Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætlar að flytja til Ísafjarðar þótt hann hafi aldrei komið þangað

Máni Snær Örv­ar ætl­ar að flytja úr bæn­um og klára stúd­ent­inn á Ísa­firði.

Ætlar að flytja til Ísafjarðar þótt hann hafi aldrei komið þangað
Máni Snær Flytur vestur á firði til að ljúka námi.

Ég var upprunalega í Tækniskólanum á tölvubraut og fékk smá ógeð á því að vera í námi. Svo var ég á myndlistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en átti erfitt með námið þar. Ég er að fara að klára stúdentinn í haust, ég er að fara til Ísafjarðar og taka hann þar. Það er planið. Ég valdi nýsköpunarbraut eða opna braut, ég á eftir að ákveða hvað ég vil gera en ákvað bara að vera búinn með stúdentsprófið þannig að ég geti gert eitthvað við það. Ég er spenntur, frænka mín býr þar og það var hún sem fékk mig til að fara þangað. Hún vinnur þarna í menntaskólanum. Ég hef samt aldrei farið til Ísafjarðar, bara keyrt þarna í gegn. Ég verð minnst eitt og hálft ár á Ísafirði og mögulega lengur ef mér líkar við að búa þar.  Ég vinn núna í Tiger og mér líkar það ágætlega, það er fínt og líka stutt frá þar sem ég á heima. Annars er fólkið sem vinnur með mér það skemmtilegasta við starfið, það er auðvelt að spjalla við það. Ég verð örugglega í sambandi við þá sem ég þekki í bænum, en ég held ég muni sakna mest 24 tíma búða því ég enda oft á því ég er oft vakandi seint á kvöldin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár