Heimili hennar ilmar af kryddum og framandleika og um stund finnst mér ég hafa stokkið yfir í aðra heimsálfu en ekki bara skotist í heimsókn í raðhús í Efra-Breiðholti. Það er kvöldmatartími, fjölskyldan situr að snæðingi en við göngum saman upp á efri hæðina og förum inn í fremur stórt herbergi. Hingað er ég komin til þess að kynnast Shabönu Zaman, forvitnilegri konu sem ég hef heyrt að hafi hjálpað mörgum við að leysa úr flækjunum í lífi sínu. Mig langar að vita hvaða aðferðum hún beitir til þess. Fyrst langar mig samt að forvitnast meira um Shabönu, meðal annars hvernig það æxlaðist að hún flutti alla leið frá Pakistan til Íslands á þeim tíma þegar sárafáir Pakistanar bjuggu á Íslandi.
Fyrsta pakistanska konan á Íslandi
Shabana kemur frá pakistanska hluta Lahore-héraðs í Norður-Indlandi. Þegar hún elti ástina alla leið til Íslands fyrir 25 árum hafði hún fáa landa sína …
Athugasemdir