Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Yfirvöld segja tafir lögreglu vera hælisleitandanum að kenna

Abbas Ali fær ekki efn­is­með­ferð á Ís­landi þótt liðn­ir séu meira en 12 mán­uð­ir síð­an hann sótti um hæli. Stjórn­völd kenna hon­um sjálf­um um lang­dregna lög­reglu­rann­sókn á meintu skjalafalsi þótt eng­in dómsnið­ur­staða um sekt hans liggi fyr­ir.

Yfirvöld segja tafir lögreglu vera hælisleitandanum að kenna
Yfirvöld á Íslandi trúa því ekki að Abbas Ali hafi verið barn þegar hann kom til Íslands í fyrra. Mynd: Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir

Abbas Ali, afganskur ríkisborgari á tvítugsaldri, verður sendur til Noregs og neitað um efnislega meðferð hér á landi þrátt fyrir að meira en ár sé liðið síðan hann sótti um hæli á Íslandi. 

Kærunefnd útlendingamála hafnaði beiðni um endurupptöku málsins þann 7. júní síðastliðinn og komst að þeirri niðurstöðu að það væri manninum sjálfum að kenna að ekki hefði tekist að flytja hann úr landi innan 12 mánaða. 

Samkvæmt 36. gr. útlendingalaga ber íslenskum stjórnvöldum að taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef liðið er ár frá því að umsóknin var lögð fram og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. 

Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála telja að með því að leggja fram fæðingarvottorð sem lögreglan álítur falsað hafi Abbas Ali sjálfur valdið töfunum. 

Gildir þá einu að rannsókn málsins hjá lögreglu hefur tekið marga mánuði, að Abbas hefur ekki verið dæmdur fyrir skjalafals og að leyfi fékkst til að flytja hann úr landi 9 dögum áður en 12 mánaða fresturinn rann út. Abbas var ekki fluttur út á því tímabili, en fram kom í sameiginlegu svari Útlendingastofnunar og stoðdeildarinnar að „starfsmenn stoðdeildar [hefðu] verið þéttbókaðir á umræddu tímabili í öðrum fyrirfram ákveðnum flutningum sem ekki hafi verið hægt að hrófla við“. 

Abbas Ali hefur þegar fengið lokasynjun í máli sínu í Noregi. Þaðan bíður hans endursending til Kabúl í Afganistan þar sem hann á enga aðstandendur, enda flúði fjölskyldan hans til Pakistans þegar hann var ungabarn. 

„Fyrir liggur að umsækjandi er Hazari sem ólst upp sem ólöglegur flóttamaður í Pakistan og hefur engin tengsl við Afganistan, hvorki heimahérað sitt né Kabúl,“ segir í andmælabréfi Sigurlaugar Soffíu Friðþjófsdóttur, lögfræðings Rauða krossins, sem sinnir réttargæslu fyrir Abbas.

Telur rökstuðning yfirvalda mótsagnakenndan

Sigurlaug bendir á að hingað til hafi hælisleitendur aðeins verið taldir bera ábyrgð á töfum í tilvikum þar sem þeir fara í felur undir rekstri máls, koma sér ítrekað undan því að mæta til viðtals hjá Útlendingastofnun eða beita blekkingum. „Ekkert slíkt á við í máli umsækjanda [Abbas Ali]. Það hversu langan tíma stjórnvöld þurfa til að undirbúa framkvæmd hefur, eðli málsins samkvæmt, ekkert með umsækjanda eða athafnir hans að gera.“ 

Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttirlögfræðingur hjá Rauða krossinum sinnir réttargæslu fyrir Abbas Ali

Hún mótmælir því að annir hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra geti talist til tafa af völdum umsækjanda og bendir á að í svörum Útlendingastofnunar gæti mótsagna. „Stofnunin veitir þær skýringar að ástæða þess að flutningur hafi ekki farið fram fyrr hafi verið vegna opinna mála hjá lögreglu og því telji stofnunin ljóst að umsækjandi hafi tafið málið í skilningi 2. málsl. 2. mgr. 36. gr. útl. Í síðara svari frá stofnuninni kemur hins vegar fram að leyfi til flutnings hafi fengist þrátt fyrir að rannsókn málsins væri enn ólokið.“ 

Sigurlaug segir mál er varðar meinta fölsun á fæðingarvottorði hafa verið til rannsóknar lögreglu í tæpa sex mánuði. „Á þessum tíma hefur umsækjandi að eigin sögn aldrei verið kallaður til skýrslutöku eða fengið tilkynningu um að hann sé grunaður um refsiverða háttsemi í tengslum við framlagningu umrædds vottorðs.“  Telur hún að með því að láta umsækjanda gjalda fyrir tafirnar sé brotið gegn reglunni um réttláta málsmeðferð sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé einkar alvarlegt í ljósi þeirra afleiðinga sem drátturinn hafi fyrir umsækjandann í þessu máli. 

„Hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að umrætt fæðingarvottorð sé í raun og veru falsað. Leikur því vafi á sekt umsækjanda í umræddu máli. Í öðru lagi verður ekki séð að umsækjandi hafi tafið rannsókn málsins á nokkurn hátt eða getað haft áhrif á rannsókn þess. Umsækjandi verður ekki látinn gjalda þess að rannsókn lögreglu hefur dregist. Í þriðja lagi liggur fyrir að stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafði níu daga til þess að flytja umsækjanda úr landi eftir að leyfi um flutning var veitt. Undirrituð telur í ljósi þessa og þess að íþyngjandi heimildir beri að skýra þröngt að óheimilt sé að synja umsækjanda um endurupptöku og efnismeðferð á þeim grundvelli að hann hafi sjálfur borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu umsóknar sinnar.“

Kærunefndin segir Abbas hafa „sett
af stað atburðarás“ sem olli töfum

Í úrskurði kærunefndar útlendingamála, þar sem beiðni um endurupptöku er hafnað, fjallar kærunefnd útlendingamála með mjög takmörkuðum hætti um þær röksemdir sem hér voru raktar. Kærunefndin kennir Abbas Ali sjálfum um þann drátt sem varð á brottflutningi hans. 

Sagðist ekki vera orðinn 18 áraAbbas sagðist vera 17 ára og 5 mánaða þegar hann kom til Íslands en yfirvöld trúa honum ekki.

„Með því að leggja fram skjal í tengslum við kærumál sitt sem reyndist breytifalsað setti kærandi af stað atburðarás sem meðal annars fól í sér tiltekin viðbrögð stjórnvalda innan refsivörslukerfisins. Afleiðingar þeirrar atburðarásar voru tafir á flutningi kæranda til viðtökuríkis. Með því að hrinda af stað þessari atburðarás ber kærandi ábyrgð á þeim töfum sem af henni leiddu, enda hefur ekki verið sýnt fram á að viðbrögð stjórnvalda við framlagningu skjalsins, greining stjórnvalda á skjalinu og rannsókn málsins hafi verið óforsvaranleg í ljósi aðstæðna og athafna kæranda,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar um beiðni Abbas Ali um endurupptöku.

„Nefndin telur það ótæka túlkun á 2. málsl. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga að kærandi geti, vegna framlagningar breytifalsaðs skjals á meðan mál hans var til afgreiðslu hjá kærunefnd og þeirra tafa sem það leiddi til, öðlast betri rétt en hann hefði notið ef hið breytifalsaða skjal hefði ekki verið lagt fram. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að óeðlilegar tafir hafi orðið á flutningi kæranda til viðtökuríkis eftir að ljóst var að flytja mátti kæranda til viðtökuríkis. Það er mat kærunefndar í ljósi alls ofangreinds að tafir sem urðu á framkvæmd úrskurðar kærunefndar í máli kæranda séu á ábyrgð kæranda sjálfs. Af því leiðir að skilyrði 2. málsl. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga fyrir því að umsókn kæranda verði tekin til efnismeðferðar eru ekki uppfyllt.“ 

Ekki hægt að slá því föstu að vottorðið sé falsað

Fram kom í fréttatilkynningu frá hópnum Ekki fleiri brottvísanir á dögunum að Abbas Ali hefði tekist með erfiðismunum og aðstoð fjölskyldu sinnar að fá fæðingarvottorð sent frá Afganistan. Í tilkynningunni segir meðal annars:

Þegar það barst til Íslands neitaði Útlendingastofnun að taka það trúanlegt, framkvæmdi á honum tanngreiningu, og sagði hann vera nítján ára gamlan, fæðingarvottorðið hlyti að vera falsað. „Ég bað þau þá um að gefa mér það aftur,“ segir Abbas. „Kannski er það fals fyrir þeim, en það er ekki fals fyrir mér. Ég þarf það ef þau ætla að senda mig til baka. En þau hafa neitað að gefa mér það. 

„Kannski er það fals fyrir þeim,
en það er ekki fals fyrir mér“

Talsmaður Abbasar hjá Rauða krossinum hefur bent á að ekki hafi verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að umrætt fæðingarvottorð sé falsað. Því leiki vafi á sekt umsækjandans, en engu að síður sé honum sjálfum kennt um að lögregla hafi tekið sér marga mánuði í að rannsaka gildi skjalsins. 

Abbas Ali var tanngreindur af tannlæknadeild Háskóla Íslands sem komst að þeirri niðurstöðu að hann væri eldri en 18 ára. Uppgefinn aldur, 17 ár og fimm mánuðir, gæti ekki staðist.

Eins og Stundin hefur áður fjallað um hafa tanngreiningar verið gagnrýndar harðlega, meðal annars af samtökum breskra tannlækna sem telja þær ómannúðlegar og mjög ónákvæmar. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár