Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Danskir stjórnmálamenn sótillir: „Gríðarlega óviðeigandi hegðun“

Þjóð­ern­ispo­púl­ist­ar gagn­rýna fram­göngu ís­lenskra stjórn­mála­manna gagn­vart Piu Kjærs­ga­ard og vilja að hún kenni Ís­lend­ing­um sið­prýði. „Hversu mörg­um hæl­is­leit­end­um hafa eig­in­lega Ís­lend­ing­ar tek­ið á móti?“ spyr þing­mað­ur Danska þjóð­ar­flokks­ins.

Danskir stjórnmálamenn sótillir: „Gríðarlega óviðeigandi hegðun“

Danskir stjórnmálamenn hafa reytt hár sitt og skegg í dag vegna neikvæðra viðbragða íslenskra stjórnmálamanna við komu Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til Íslands. 

Inger Støjberg, innflytjendaráðherra Danmerkur, sendir Íslendingum tóninn á Facebook og segir stjórnmálamennina sem sniðgengu hátíðarfundinn á Þingvöllum vegna ræðuhalda Piu hafa sýnt lýðræðislega kjörnum fulltrúa og öllum kjósendum hans óvirðingu. Framgangan sé beinlínis ólýðræðisleg.

„Sá sem neitar að hlusta eða starfa með lýðræðislega kjörnum stjórnmálamanni, sá hinn sami snýr baki við öllum þeim þúsundum manna sem kusu viðkomandi. Það er sérkennileg leið til að gefa til kynna að sumar skoðanir séu réttari en aðrar,“ skrifar ráðherrann.

Inger, sem setið hefur á danska þinginu fyrir hönd hægriflokksins Venstre frá 2001, er á meðal umdeildustu stjórnmálamanna Danmerkur og hefur átt lykilþátt í að herða útlendingastefnu Dana. Athygli vakti árið 2016 þegar hún átti frumkvæði að löggjöf sem heimilaði dönskum stjórnvöldum að hirða verðmæti af hælisleitendum við komu þeirra til landsins. Aftur varð svo uppi fótur og fit í mars 2017 þegar Inger birti mynd af sér með köku þar sem hún fagnaði árangri sínum á þessu sviði. 

„Niðurlægð á Íslandi“

Ekstrabladet sló því upp fyrr í dag að Pia hefði verið „niðurlægð á Íslandi“, en Pia er einn af frumkvöðlum meginstraumsþjóðernispopúlisma í Evrópu og þekkt fyrir útlendingaandúð, fordóma gagnvart múslimum og boðun harðrar innflytjendastefnu.

Kusu Píratar að sniðganga hátíðarfundinn og sögðu þjóðina eiga „betra skilið en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni“. Þá gekk Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, út af fundinum þegar Pia Kjærsgaard flutti ávarp.

Søren Espersener varaformaður Danska þjóðarflokksins

„Dónalegir íslenskir stjórnmálamenn hefðu gott af kennslu í siðprýði, mannasiðum og diplómatískri háttvísi. Reyndar væri ekki hægt að láta sig dreyma um betri kennara en Piu á þeim sviðum,“ skrifar Søren Espersen, varaformaður Danska þjóðarflokksins á Twitter. 

Rasmus Jarlov, viðskiptaráðherra úr Þjóðarflokki íhaldsmanna, tekur í sama streng. „Þegar fulltrúi Danmerkur tekur þátt í hátíð í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Ísland sleit sig frá Danmörku, þá er það ekki vegna þess að þetta sé meiriháttar hátíðisdagur fyrir okkur, heldur til að votta Íslendingum virðingu. Ákveðnir íslenskir stjórnmálamenn þakka fyrir þetta með því að sýna fyrirlitningu. Sama og þegið,“ skrifar hann.

Spyr hve mörgum hælisleitendum Íslendingar taki á móti

Jacob Mark, þingflokksformaður Sósíalíska þjóðarflokksins, leggur einnig orð í belg. „Píratar og einn fulltrúi Sósíaldemókrata virðast hafa ákveðið að halda sig fjarri þegar þingforseti heimsótti Ísland, sem opinber fulltrúi Danmerkur. Galið. Þess fyrir utan, þá skil ég ekki fólk sem heldur að það gagnist pólitískum málstað sínum að kúpla sig út úr umræðunni.“

Kenneth Kristensen Berth, þingmaður Danska þjóðarflokksins, er einnig hneykslaður á hegðun íslensku stjórnmálamannanna. „Gríðarlega óviðeigandi hegðun af hálfu Íslendinga gagnvart gesti sem þeir buðu til landsins. Hversu mörgum hælisleitendum hafa eiginlega Íslendingar tekið á móti? Held þeir ættu að hafa sig hæga, búandi við kjöraðstæður mitt úti á Atlantshafi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár