Yfirtaka Kviku á sjóðsstýringarfyrirtækinu GAMMA átti sér meðal annars stað sökum erfiðleika sem komið hafa upp í rekstri fagfjárfestasjóðsins GAMMA: EQ1. Sjóðurinn lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins (FME). Greint var frá kaupum Kviku á GAMMA í vikunni.
GAMMA stýrir sjóðnum, sem var um 2,3 milljarðar króna að stærð í árslok 2016. Afar takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um starfsemi sjóðsins en hann fjárfestir í óskráðum hlutabréfum. Eitt af vandamálunum fyrir þá utanaðkomandi aðila sem vilja kynna sér starfsemi GAMMA er að ómögulegt er að sjá í hverju sjóðirnir sem GAMMA rekur hafa fjárfest.
Erfið lausafjárstaða
Það sem gerðist í aðdraganda Kvikuyfirtökunnar er að einhverjir af fjárfestunum í GAMMA: EQ1 munu hafa ætlað að losa eignir sínar úr sjóðnum en að það hafi ekki verið hægt vegna lausafjárskorts í sjóðnum. Þegar þetta gerðist voru einhverjir af öðrum hluthöfum í EQ1 búnir að losa stöður sínar í sjóðnum.
Eins og Stundin greindi frá í vikunni …
Athugasemdir