,,Hvernig er svo að vera gömul mamma?“ Þessa spurningu fékk ég í veislu hjá vinafólki mínu fyrir ekki svo löngu. Gömul mamma? Ég? Mig rak í rogastans og vissi ekki alveg hverju ég átti að svara. Eftir nokkurt hik svaraði ég: ,,Tjaa, ég er nú svo ung í anda,“ og hló svo hátt og innilega. Seinna um kvöldið lá ég svo andvaka uppi í rúmi. Gömul mamma, þessi setning bergmálaði í höfðinu á mér og hugsanirnar streymdu um á ljóshraða. Ég fór að hugsa um hversu gömul ég yrði þegar ég myndi ferma, hvort stelpurnar mínar myndu skammast sín fyrir mig þegar ég næði í þær í skólann, myndi ég ná að hitta barnabörnin mín? Ég rauk fram úr, vakti kærasta minn svo honum dauðbrá og reif hann fram til að ræða málin. Með stírur í augum gapti hann á mig skelfingu lostinn, hann vissi ekki af hverju ég var svona móð og taugaveikluð. Ég settist rólega í sófann og sagði honum að setjast. Hálfskælandi kjökraði ég því út úr mér: ,,Þegar stelpurnar okkar verða fertugar, þá verð ég áttræð, ég verð 80 ára! Hann vissi ekki alveg hvernig hann ætti að bregðast við en var þó hinn allra rólegasti, enda 8 árum yngri en ég. „Ekki vera að pæla í þessu núna, það hugsar enginn svona,“ sagði hann og bað um að fá að halda áfram að sofa. Af hverju gat ég ekki bara eignast börn þegar vinkonurnar komu með sín? Þær eru búnar að ferma núna. Dagarnir liðu og ég róaðist örlítið. Ég gæti kannski heyrt í Kára Stefánssyni og fengið hjá honum HGH-hormón sem á að hægja á öldrunarferlinu, best væri að taka út allan sykur og kaupa glútenlaust pasta. Kannski verður komin einhver pilla sem gefur mér auka tíu ár. Eitthvað yrði ég að gera. Það var ekki fyrr en ég hitti afa minn sem er 78 ára sem ég náði að breyta neikvæðum hugsunum mínum yfir í jákvæðar. Afi sagði mér að hann hefði sjaldan verið hressari. Hann er á leið í siglingu um Miðjarðarhafið þar sem hann ætlar að heimsækja Napólí, skoða Sagrada Familía í Barcelona, spóka sig um á Santorini og drekkja í sig söguna í Aþenu. Afi sagði nefnilega það sem ég þurfti að heyra: „Aldur er bara tala og það er hvernig þú lifir lífinu sem skiptir máli, ekki í framtíðinni eða fortíðinni, lífið er núna.“ Ég er staðráðin í því að njóta hvers augnabliks og reyna eftir fremsta megni að verða eldhress 80 ára gömul mamma.

Hvernig er að eignast börn um fertugt?

Mest lesið

1
Þrjár konur kvartað undan áreitni starfsmanns RÚV
Stjórnendum hjá Ríkisútvarpinu hafa borist kvartanir frá þremur konum vegna áreitni af hálfu karlkyns starfsmanns fjölmiðilsins. Maðurinn er í leyfi frá störfum. Fyrstu kvartanirnar bárust í ágúst.

2
Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
Í bókinni Mamma og ég, segir Kolbeinn Þorsteinsson frá sambandi sínu við móður sína, Ástu Sigurðardóttur rithöfund. Á uppvaxtarárunum þvældist Kolbeinn á milli heimila, með eða án móður sinnar, sem glímdi við illskiljanleg veikindi fyrir lítið barn. Níu ára gamall sat hann jarðarför móður sinnar og áttaði sig á því að draumurinn yrði aldrei að veruleika – draumurinn um að fara aftur heim.

3
Sif Sigmarsdóttir
Hver hefðir þú verið í Þriðja ríki Hitlers?
Sif Sigmarsdóttir spyr hvort góðvild sé enn sjálfgefin dyggð.

4
Uppsögn bandarísks aðmíráls vekur spurningar
Aðmíráll Bandaríkjahers yfir Suður-Ameríku, sem sér um árásir á grunaða smyglara, hefur tilkynnt um brotthvarf sitt.

5
Sýn á niðurleið: Færri vilja áskrift og tekjumódelið endurskoðað
Fjárfestar bregðast við afkomuviðvörun sem Sýn sendi frá sér í gærkvöldi. Gengi lækkaði um meira en tuttugu prósent við opnun markaða. Mun verr gengur að selja sjónvarpsáskriftir en áætlanir gerðu ráð fyrir.

6
Trump hótaði Selenskí að Pútín „myndi eyða“ Úkraínu
Bandaríkjaforseti talaði máli Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á eldfimum fundi með forseta Úkraínu.
Mest lesið í vikunni

1
Þrjár konur kvartað undan áreitni starfsmanns RÚV
Stjórnendum hjá Ríkisútvarpinu hafa borist kvartanir frá þremur konum vegna áreitni af hálfu karlkyns starfsmanns fjölmiðilsins. Maðurinn er í leyfi frá störfum. Fyrstu kvartanirnar bárust í ágúst.

2
Bað ráðherra að taka afstöðu til ummæla Gísla Marteins
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hóf umræðu á Alþingi um „niðurskurðarhugmynd“ vegna ummæla Gísla Marteins Baldurssonar, þáttarstjórnanda hjá RÚV, og bað ráðherra að taka afstöðu til þeirra.

3
Hamas fer hamförum á frelsuðu svæðunum
Átta menn teknir af lífi á götum Gaza á meðan Hamas-samtökin taka aftur völd á svæðinu eftir vopnahlé.

4
Dóttir Sigríðar send af Mogganum á landsþing
Brynhildur Glúmsdóttir, dóttir Sigríðar Á. Andersen, sótti landsþing Miðflokksins sem blaðamaður Morgunblaðsins. Hún tók meðal annars viðtöl við samstarfsfólk móður sinnar í þingflokknum.

5
Heimsótti Ísland og flutti hingað tveimur vikum síðar
Dana Polishchuk kom í heimsókn til Íslands síðasta sumar og tók í kjölfarið skyndiákvörðun um að kveðja stríðshrjáða Úkraínu og setjast að í Reykjavík. Hún nýtur þess að hér sé rólegt og finnst ekki eins erfitt að læra íslensku eins og oft er talað um.

6
Hver er sannleikurinn um innflytjendur og flóttamenn?
„Öflugt velferðarkerfi og opin eða lek landamæri eru ósamrýmanleg,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á landsfundi sem fram fór um helgina. Innflytjendum hefur fjölgað ört en umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur fækkað verulega síðan 2022.
Mest lesið í mánuðinum

1
Þrjár konur kvartað undan áreitni starfsmanns RÚV
Stjórnendum hjá Ríkisútvarpinu hafa borist kvartanir frá þremur konum vegna áreitni af hálfu karlkyns starfsmanns fjölmiðilsins. Maðurinn er í leyfi frá störfum. Fyrstu kvartanirnar bárust í ágúst.

2
Laugardagskvöld með Vítisenglum
Heimildin fékk að fara í gleðskap alræmdustu vélhjólasamtaka landsins, Hells Angels. Lögreglan hefur verið með gríðarlegan viðbúnað vegna veisluhaldanna.

3
Bað ráðherra að taka afstöðu til ummæla Gísla Marteins
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hóf umræðu á Alþingi um „niðurskurðarhugmynd“ vegna ummæla Gísla Marteins Baldurssonar, þáttarstjórnanda hjá RÚV, og bað ráðherra að taka afstöðu til þeirra.

4
Endurkoma Jóns Ásgeirs
Jón Ásgeir Jóhannesson er aftur orðinn stór á matvörumarkaði, fasteignamarkaði, í fjölmiðlum, ferðaþjónustu, tryggingum, áfengissölu, bensínsölu, lyfjum og stefnir á vöxt erlendis. Veldi hans og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, minnir á uppbygginguna fyrir bankahrun þegar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðlum en hlaut enga dóma í málaferlum sem fylgdu honum í meira en áratug.

5
Viðsnúningur í fjölskyldufyrirtæki Guðrúnar
Kjörís, ísgerð í eigu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins, og systkina hennar, skilaði tæplega ellefu milljóna króna hagnaði árið 2024 eftir 41,5 milljóna tap árið áður. Viðsnúningnum er þakkað hagræðingu og nýjum vélbúnaði. Systurfélag hagnaðist um 7 milljónir.

6
„Það var enga vernd að fá“
„Við sitjum eftir í sorg, horfum yfir sögu sonar okkar og klórum okkur í höfðinu. Eftir stendur spurningin: Hvað gerðist?“ segir Hjörleifur Björnsson, en sonur hans, Hávarður Máni Hjörleifsson, svipti sig lífi þann 2. september, aðeins tvítugur. Feðgarnir voru báðir áhugamenn um tónlist, greindir með ADHD og glímdu ungir við fíkn, en eitt greindi þá að. Hávarður var brotinn niður af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Athugasemdir