder forseti danska þjóðþingsins

Í ræðu sinni á Þingvöllum talaði Pia um Ísland sem „vöggu norrænnar menningar“ og sagði frá hugmyndum Dana um að Ísland væri „það land þar sem hin upp­haf­lega sjálfs­mynd nor­rænna manna var varð­veitt.“ Þá vék hún að því hvernig sjálfstæðisbarátta Íslendinga á 19. öld hefði átt þátt í að „kynda undir danskri þjóð­ern­is­kennd sem þá var í blóma“. 

Björn Leví segir í samtali við Stundina að ef það standist stjórnarskrána að Pia Kjærsgaard flytji ræðu á Alþingi hljóti hugmyndir hans um að hleypa óbreyttum borgurum í ræðustól Alþingis undir sérstökum dagskrárlið einnig að standast lög. „Ég er búinn að biðja um að málið verði tekið upp aftur með tilliti til atburðanna í síðustu viku,“ segir hann í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár