,,Hvernig er svo að vera gömul mamma?“ Þessa spurningu fékk ég í veislu hjá vinafólki mínu fyrir ekki svo löngu. Gömul mamma? Ég? Mig rak í rogastans og vissi ekki alveg hverju ég átti að svara. Eftir nokkurt hik svaraði ég: ,,Tjaa, ég er nú svo ung í anda,“ og hló svo hátt og innilega. Seinna um kvöldið lá ég svo andvaka uppi í rúmi. Gömul mamma, þessi setning bergmálaði í höfðinu á mér og hugsanirnar streymdu um á ljóshraða. Ég fór að hugsa um hversu gömul ég yrði þegar ég myndi ferma, hvort stelpurnar mínar myndu skammast sín fyrir mig þegar ég næði í þær í skólann, myndi ég ná að hitta barnabörnin mín? Ég rauk fram úr, vakti kærasta minn svo honum dauðbrá og reif hann fram til að ræða málin. Með stírur í augum gapti hann á mig skelfingu lostinn, hann vissi ekki af hverju ég var svona móð og taugaveikluð. Ég settist rólega í sófann og sagði honum að setjast. Hálfskælandi kjökraði ég því út úr mér: ,,Þegar stelpurnar okkar verða fertugar, þá verð ég áttræð, ég verð 80 ára! Hann vissi ekki alveg hvernig hann ætti að bregðast við en var þó hinn allra rólegasti, enda 8 árum yngri en ég. „Ekki vera að pæla í þessu núna, það hugsar enginn svona,“ sagði hann og bað um að fá að halda áfram að sofa. Af hverju gat ég ekki bara eignast börn þegar vinkonurnar komu með sín? Þær eru búnar að ferma núna. Dagarnir liðu og ég róaðist örlítið. Ég gæti kannski heyrt í Kára Stefánssyni og fengið hjá honum HGH-hormón sem á að hægja á öldrunarferlinu, best væri að taka út allan sykur og kaupa glútenlaust pasta. Kannski verður komin einhver pilla sem gefur mér auka tíu ár. Eitthvað yrði ég að gera. Það var ekki fyrr en ég hitti afa minn sem er 78 ára sem ég náði að breyta neikvæðum hugsunum mínum yfir í jákvæðar. Afi sagði mér að hann hefði sjaldan verið hressari. Hann er á leið í siglingu um Miðjarðarhafið þar sem hann ætlar að heimsækja Napólí, skoða Sagrada Familía í Barcelona, spóka sig um á Santorini og drekkja í sig söguna í Aþenu. Afi sagði nefnilega það sem ég þurfti að heyra: „Aldur er bara tala og það er hvernig þú lifir lífinu sem skiptir máli, ekki í framtíðinni eða fortíðinni, lífið er núna.“ Ég er staðráðin í því að njóta hvers augnabliks og reyna eftir fremsta megni að verða eldhress 80 ára gömul mamma.
Hvernig er að eignast börn um fertugt?
Mest lesið

1
„Húsin eru ekki tveggja hæða“
Hús við Skaftafell sem áttu að vera ein hæð, samkvæmt skilmálum deiliskipulags, máttu síðar verða tvær hæðir. Bæjarstjóri segir að „ekki var um að ræða hækkun húsa um heila hæð“.

2
Jón Trausti Reynisson
Komandi hrun siðmenningar
Snorri Másson sagði „hrun vestrænnar siðmenningar vofa yfir“. Margt bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér.

3
Ungur maður látinn eftir bílslys við Mosfellsbæ
Bíll fór yfir á rangan vegarhelming á Vesturlandsvegi.

4
Hver er Sergio og hvað er hann að selja?
„Lesgoo lesgoo“ kallar Sergio Herrero Medina, ungur íslenskur karlmaður, á áheyrendur sína. Hann segist geta kennt hverjum sem er að græða hundruð þúsunda króna á mánuði með gervigreind. Sala og markaðssetning hans á námskeiðum bera flest merki vel þekktra samfélagsmiðlasvika, sem breiðast út um heiminn eins og eldur í sinu.

5
Sakar Össur um „mannfyrirlitningu“
Formaður Vinstri grænna segir að nýleg ummæli Össurs Skarphéðinssonar um flokkinn séu „skepnuskapur í eigin þágu“. Með þeim reyni hann að beina athyglinni frá vandræðum ríkisstjórnarinnar.

6
Segir Stefán geta bjargað Vinstri grænum
Össur Skarphéðinsson veitir utanþings vinstri flokki ráðgjöf.
Mest lesið í vikunni

1
Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
Kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands sagði sig úr skólaráði Borgarholtsskóla þegar Ársæll Guðmundsson var skipaður skólameistari. Sagði hann engan í ráðinu hafa talið hann hæfastan umsækjenda og fullyrti að ráðningin væri pólitísk. Ársæll segist rekja það beint til Ingu Sæland að hafa ekki fengið áframhaldandi ráðningu.

2
„Húsin eru ekki tveggja hæða“
Hús við Skaftafell sem áttu að vera ein hæð, samkvæmt skilmálum deiliskipulags, máttu síðar verða tvær hæðir. Bæjarstjóri segir að „ekki var um að ræða hækkun húsa um heila hæð“.

3
Uppgjör að handan: „Mér fannst ég vera ærulaus, non grata, slaufað“
Æviminningar Karls Sigurbjörnssonar voru gefnar út á vikunum og má þar finna einstakt uppgjör við róstursama tíma þjóðkirkjunnar. Hér verður fjallað um kynferðisofbeldið sem upp kom og Karl tekst á við í minningum sínum.

4
Uppgjör að handan: „Ég fann að Davíð hafði horn í síðu minni“
Karl Sigurbjörnsson biskup, lýsir andúð og kulda frá fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Sérstaklega í tengslum við gagnrýni kirkjunnar á kjör fátækra, en ekki síst vegna eldfimrar smásögu sem varð að fréttamáli.

5
Jón Trausti Reynisson
Komandi hrun siðmenningar
Snorri Másson sagði „hrun vestrænnar siðmenningar vofa yfir“. Margt bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér.

6
Líkir Flugrútunni við gripaflutninga í þriðja heiminum
Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður líkti þjónustu Flugrútunnar við gripaflutninga í þriðja heiminum eftir ferðalag með henni í haust. „Þetta er ekki neytendavænt, þetta er bara gróðavænt,“ segir Björn Teitsson borgarfræðingur.
Mest lesið í mánuðinum

1
Krafðist grafarþagnar á heimilinu
Réttarhöldum yfir Margréti Löf er lokið, en þar kom meðal annars fram að fjölskyldan tjáði sig að miklu leyti með bréfaskriftum út af meintri hljóðóbeit Margrétar, sem beindist að foreldrum hennar.

2
Þorleifur Kamban látinn: „Einstaklega fjölhæfur og skapandi“
Þorleifur Kamban lést langt fyrir aldur fram en afrekaði margt. Hann var listamaður og grafískur hönnuður auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir heimildarþáttaröð um barnsfæðingar.

3
Sif Sigmarsdóttir
Það sem enginn segir á dánarbeði
Ef dagurinn í dag væri síðasti dagur ævi þinnar, hver væri mesta eftirsjáin?

4
Þingmaður Sjálfstæðisflokks hnakkreifst við hóp kennara
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi skólastjóri, hvatti kennara til að hrista af sér hlekkina og hafna „elítunni“ í spjallhópi á Facebook. „Ertu móðguð, gæti ekki verið meira sama,“ svaraði hann þegar kennari sagði hann tala niður til kennarastéttarinnar.

5
Sex leiðir til að þvætta peninga
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur birt lista yfir leiðir sem farnar eru við peningaþvætti á Íslandi. Lögreglan telur nýlegan dóm staðfesta að peningaþvættisþjónusta sé seld af sérfræðingum hér á landi.

6
Tómas Þór Þórðarson
Baráttan við sjálfið
Tómas Þór Þórðarson sigraði óttann við almenningsálitið.




























Athugasemdir