Ungur Sjálf­stæðis­maður gerður að stjórnar­for­manni opin­bers fyrir­tækis

Ísak Ern­ir Krist­ins­son var skip­að­ur í stjórn Kadeco í síð­ustu viku af Bjarna Bene­dikts­syni. Fé­lag­ið Kadeco er þró­un­ar­fé­lag sem fer með þær fast­eign­ir sem áð­ur voru í um­sjá Banda­ríkja­hers.

Ungur Sjálf­stæðis­maður gerður að stjórnar­for­manni opin­bers fyrir­tækis
Ísak Ernir Kristinsson Ísak starfar sem flugþjónn og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.

Nýr stjórnarformaður Kadeco er hinn 24 ára gamli Ísak Ernir Kristinsson en hann var skipaður í stjórnina í síðustu viku. Ísak, sem hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri, var skipaður í stjórnina af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.

Hann tekur við formennsku stjórnar af Georgi Brynjarsyni hagfræðingi. Sjálfur er Ísak flugþjónn hjá Wow air ásamt því sem hann stundar nám við viðskiptafræði í HR. Laun stjórnarformanns eru 270 þúsund krónur á mánuði.

Þá hefur Ísak gegnt stöðu formanns Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, setið í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna ásamt því að hafa gegnt formennsku í Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur. Þar að auki var hann varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ á síðasta kjörtímabili.

Félagið Kadeco er þróunarfélag sem fer með þær fasteignir sem áður voru í umsjá Bandaríkjahers. Samkvæmt sérstökum þjónustusamningi sér félagið um þróun og útleigu þess lands sem áður tilheyrði hernum. Í tilkynningu félagsins um aðalfund þess kom fram að félagið hefði selt nánast allar fasteignir sem það hafði í umsýslu sinni. Hins vegar væru ekki upp áform um að hætta starfsemi þess.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár