Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Sam­kvæmt vef sýslu­manns rann rekstr­ar­leyfi Hót­els Adams út 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og ekki fást svör um hvort stað­ur­inn sé með bráða­birgða­leyfi. Eig­and­inn neit­ar að tjá sig um stöð­una og mál Kri­stýn­ar Králová.

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Rekstrarleyfi Hótels Adams rann út 11. nóvember í fyrra, en án slíks leyfis er rekstur fyrirtækis ólöglegur. Rekstrarleyfi eru bundin við leyfishafa, tilgreinda starfsemi og staðsetningu, en ekki er að finna neitt annað rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði á Skólavörðustíg 42 nema það útrunna fyrir Hótel Adam á vef sýslumanna þar sem birt er opinber skrá yfir slík rekstrarleyfi.

 

Stundin hefur enn ekki fengið staðfest hjá sýslumanni hvort Hótel Adam sé með bráðabirgðaleyfi. Reynsla Kristýnar Králová, fyrrverandi starfsmanns hótelsins, var forsíðuefni síðasta blaðs. Þar lýsti hún í smáatriðum hvernig Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, braut gegn réttindum hennar og laug að henni að hún væri ólöglegur innflytjandi.

Samkvæmt lögum 1277/2016 er endurnýjun rekstrarleyfa háð jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, slökkviliðs, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits, og lögreglu. Orðrétt segir þar: „Vinnueftirlit skal veita umsögn um aðstæður starfsmanna á þeim stað þar sem starfsemin er fyrirhuguð.“ Vinnueftirlitið hefur aðgang að skráningarkerfinu Finni sem verkalýðshreyfingarnar nota í vinnustaðaeftirliti sínu til að skrá kennitölur starfsmanna eða hvort þeir séu án kennitölu.

Í tilviki Hótels Adams hefur vinnueftirlitið því fullan aðgang að gögnum sem sýna að staðurinn var rekinn til margra mánaða með starfsmann í fullri vinnu sem var hvorki með vinnustaðaskírteini né kennitölu. Atvinnurekendum ber lagaleg skylda til að útvega starfsfólki kennitölu og vinnustaðaskirteini.

Samkvæmt Sigurði G. Hafstað, fagstjóra þinglýsinga- og leyfasviðs sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, er mismunandi hversu langan tíma það getur tekið að endurnýja rekstrarleyfi. „Það getur ráðist töluvert af aðstæðum hverju sinni og hugsanlegum annmörkum á umsóknum og skilyrðum umsagnaraðila,“ segir Sigurður. „Heimilt er að gefa út bráðabirgðaleyfi á meðan slík umsókn er til meðferðar sbr. 4. mgr. 10. gr. laganna. Í flestum tilvikum geta rekstraraðilar starfað áfram á grundvelli bráðabirgðarleyfis á meðan umsókn um endurnýjun er í lögbundnu umsagnarferli.“

„Það eru aðrir sem skoða rekstrarleyfi en þú“

 

Vildi ekki tjá sig við blaðamannRagnar Guðmundsson vildi ekki tjá sig við blaðamann um mál Kristýnu, kennitölur starfsmanna, eða rekstrarleyfi hótelsins.

Við úrvinnslu viðtalsins við Kristýnu mætti blaðamaður Stundarinnar á Hótel Adam og kynnti sig þar fyrir Ragnari sem var á tómu kaffihúsi hótelsins að horfa á fótboltaleik. Í fyrstu vildi Ragnar ekki kannast við mál Kristýnar, en svo sagði hann að hún færi ekki með rétt mál.

„Sko, það er ekkert rétt hjá henni,“ sagði Ragnar. Aðspurður um hvort hann hafi gefið henni kennitölu spurði hann á móti: „Hvað tengist það þér? Það hefur ekkert með kennitölur að gera… Hefur þú eitthvað með kennitölur að gera?“

Eftir það vildi Ragnar tjá sig lítið við blaðamann. „Það er ekkert að frétta af því. Ekkert að frétta.“ Þegar blaðamaður spurði hvort hann vildi ekki verja sig sagði hann: „Nei, ekkert. Ekkert að segja. Nei, nei, nei.“

Aðspurður hvort staðurinn væri með gilt rekstrarleyfi sagði Ragnar: „Það er ekkert að frétta. Það eru einhverjir aðrir sem skoða rekstrarleyfi en þú.“ Loks sagði hann: „Ég vil ekkert tala við þig. Það er ekkert að frétta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hótel Adam

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár