Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sóttvarnalæknir varar við lekandafaraldri

55 greind­ust með lek­anda á fyrstu fimm mán­uð­um árs­ins, fleiri en allt ár­ið 2015. Sótt­varna­lækn­ir var­ar við far­aldri, en er­lend­is hef­ur bor­ið á ónæmi gagn­vart helsta sýkla­lyf­inu.

Sóttvarnalæknir varar við lekandafaraldri
Karlmenn í yfirgnæfandi meirihluta Af þeim 55 sem greindust með lekanda hér á landi fyrstu fimm mánuði ársins voru 51 karlmenn. Mynd: Shutterstock

Fyrstu fimm mánuði ársins greindust 55 manns á Íslandi með lekanda. Í fréttabréfi sóttvarnarlæknis er varað við lekandafaraldri, en á tímabilinu hafa þegar greinst fleiri en allt árið 2015.

Af þeim 55 sem greindust voru 51 karlmaður og bendir sóttvarnalæknir á að faraldurinn sé einkennandi fyrir karlmenn sem hafa mök við aðra karlmenn, en tilfellum meðal kvenna fer einnig fjölgandi. Meirihluti þeirra sem greindust eru íslenskir ríkisborgarar.

LekandafaraldurSmokkurinn er eina vörnin gegn smiti.

Starfshópur velferðarráðuneytisins vakti nýlega athygli á aukinni tíðni lekandasmita á Íslandi, sem og erlendis, sem mögulega orsakast af auknum straumi ferðamanna til Íslands og vaxandi ferðalaga Íslendinga erlendis. „Við síðustu aldamót voru skráð innan við 10 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa á ári en árið 2016 var fjöldinn kominn í 27 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa eða samtals 89 einstaklingar,“ segir í skýrslu hópsins frá janúar. „Var það nánast tvöföldun miðað við 2015.“

Lekandi orsakast af bakteríunni Neisseria gonorrhoea sem berst á milli fólks við kynmök. Sýkingin er þekktur orsakavaldur ófrjósemi meðal kvenna og karla. Erlendis hefur borið á ónæmi gegn helsta sýklalyfinu ceftríaxone sem notað er gegn lekanda, en í skýrslu starfshópsins er tekið fram að slíkt ónæmi hafi ekki greinst á Íslandi enn sem komið er. Koma má í veg fyrir lekandasmit við kynlíf með notkun smokka.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Smitsjúkdómar

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár