Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rammaskipulag tilbúið þar sem „neyðarbraut“ var áður

„Nýi Skerja­fjörð­ur“ verð­ur 1.200 íbúða byggð með nýj­um skóla, stúd­enta- og verka­mann­a­í­búð­um og teng­ingu við Kárs­nes. Upp­bygg­ing­in er á svæð­inu þar sem svo­köll­uð „neyð­ar­braut“ flug­vall­ar­ins var áð­ur.

Rammaskipulag tilbúið þar sem „neyðarbraut“ var áður
„Nýi Skerjafjörður“ Hverfið snýr að hverfinu í Skerjafirði í vestri, Reykjavíkurflugvelli í norðri og austri, með strönd í suðri.

Borgarráð samþykkti í lok júní rammaskipulag fyrir svæðið sem kallað er „Nýi Skerjafjörður“. Gert er ráð fyrir 1.200 íbúðum, nýjum skóla, verslun og þjónustu á svæðinu sem áður fór undir svokallaða „neyðarbraut“ Reykjavíkurflugvallar.

Nýja hverfið verður austan megin við núverandi Skerjafjörð og liggur það að ströndinni í átt að Fossvogi. Gert er ráð að tengingu yfir til Kársness með byggingu brúar yfir Fossvog fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Einnig er hugsað um tengingu við áframhaldandi byggð í Vatnsmýrinni „þegar flugvöllurinn víkur þaðan,“ samkvæmt tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Stúdentar og Bjarg, byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar, hafa fengið vilyrði fyrir lóðum á svæðinu. Gert er ráð fyrir að flugsögunnar verði minnst með svokölluðu „flugtorgi“ og einnig verður byggð upp aðstaða til þess að stunda siglingar. „Rammaskipulagið gerir ráð fyrir fjölbreyttum húsagerðum og ríkulegum, grænum almenningsrýmum sem hönnuð verða út frá sólaráttum og skjóli,“ segir í tilkynningunni.

Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur mótmæltu

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár