Vantrú ríkir bæði í Noregi og Bretlandi í garð björgunarþyrlna af þeirri tegund sem Landhelgisgæsla Íslands mun fá til að endurnýja flugflota sinn um næstu áramót. Þrettán manns létust þegar þyrla sömu tegundar fórst í Noregi 2016 og sextán létust þegar þyrla frá sama framleiðanda fórst við Skotlandsstrendur árið 2009. Bilun í gírkössum þyrlnanna olli slysunum.
Spaðarnir losnuðu af
Þyrlurnar sem Landhelgisgæslan fær um áramótin eru af gerðinni H225 Super Puma og eiga að leysa af hólmi tvær leiguþyrlur gæslunnar sem eru af eldri Super Puma gerð. Þyrla af sömu tegund fórst í slysi við eyna Turøy, skammt vestur af Bergen, 29. apríl 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns létu lífið. Slysið varð með þeim hætti að þyrluspaðarnir losnuðu af og var ástæðan sú að bilun kom upp í gírkassa vélarinnar.
Athugasemdir