Sjálfboðaferðamennska (e. voluntourism) hefur færst gríðarlega í aukana undanfarin ár, en aðdráttaraflið liggur í því að kynnast framandi slóðum, menningu þess og fólki, en um leið leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Þó það virðist jákvætt að fara til þróunarlands og gefa vinnu sína í nokkrar vikur eða mánuði í þágu bágstaddra hafa gagrýnisraddir á þessa gerð ferðamennsku aukist samhliða auknum vinsældum.
Hvað er sjálfboðaferðamaður?
Margir vilja aðskilja hugtökin „sjálfboðaliði” og „sjálfboðaferðamaður“, þar sem sá fyrrnefndi fari með sérfræðiþekkingu sína til svæða þar sem hennar er þörf og dvelji þar jafnvel árum saman. Sjálfboðaferðamaður sé hins vegar fyrst og fremst ferðamaður sem verji yfirleitt örfáum vikum í sjálfboðaliðastarfi, sem gjarnan er aðeins lítill partur af lengra ferðalagi. Möguleikarnir á sjálfboðastarfi eru óendanlegir – það virðast engin takmörk vera fyrir spennandi tækifærum þar sem hjálpar manns er þörf, hvort sem það er á munaðarleysingjahæli á Indlandi, leikskóla í Brasilíu, skóla í Kenía, apabúgarði í Taílandi og þar fram eftir götunum. Vesturlandabúar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem gerast sjálfboðaferðamenn og hefur það vakið
Athugasemdir