Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál

Þeir fjórir dómarar sem Sigríður Andersen skipaði í Landsrétt án þess að reglum stjórnsýsluréttar væri fylgt voru allir starfandi sem varadómarar í Hæstarétti meðan mál er varðaði bærni Arnfríðar Einarsdóttur til að kveða upp löglega og bindandi dóma í Landsrétti var þar til meðferðar. 

Á tímabilinu 23. febrúar til 24. maí 2018 störfuðu fjórmenningarnir náið með fjórum af þeim fimm hæstaréttardómurum sem kváðu upp dóminn sem nú er til skoðunar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Um er að ræða hæstaréttardómarana Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Má Matthíasson.

Sjálf var Arnfríður varadómari í tveimur málum með Þorgeiri Örlygssyni, forseta Hæstaréttar, á umræddu tímabili og í einu máli með Viðari Má Matthíassyni.

Arnfríður og Þorgeir kváðu upp dóm í öðru málanna þann 24. maí 2018, sama dag og Þorgeir og hinir fjórir hæstaréttardómararnir komust að þeirri niðurstöðu að Arnfríður gæti með réttu talist handhafi dómsvalds og bær til að dæma mál í Landsrétti. Aðalmeðferð í málinu sem Arnfríður dæmdi með Viðari Má Matthíassyni fór fram tveimur dögum áður, þann 22. maí.

Þorgeir og Viðar dæmdu einnig í málinu er varðaði hæfi Arnfríðar þann 8. mars síðastliðinn og vísuðu frá kæru sem byggði á því að Arnfríði hefði borið að víkja sæti í Landsrétti vegna þess að hún hefði verið skipuð dómari með ólöglegum hætti.

Mikið í húfi fyrir fjórmenningana

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hélt því fram fyrir Hæstarétti að vegna lögbrota dómsmálaráðherra við val á Landsréttardómurum bæri að ógilda dóm yfir skjólstæðingi hans í máli sem Arnfríður Einarsdóttir hafði dæmt, enda væri Arnfríður ólöglega skipuð og dómsúrlausnir hennar því „dauður bókstafur“. 

Ef Hæstiréttur hefði fallist á kröfur Vilhjálms hefði það ekki aðeins haft áhrif á stöðu Arnfríðar heldur einnig haft fordæmisgildi hvað varðar hina þrjá dómarana sem Sigríður Á. Andersen valdi í Landsrétt án þess að fylgja reglum stjórnsýsluréttar.

Um er að ræða landsréttardómarana Ásmund Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiði Bragadóttur.

Ásmundur Helgason var settur varadómari í tveimur málum með Þorgeiri Örlygssyni og tveimur með Viðari Má Matthíassyni meðan málið er varðaði hæfi Arnfríðar var til meðferðar í Hæstarétti. Dómur í öðru málinu sem Ásmundur og Viðar dæmdu saman var kveðinn upp þann 24. maí, sama dag og dómurinn um hæfi Arnfríðar féll.

Jón Finnbjörnsson dæmdi tvö mál með Markúsi Sigurbjörnssyni og tvö með Þorgeiri, en í öðru þeirra sem Jón og Þorgeir dæmdu saman var einnig kveðinn upp dómur þann 24. maí.

Þá dæmdi Ragnheiður Bragadóttir eitt mál með Viðari Má og Karli Axelssyni og tvö önnur mál með Karli.

Ásmundur Helgason og Jón Finnbjörnsson eiga það jafnframt sameiginlegt að hafa fengið jákvæðar umsagnir frá Markúsi Sigurbjörnssyni þegar óháð dómnefnd lagði mat á hæfi umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt í fyrra.

Óvenju skjót viðbrögð Mannréttindadómstólsins

Niðurstaða Landsréttar um hæfi Arnfríðar Einarsdóttur var kærð til Hæstaréttar þann 23. febrúar síðastliðinn og kvað Hæstiréttur upp dóm í málinu þann 24. maí. Eins og rakið hefur verið var mikill samgangur milli dómara Hæstaréttar og Landsréttar á þessu tímabili, enda sinntu allir fjórir landsréttardómararnir sem valdir voru í trássi við stjórnsýslulög varadómarastörfum í Hæstarétti og dæmdu með hæstaréttardómurum sem voru á sama tíma með mál á sínu borði sem hefði getað sett dómarastörf og framtíðarhorfur umræddra landsréttardómara í uppnám. 

Eins og fram kom í síðustu viku hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið kæru vegna Landsréttarmálsins til skoðunar og krafist skýringa og upplýsinga frá íslenska ríkinu. Um er að ræða óvenju skjóta málsmeðferð – raunar einsdæmi í sögu íslenskra mála fyrir réttinum – en aðeins um mánuður  er liðinn frá því að dómur Hæstaréttar var kærður til Mannréttindadómstólsins. 

Þessi skjótu viðbrögð má rekja til þeirrar alvarlegu réttaróvissu sem nú er uppi í íslensku réttarkerfi. Ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið gegn réttinum til sanngjarnrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli gæti fjöldi dómþola, fólk sem hefur verið dæmt af þeim fjórum dómurum sem skipaðir voru í Landsrétt án þess að reglum stjórnsýsluréttar væri fylgt, farið fram á endurupptöku og miskabætur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
1
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár