Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Sam­kvæmt vef sýslu­manns rann rekstr­ar­leyfi Hót­els Adams út 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og ekki fást svör um hvort stað­ur­inn sé með bráða­birgða­leyfi. Eig­and­inn neit­ar að tjá sig um stöð­una og mál Kri­stýn­ar Králová.

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Rekstrarleyfi Hótels Adams rann út 11. nóvember í fyrra, en án slíks leyfis er rekstur fyrirtækis ólöglegur. Rekstrarleyfi eru bundin við leyfishafa, tilgreinda starfsemi og staðsetningu, en ekki er að finna neitt annað rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði á Skólavörðustíg 42 nema það útrunna fyrir Hótel Adam á vef sýslumanna þar sem birt er opinber skrá yfir slík rekstrarleyfi.

 

Stundin hefur enn ekki fengið staðfest hjá sýslumanni hvort Hótel Adam sé með bráðabirgðaleyfi. Reynsla Kristýnar Králová, fyrrverandi starfsmanns hótelsins, var forsíðuefni síðasta blaðs. Þar lýsti hún í smáatriðum hvernig Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, braut gegn réttindum hennar og laug að henni að hún væri ólöglegur innflytjandi.

Samkvæmt lögum 1277/2016 er endurnýjun rekstrarleyfa háð jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, slökkviliðs, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits, og lögreglu. Orðrétt segir þar: „Vinnueftirlit skal veita umsögn um aðstæður starfsmanna á þeim stað þar sem starfsemin er fyrirhuguð.“ Vinnueftirlitið hefur aðgang að skráningarkerfinu Finni sem verkalýðshreyfingarnar nota í vinnustaðaeftirliti sínu til að skrá kennitölur starfsmanna eða hvort þeir séu án kennitölu.

Í tilviki Hótels Adams hefur vinnueftirlitið því fullan aðgang að gögnum sem sýna að staðurinn var rekinn til margra mánaða með starfsmann í fullri vinnu sem var hvorki með vinnustaðaskírteini né kennitölu. Atvinnurekendum ber lagaleg skylda til að útvega starfsfólki kennitölu og vinnustaðaskirteini.

Samkvæmt Sigurði G. Hafstað, fagstjóra þinglýsinga- og leyfasviðs sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, er mismunandi hversu langan tíma það getur tekið að endurnýja rekstrarleyfi. „Það getur ráðist töluvert af aðstæðum hverju sinni og hugsanlegum annmörkum á umsóknum og skilyrðum umsagnaraðila,“ segir Sigurður. „Heimilt er að gefa út bráðabirgðaleyfi á meðan slík umsókn er til meðferðar sbr. 4. mgr. 10. gr. laganna. Í flestum tilvikum geta rekstraraðilar starfað áfram á grundvelli bráðabirgðarleyfis á meðan umsókn um endurnýjun er í lögbundnu umsagnarferli.“

„Það eru aðrir sem skoða rekstrarleyfi en þú“

 

Vildi ekki tjá sig við blaðamannRagnar Guðmundsson vildi ekki tjá sig við blaðamann um mál Kristýnu, kennitölur starfsmanna, eða rekstrarleyfi hótelsins.

Við úrvinnslu viðtalsins við Kristýnu mætti blaðamaður Stundarinnar á Hótel Adam og kynnti sig þar fyrir Ragnari sem var á tómu kaffihúsi hótelsins að horfa á fótboltaleik. Í fyrstu vildi Ragnar ekki kannast við mál Kristýnar, en svo sagði hann að hún færi ekki með rétt mál.

„Sko, það er ekkert rétt hjá henni,“ sagði Ragnar. Aðspurður um hvort hann hafi gefið henni kennitölu spurði hann á móti: „Hvað tengist það þér? Það hefur ekkert með kennitölur að gera… Hefur þú eitthvað með kennitölur að gera?“

Eftir það vildi Ragnar tjá sig lítið við blaðamann. „Það er ekkert að frétta af því. Ekkert að frétta.“ Þegar blaðamaður spurði hvort hann vildi ekki verja sig sagði hann: „Nei, ekkert. Ekkert að segja. Nei, nei, nei.“

Aðspurður hvort staðurinn væri með gilt rekstrarleyfi sagði Ragnar: „Það er ekkert að frétta. Það eru einhverjir aðrir sem skoða rekstrarleyfi en þú.“ Loks sagði hann: „Ég vil ekkert tala við þig. Það er ekkert að frétta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hótel Adam

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár