,,Hvernig er svo að vera gömul mamma?“ Þessa spurningu fékk ég í veislu hjá vinafólki mínu fyrir ekki svo löngu. Gömul mamma? Ég? Mig rak í rogastans og vissi ekki alveg hverju ég átti að svara. Eftir nokkurt hik svaraði ég: ,,Tjaa, ég er nú svo ung í anda,“ og hló svo hátt og innilega. Seinna um kvöldið lá ég svo andvaka uppi í rúmi. Gömul mamma, þessi setning bergmálaði í höfðinu á mér og hugsanirnar streymdu um á ljóshraða. Ég fór að hugsa um hversu gömul ég yrði þegar ég myndi ferma, hvort stelpurnar mínar myndu skammast sín fyrir mig þegar ég næði í þær í skólann, myndi ég ná að hitta barnabörnin mín? Ég rauk fram úr, vakti kærasta minn svo honum dauðbrá og reif hann fram til að ræða málin. Með stírur í augum gapti hann á mig skelfingu lostinn, hann vissi ekki af hverju ég var svona móð og taugaveikluð. Ég settist rólega í sófann og sagði honum að setjast. Hálfskælandi kjökraði ég því út úr mér: ,,Þegar stelpurnar okkar verða fertugar, þá verð ég áttræð, ég verð 80 ára! Hann vissi ekki alveg hvernig hann ætti að bregðast við en var þó hinn allra rólegasti, enda 8 árum yngri en ég. „Ekki vera að pæla í þessu núna, það hugsar enginn svona,“ sagði hann og bað um að fá að halda áfram að sofa. Af hverju gat ég ekki bara eignast börn þegar vinkonurnar komu með sín? Þær eru búnar að ferma núna. Dagarnir liðu og ég róaðist örlítið. Ég gæti kannski heyrt í Kára Stefánssyni og fengið hjá honum HGH-hormón sem á að hægja á öldrunarferlinu, best væri að taka út allan sykur og kaupa glútenlaust pasta. Kannski verður komin einhver pilla sem gefur mér auka tíu ár. Eitthvað yrði ég að gera. Það var ekki fyrr en ég hitti afa minn sem er 78 ára sem ég náði að breyta neikvæðum hugsunum mínum yfir í jákvæðar. Afi sagði mér að hann hefði sjaldan verið hressari. Hann er á leið í siglingu um Miðjarðarhafið þar sem hann ætlar að heimsækja Napólí, skoða Sagrada Familía í Barcelona, spóka sig um á Santorini og drekkja í sig söguna í Aþenu. Afi sagði nefnilega það sem ég þurfti að heyra: „Aldur er bara tala og það er hvernig þú lifir lífinu sem skiptir máli, ekki í framtíðinni eða fortíðinni, lífið er núna.“ Ég er staðráðin í því að njóta hvers augnabliks og reyna eftir fremsta megni að verða eldhress 80 ára gömul mamma.

Hvernig er að eignast börn um fertugt?

Mest lesið

1
Sif Sigmarsdóttir
Sendillinn sem hvarf
Er „verðmætasta“ starfsfólkið raunverulega verðmætasta starfsfólkið?

2
Ræðumaður Íslands þvert á flokka vill steypa ríkisstjórninni af stóli
Margrét Friðriksdóttir sem var meðal ræðumanna á fundum Íslands þvert á flokka gegn hælisleitendum leggur til að næsti útifundur hópsins snúi að því að ríkisstjórnin víki, enda hafi komið fordæmi í Búsáhaldabyltingunni 2009.

3
Endurkoma hinnar hefðbundu húsmóður
Þær eru sagðar birtingarmynd hinnar fullkomnu konu og milljónir fylgja þeim á samfélagsmiðlum, þar sem þær koma fram í kjólum á meðan þær elda mat frá grunni, sinna börnum og heimilishaldi. Undir niðri liggja þó önnur og skaðlegri skilaboð.

4
Áslaug Arna komin aftur á þingfararkaup
Við þingslit í gær fór Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, aftur á laun þrátt fyrir að vera erlendis í námsleyfi. Hún fær um 3,1 milljón króna þar til varaþingmaður tekur við í haust.

5
Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
„Ég er nú meira fíflið, hvað er ég eiginlega að gera hér?“ hugsaði sir Robin Knox Johnston með sér þegar hann var að sigla undan ströndum Ástralíu og heyrði tónlistina óma frá landi. Sú hugsun varði ekki lengi og hann hefði aldrei viljað sleppa þeirri reynslu að sigla einn umhverfis jörðina. Nú hvetur hann aðra til að láta drauma sína rætast, áður en það verður of seint.

6
Borgin furðar sig á gagnrýni á trjáfellingar í Öskjuhlíð
Samgöngustofa telur áætlun borgarinnar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis ekki standast kröfur. Meirihlutinn í borginni og fyrrverandi borgarstjóri furða sig á viðbrögðunum.
Mest lesið í vikunni

1
Sif Sigmarsdóttir
Sendillinn sem hvarf
Er „verðmætasta“ starfsfólkið raunverulega verðmætasta starfsfólkið?

2
Babb í bátinn: Hagnaður fluttur frá veiðum í vinnslu
Síðustu ár hefur 49 milljarða króna hagnaður flust frá fiskveiðum, sem bera veiðigjald, yfir til fiskvinnslunnar.

3
Ræðumaður Íslands þvert á flokka vill steypa ríkisstjórninni af stóli
Margrét Friðriksdóttir sem var meðal ræðumanna á fundum Íslands þvert á flokka gegn hælisleitendum leggur til að næsti útifundur hópsins snúi að því að ríkisstjórnin víki, enda hafi komið fordæmi í Búsáhaldabyltingunni 2009.

4
Endurkoma hinnar hefðbundu húsmóður
Þær eru sagðar birtingarmynd hinnar fullkomnu konu og milljónir fylgja þeim á samfélagsmiðlum, þar sem þær koma fram í kjólum á meðan þær elda mat frá grunni, sinna börnum og heimilishaldi. Undir niðri liggja þó önnur og skaðlegri skilaboð.

5
Vildu að ríkisstjórnin legði fram frumvarp minnihlutans í sínu nafni
Kristrún Frostadóttir segir minnihlutann hafa afhent ríkisstjórninni lokað umslag með nýju frumvarpi um veiðigjöld og krafðist þess að hún legði það fram í eigin nafni og samþykkti, ef samningar ættu að nást.

6
Indriði Þorláksson
Átökin um auðlindirnar
Átökin á Alþingi eru um það hvort eigi að ráða almannaréttur og þjóðareign á fiskveiðiauðlindinni eða völd þeirra sérhagsmunaaðila sem fengu tímabundið leyfi til að nýta hana.
Mest lesið í mánuðinum

1
Ósammála um hvernig bregðast eigi við mótmælum gegn innflytjendum
Álitsgjafa á vinstri væng stjórnmálanna greinir á um hvort nálgast eigi meinta rasista með skilningi, háði, ofbeldi eða þögninni. „Ég hef nú svo sem reynt eitt og annað en veit ekkert hvort það virkar,“ segir háskólakennari um samtöl sín við fólk andvígt innflytjendum.

2
Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

3
Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

4
Brutu gegn siðareglum í máli Ásthildar Lóu
RÚV og Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn Ásthildi Lóu Þórsdóttur ráðherra í umfjöllun um son hennar og samskipti við barnsföður. Siðanefnd Blaðamannafélagsins vísaði hins vegar frá öllum kröfum ráðherra nema einni.

5
Saga Írans 3: Þegar konungur Írans var messías Gyðinga
Hér segir frá upphafi stjórnartíðar Kýrusar mikla Persakonungs sem setti á stofn þriðja og mesta stórveldið í Íran, og var einhver merkasti, mildasti og skynsamasti stjórnarherra fornaldar.

6
Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Þrátt fyrir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fá greitt þingfararkaup þegar Alþingi er slitið og fram til 9. september ef varaþingmaður hennar tekur þá við eins og stendur til.
Athugasemdir