Leigufélagið Heimavellir hefur auglýst 14 nýbyggðar íbúðir til útleigu við Jaðarleiti 8 á svokölluðum RÚV reit. Ódýrasta íbúðin er 57 fermetrar og kostar 245 þúsund krónur á mánuði í útleigu. Sú dýrasta er tæpir 103 fermetrar og kostar 390 þúsund krónur á mánuði. Félagið hagnaðist um 99 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi.
Samkvæmt auglýsingu Heimavalla er leigusamningurinn tímabundinn til eins árs, en leigan tekur breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs og er án rafmagns. Farið er fram á tryggingu sem nemur þriggja mánaða húsaleigu, eða 1.170.000 kr. fyrir dýrustu íbúðina. Skila þarf inn lánshæfismati frá Creditinfo ásamt sakavottorði með umsókn, annars er hún ekki tekin gild.
Framkvæmdir á RÚV reit hófust í nóvember 2016 og voru tvær nýjar götur, Lágaleiti og Jaðarleiti lagðar nálægt húsakynnum Ríkisútvarpsins. Á reitnum er alls gert ráð fyrir 360 íbúðum, auk 800 fermetra af verslunar- og þjónustuhúsnæði. Framkvæmdaaðili á reitnum er byggingarfélagið Skuggi, sem einnig hefur komið …
Athugasemdir