Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætlar að flytja til Ísafjarðar þótt hann hafi aldrei komið þangað

Máni Snær Örv­ar ætl­ar að flytja úr bæn­um og klára stúd­ent­inn á Ísa­firði.

Ætlar að flytja til Ísafjarðar þótt hann hafi aldrei komið þangað
Máni Snær Flytur vestur á firði til að ljúka námi.

Ég var upprunalega í Tækniskólanum á tölvubraut og fékk smá ógeð á því að vera í námi. Svo var ég á myndlistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en átti erfitt með námið þar. Ég er að fara að klára stúdentinn í haust, ég er að fara til Ísafjarðar og taka hann þar. Það er planið. Ég valdi nýsköpunarbraut eða opna braut, ég á eftir að ákveða hvað ég vil gera en ákvað bara að vera búinn með stúdentsprófið þannig að ég geti gert eitthvað við það. Ég er spenntur, frænka mín býr þar og það var hún sem fékk mig til að fara þangað. Hún vinnur þarna í menntaskólanum. Ég hef samt aldrei farið til Ísafjarðar, bara keyrt þarna í gegn. Ég verð minnst eitt og hálft ár á Ísafirði og mögulega lengur ef mér líkar við að búa þar.  Ég vinn núna í Tiger og mér líkar það ágætlega, það er fínt og líka stutt frá þar sem ég á heima. Annars er fólkið sem vinnur með mér það skemmtilegasta við starfið, það er auðvelt að spjalla við það. Ég verð örugglega í sambandi við þá sem ég þekki í bænum, en ég held ég muni sakna mest 24 tíma búða því ég enda oft á því ég er oft vakandi seint á kvöldin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár