Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sóttvarnalæknir varar við lekandafaraldri

55 greind­ust með lek­anda á fyrstu fimm mán­uð­um árs­ins, fleiri en allt ár­ið 2015. Sótt­varna­lækn­ir var­ar við far­aldri, en er­lend­is hef­ur bor­ið á ónæmi gagn­vart helsta sýkla­lyf­inu.

Sóttvarnalæknir varar við lekandafaraldri
Karlmenn í yfirgnæfandi meirihluta Af þeim 55 sem greindust með lekanda hér á landi fyrstu fimm mánuði ársins voru 51 karlmenn. Mynd: Shutterstock

Fyrstu fimm mánuði ársins greindust 55 manns á Íslandi með lekanda. Í fréttabréfi sóttvarnarlæknis er varað við lekandafaraldri, en á tímabilinu hafa þegar greinst fleiri en allt árið 2015.

Af þeim 55 sem greindust voru 51 karlmaður og bendir sóttvarnalæknir á að faraldurinn sé einkennandi fyrir karlmenn sem hafa mök við aðra karlmenn, en tilfellum meðal kvenna fer einnig fjölgandi. Meirihluti þeirra sem greindust eru íslenskir ríkisborgarar.

LekandafaraldurSmokkurinn er eina vörnin gegn smiti.

Starfshópur velferðarráðuneytisins vakti nýlega athygli á aukinni tíðni lekandasmita á Íslandi, sem og erlendis, sem mögulega orsakast af auknum straumi ferðamanna til Íslands og vaxandi ferðalaga Íslendinga erlendis. „Við síðustu aldamót voru skráð innan við 10 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa á ári en árið 2016 var fjöldinn kominn í 27 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa eða samtals 89 einstaklingar,“ segir í skýrslu hópsins frá janúar. „Var það nánast tvöföldun miðað við 2015.“

Lekandi orsakast af bakteríunni Neisseria gonorrhoea sem berst á milli fólks við kynmök. Sýkingin er þekktur orsakavaldur ófrjósemi meðal kvenna og karla. Erlendis hefur borið á ónæmi gegn helsta sýklalyfinu ceftríaxone sem notað er gegn lekanda, en í skýrslu starfshópsins er tekið fram að slíkt ónæmi hafi ekki greinst á Íslandi enn sem komið er. Koma má í veg fyrir lekandasmit við kynlíf með notkun smokka.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Smitsjúkdómar

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár