Lengi hefur verið vitað að svefn er mikilvægur mannfólki og getur ónægur svefn haft ýmis áhrif á heilsufar okkar og líðan. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að einn fasi svefns, svokallaður REM-svefn, gegni því hlutverki að halda heila spendýra heitum á meðan á svefninum stendur.
Hvað er REM-svefn?
Á meðan við sofum förum við í gegnum nokkra svefnfasa. Einn þeirra kallast REM-svefn eða draumsvefn. Þessi svefnfasi einkennist af því að á meðan á honum stendur hreyfast augun til og frá á bakvið augnlokin. Auk þess mælist mikil virkni í heilanum í þessum svefnfasa og er algengt að þeir sem vaktir eru úr REM-svefni muni drauma sína vel.
Það var lífeðlisfræðingurinn Eugene Aserinsky sem uppgötvaði REM-svefninn árið 1951. Það má með sanni segja að Aserinsky hafi tekið vinnuna með sér heim þar sem hann nýtti …
Athugasemdir