Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rammaskipulag tilbúið þar sem „neyðarbraut“ var áður

„Nýi Skerja­fjörð­ur“ verð­ur 1.200 íbúða byggð með nýj­um skóla, stúd­enta- og verka­mann­a­í­búð­um og teng­ingu við Kárs­nes. Upp­bygg­ing­in er á svæð­inu þar sem svo­köll­uð „neyð­ar­braut“ flug­vall­ar­ins var áð­ur.

Rammaskipulag tilbúið þar sem „neyðarbraut“ var áður
„Nýi Skerjafjörður“ Hverfið snýr að hverfinu í Skerjafirði í vestri, Reykjavíkurflugvelli í norðri og austri, með strönd í suðri.

Borgarráð samþykkti í lok júní rammaskipulag fyrir svæðið sem kallað er „Nýi Skerjafjörður“. Gert er ráð fyrir 1.200 íbúðum, nýjum skóla, verslun og þjónustu á svæðinu sem áður fór undir svokallaða „neyðarbraut“ Reykjavíkurflugvallar.

Nýja hverfið verður austan megin við núverandi Skerjafjörð og liggur það að ströndinni í átt að Fossvogi. Gert er ráð að tengingu yfir til Kársness með byggingu brúar yfir Fossvog fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Einnig er hugsað um tengingu við áframhaldandi byggð í Vatnsmýrinni „þegar flugvöllurinn víkur þaðan,“ samkvæmt tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Stúdentar og Bjarg, byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar, hafa fengið vilyrði fyrir lóðum á svæðinu. Gert er ráð fyrir að flugsögunnar verði minnst með svokölluðu „flugtorgi“ og einnig verður byggð upp aðstaða til þess að stunda siglingar. „Rammaskipulagið gerir ráð fyrir fjölbreyttum húsagerðum og ríkulegum, grænum almenningsrýmum sem hönnuð verða út frá sólaráttum og skjóli,“ segir í tilkynningunni.

Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur mótmæltu

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár