Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sorgarsaga loforðanna um afnám verðtryggingar

Nú þeg­ar nær 10 ár eru lið­in frá hruni er verð­trygg­ing­in um­deilda enn við lýði. Sjö flokk­ar hafa set­ið í rík­is­stjórn á tíma­bil­inu, en eng­ar breyt­ing­ar hafa orð­ið á fyr­ir­komu­lag­inu. Fjöldi nefnda hef­ur þó ver­ið sett­ur á fót til að af­nema verð­trygg­ingu, sem fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra sagði „ekki flók­ið“.

Sorgarsaga loforðanna um afnám verðtryggingar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „Ríkisstjórnin mun taka markviss skref á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum,“ segir í stjórnarsáttmála. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun skipa nýjan sérfræðingahóp á næstunni til að endurskoða verðtrygginguna. Þetta verður þriðji hópurinn af þessum toga sem stjórnvöld setja á fót á þeim tæplega 10 árum sem liðin eru frá bankahruninu. Engar breytingar hafa þó orðið á fyrirkomulagi verðtryggingar.

Töluverð óánægja ríkti í samfélaginu í kjölfar hruns þegar höfuðstóll verðtryggðra lána rauk upp vegna verðbólguskots. Fjöldi húsnæðislána hækkaði umfram verðmæti fasteigna og voru kynntar ýmsar leiðir til að koma til móts við skuldsetta. Fyrir kosningar 2013 lofuðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Framsóknarflokkurinn „leiðréttingu“ verðtryggðra húsnæðislána, sem kom til framkvæmda 2014 og gekk að mestu til tekju- og eignameiri heimila. Tillaga um afnám verðtryggingar nýrra lána, sem unnin var samhliða leiðréttingunni, kom aldrei til framkvæmda. „Þetta er ekki flókið en það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvað reynt er að snúa út úr hlutunum,“ sagði Sigmundur Davíð um afnám verðtryggingar vorið 2013, fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár