Borgarráð samþykkti í lok júní rammaskipulag fyrir svæðið sem kallað er „Nýi Skerjafjörður“. Gert er ráð fyrir 1.200 íbúðum, nýjum skóla, verslun og þjónustu á svæðinu sem áður fór undir svokallaða „neyðarbraut“ Reykjavíkurflugvallar.
Nýja hverfið verður austan megin við núverandi Skerjafjörð og liggur það að ströndinni í átt að Fossvogi. Gert er ráð að tengingu yfir til Kársness með byggingu brúar yfir Fossvog fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Einnig er hugsað um tengingu við áframhaldandi byggð í Vatnsmýrinni „þegar flugvöllurinn víkur þaðan,“ samkvæmt tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.
Stúdentar og Bjarg, byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar, hafa fengið vilyrði fyrir lóðum á svæðinu. Gert er ráð fyrir að flugsögunnar verði minnst með svokölluðu „flugtorgi“ og einnig verður byggð upp aðstaða til þess að stunda siglingar. „Rammaskipulagið gerir ráð fyrir fjölbreyttum húsagerðum og ríkulegum, grænum almenningsrýmum sem hönnuð verða út frá sólaráttum og skjóli,“ segir í tilkynningunni.
Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur mótmæltu
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu …
Athugasemdir