Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ætlar að flytja til Ísafjarðar þótt hann hafi aldrei komið þangað

Máni Snær Örv­ar ætl­ar að flytja úr bæn­um og klára stúd­ent­inn á Ísa­firði.

Ætlar að flytja til Ísafjarðar þótt hann hafi aldrei komið þangað
Máni Snær Flytur vestur á firði til að ljúka námi.

Ég var upprunalega í Tækniskólanum á tölvubraut og fékk smá ógeð á því að vera í námi. Svo var ég á myndlistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en átti erfitt með námið þar. Ég er að fara að klára stúdentinn í haust, ég er að fara til Ísafjarðar og taka hann þar. Það er planið. Ég valdi nýsköpunarbraut eða opna braut, ég á eftir að ákveða hvað ég vil gera en ákvað bara að vera búinn með stúdentsprófið þannig að ég geti gert eitthvað við það. Ég er spenntur, frænka mín býr þar og það var hún sem fékk mig til að fara þangað. Hún vinnur þarna í menntaskólanum. Ég hef samt aldrei farið til Ísafjarðar, bara keyrt þarna í gegn. Ég verð minnst eitt og hálft ár á Ísafirði og mögulega lengur ef mér líkar við að búa þar.  Ég vinn núna í Tiger og mér líkar það ágætlega, það er fínt og líka stutt frá þar sem ég á heima. Annars er fólkið sem vinnur með mér það skemmtilegasta við starfið, það er auðvelt að spjalla við það. Ég verð örugglega í sambandi við þá sem ég þekki í bænum, en ég held ég muni sakna mest 24 tíma búða því ég enda oft á því ég er oft vakandi seint á kvöldin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár