Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Sam­kvæmt vef sýslu­manns rann rekstr­ar­leyfi Hót­els Adams út 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og ekki fást svör um hvort stað­ur­inn sé með bráða­birgða­leyfi. Eig­and­inn neit­ar að tjá sig um stöð­una og mál Kri­stýn­ar Králová.

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Rekstrarleyfi Hótels Adams rann út 11. nóvember í fyrra, en án slíks leyfis er rekstur fyrirtækis ólöglegur. Rekstrarleyfi eru bundin við leyfishafa, tilgreinda starfsemi og staðsetningu, en ekki er að finna neitt annað rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði á Skólavörðustíg 42 nema það útrunna fyrir Hótel Adam á vef sýslumanna þar sem birt er opinber skrá yfir slík rekstrarleyfi.

 

Stundin hefur enn ekki fengið staðfest hjá sýslumanni hvort Hótel Adam sé með bráðabirgðaleyfi. Reynsla Kristýnar Králová, fyrrverandi starfsmanns hótelsins, var forsíðuefni síðasta blaðs. Þar lýsti hún í smáatriðum hvernig Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, braut gegn réttindum hennar og laug að henni að hún væri ólöglegur innflytjandi.

Samkvæmt lögum 1277/2016 er endurnýjun rekstrarleyfa háð jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, slökkviliðs, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits, og lögreglu. Orðrétt segir þar: „Vinnueftirlit skal veita umsögn um aðstæður starfsmanna á þeim stað þar sem starfsemin er fyrirhuguð.“ Vinnueftirlitið hefur aðgang að skráningarkerfinu Finni sem verkalýðshreyfingarnar nota í vinnustaðaeftirliti sínu til að skrá kennitölur starfsmanna eða hvort þeir séu án kennitölu.

Í tilviki Hótels Adams hefur vinnueftirlitið því fullan aðgang að gögnum sem sýna að staðurinn var rekinn til margra mánaða með starfsmann í fullri vinnu sem var hvorki með vinnustaðaskírteini né kennitölu. Atvinnurekendum ber lagaleg skylda til að útvega starfsfólki kennitölu og vinnustaðaskirteini.

Samkvæmt Sigurði G. Hafstað, fagstjóra þinglýsinga- og leyfasviðs sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, er mismunandi hversu langan tíma það getur tekið að endurnýja rekstrarleyfi. „Það getur ráðist töluvert af aðstæðum hverju sinni og hugsanlegum annmörkum á umsóknum og skilyrðum umsagnaraðila,“ segir Sigurður. „Heimilt er að gefa út bráðabirgðaleyfi á meðan slík umsókn er til meðferðar sbr. 4. mgr. 10. gr. laganna. Í flestum tilvikum geta rekstraraðilar starfað áfram á grundvelli bráðabirgðarleyfis á meðan umsókn um endurnýjun er í lögbundnu umsagnarferli.“

„Það eru aðrir sem skoða rekstrarleyfi en þú“

 

Vildi ekki tjá sig við blaðamannRagnar Guðmundsson vildi ekki tjá sig við blaðamann um mál Kristýnu, kennitölur starfsmanna, eða rekstrarleyfi hótelsins.

Við úrvinnslu viðtalsins við Kristýnu mætti blaðamaður Stundarinnar á Hótel Adam og kynnti sig þar fyrir Ragnari sem var á tómu kaffihúsi hótelsins að horfa á fótboltaleik. Í fyrstu vildi Ragnar ekki kannast við mál Kristýnar, en svo sagði hann að hún færi ekki með rétt mál.

„Sko, það er ekkert rétt hjá henni,“ sagði Ragnar. Aðspurður um hvort hann hafi gefið henni kennitölu spurði hann á móti: „Hvað tengist það þér? Það hefur ekkert með kennitölur að gera… Hefur þú eitthvað með kennitölur að gera?“

Eftir það vildi Ragnar tjá sig lítið við blaðamann. „Það er ekkert að frétta af því. Ekkert að frétta.“ Þegar blaðamaður spurði hvort hann vildi ekki verja sig sagði hann: „Nei, ekkert. Ekkert að segja. Nei, nei, nei.“

Aðspurður hvort staðurinn væri með gilt rekstrarleyfi sagði Ragnar: „Það er ekkert að frétta. Það eru einhverjir aðrir sem skoða rekstrarleyfi en þú.“ Loks sagði hann: „Ég vil ekkert tala við þig. Það er ekkert að frétta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hótel Adam

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár