Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Ég finn fyrir sársauka annarra“

Shabana Zam­an var fyrsta pak­ist­anska kon­an til þess að setj­ast að á Ís­landi. Það var fyr­ir 25 ár­um. Eft­ir að hún varð fyr­ir dul­rænni reynslu fyr­ir rúm­um ára­tug hef­ur hún helg­að líf sitt því að hjálpa öðr­um að finna sitt æðra sjálf. Hún seg­ir að nú­tíma­fólk hafi tap­að teng­ing­unni við hjarta sitt og að hún geti hjálp­að því að finna leið­ina að því.

„Ég finn fyrir sársauka annarra“
Lárus og Shabana Ástin bar Shabönu alla leið til Íslands fyrir 25 árum. Þá voru engar aðrar pakistanskar konur búsettar hér á landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Heimili hennar ilmar af kryddum og framandleika og um stund finnst mér ég hafa stokkið yfir í aðra heimsálfu en ekki bara skotist í heimsókn í raðhús í Efra-Breiðholti. Það er kvöldmatartími, fjölskyldan situr að snæðingi en við göngum saman upp á efri hæðina og förum inn í fremur stórt herbergi. Hingað er ég komin til þess að kynnast Shabönu Zaman, forvitnilegri konu sem ég hef heyrt að hafi hjálpað mörgum við að leysa úr flækjunum í lífi sínu. Mig langar að vita hvaða aðferðum hún beitir til þess. Fyrst langar mig samt að forvitnast meira um Shabönu, meðal annars hvernig það æxlaðist að hún flutti alla leið frá Pakistan til Íslands á þeim tíma þegar sárafáir Pakistanar bjuggu á Íslandi. 

Fyrsta pakistanska konan á Íslandi

Shabana kemur frá pakistanska hluta Lahore-héraðs í Norður-Indlandi. Þegar hún elti ástina alla leið til Íslands fyrir 25 árum hafði hún fáa landa sína …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár