Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ég finn fyrir sársauka annarra“

Shabana Zam­an var fyrsta pak­ist­anska kon­an til þess að setj­ast að á Ís­landi. Það var fyr­ir 25 ár­um. Eft­ir að hún varð fyr­ir dul­rænni reynslu fyr­ir rúm­um ára­tug hef­ur hún helg­að líf sitt því að hjálpa öðr­um að finna sitt æðra sjálf. Hún seg­ir að nú­tíma­fólk hafi tap­að teng­ing­unni við hjarta sitt og að hún geti hjálp­að því að finna leið­ina að því.

„Ég finn fyrir sársauka annarra“
Lárus og Shabana Ástin bar Shabönu alla leið til Íslands fyrir 25 árum. Þá voru engar aðrar pakistanskar konur búsettar hér á landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Heimili hennar ilmar af kryddum og framandleika og um stund finnst mér ég hafa stokkið yfir í aðra heimsálfu en ekki bara skotist í heimsókn í raðhús í Efra-Breiðholti. Það er kvöldmatartími, fjölskyldan situr að snæðingi en við göngum saman upp á efri hæðina og förum inn í fremur stórt herbergi. Hingað er ég komin til þess að kynnast Shabönu Zaman, forvitnilegri konu sem ég hef heyrt að hafi hjálpað mörgum við að leysa úr flækjunum í lífi sínu. Mig langar að vita hvaða aðferðum hún beitir til þess. Fyrst langar mig samt að forvitnast meira um Shabönu, meðal annars hvernig það æxlaðist að hún flutti alla leið frá Pakistan til Íslands á þeim tíma þegar sárafáir Pakistanar bjuggu á Íslandi. 

Fyrsta pakistanska konan á Íslandi

Shabana kemur frá pakistanska hluta Lahore-héraðs í Norður-Indlandi. Þegar hún elti ástina alla leið til Íslands fyrir 25 árum hafði hún fáa landa sína …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár