Ég var upprunalega í Tækniskólanum á tölvubraut og fékk smá ógeð á því að vera í námi. Svo var ég á myndlistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en átti erfitt með námið þar. Ég er að fara að klára stúdentinn í haust, ég er að fara til Ísafjarðar og taka hann þar. Það er planið. Ég valdi nýsköpunarbraut eða opna braut, ég á eftir að ákveða hvað ég vil gera en ákvað bara að vera búinn með stúdentsprófið þannig að ég geti gert eitthvað við það. Ég er spenntur, frænka mín býr þar og það var hún sem fékk mig til að fara þangað. Hún vinnur þarna í menntaskólanum. Ég hef samt aldrei farið til Ísafjarðar, bara keyrt þarna í gegn. Ég verð minnst eitt og hálft ár á Ísafirði og mögulega lengur ef mér líkar við að búa þar. Ég vinn núna í Tiger og mér líkar það ágætlega, það er fínt og líka stutt frá þar sem ég á heima. Annars er fólkið sem vinnur með mér það skemmtilegasta við starfið, það er auðvelt að spjalla við það. Ég verð örugglega í sambandi við þá sem ég þekki í bænum, en ég held ég muni sakna mest 24 tíma búða því ég enda oft á því ég er oft vakandi seint á kvöldin.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
Ætlar að flytja til Ísafjarðar þótt hann hafi aldrei komið þangað
Máni Snær Örvar ætlar að flytja úr bænum og klára stúdentinn á Ísafirði.

Mest lesið

1
Sif Sigmarsdóttir
Fyrir hvern framdi stjórnarandstaðan pólitískt harakírí?
Hvað knúði stjórnarandstöðuna til að ganga gegn vilja þjóðarinnar af slíku offorsi?

2
Ásgeir Daníelsson
Hagnaður veiða og vinnslu og veiðigjaldið
Fyrrverandi forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar Seðlabanka Íslands telur að erfitt sé að rökstyðja þá fullyrðingu að sjávarútvegsfyrirtæki flytji hagnað frá útgerð til fiskvinnslu í ár til að lækka veiðigjöld eftir 2-3 ár.

3
Mögulegar mútur Paramount og áhrif Trumps á CBS
Fjölmiðlafyrirtækið CBS og móðurfyrirtæki þess Paramount hafa sætt gagnrýni undanfarið eftir að tilkynnt var um að framleiðslu spjallþáttar Stephen Colbert, Late Show, yrði hætt á næsta ári. Colbert hefur verið gagnrýninn á ríkistjórn Donald Trumps. Paramount hefur verið sakað um mögulegar mútur sem hagnast Trump.

4
Bókarkafli: Morð og messufall
Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir sendu nýverið frá sér skáldsöguna Morð og messufall. Heimildin birtir kafla úr bókinni.

5
Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
Fornbókasafnarinn Eyþór Guðmundsson segir mikilvægt að vernda þann menningararf sem liggur í íslenskum fornbókum. Það gerir hann með verkefninu Old Icelandic Books sem gengur út á að vekja áhuga hjá Íslendingum og ferðamönnum á bókunum og mikilvægi þeirra. Meðal þeirra bóka og handrita sem Eyþór hefur undir höndum eru Grettis saga, Jónsbók og tvö hundruð ára tilskipun til Alþingis frá fyrrum Danakonungi.

6
Mengunarþoka frá gosinu liggur yfir landinu
Hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga.
Mest lesið í vikunni

1
Sif Sigmarsdóttir
Fyrir hvern framdi stjórnarandstaðan pólitískt harakírí?
Hvað knúði stjórnarandstöðuna til að ganga gegn vilja þjóðarinnar af slíku offorsi?

2
Endurkoma hinnar hefðbundu húsmóður
Þær eru sagðar birtingarmynd hinnar fullkomnu konu og milljónir fylgja þeim á samfélagsmiðlum, þar sem þær koma fram í kjólum á meðan þær elda mat frá grunni, sinna börnum og heimilishaldi. Undir niðri liggja þó önnur og skaðlegri skilaboð.

3
Sagði „nei“ við einu frumvarpi ríkisstjórnarinnar
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokks, hvetur til samvinnupólitíkur og sagðist ekki taka þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar um veiðigjöld. Hún hefur greitt atkvæði með mun fleiri málum ríkisstjórnarinnar en á móti.

4
Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur?“
Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna eru „líklega bitrir“ og „einhver hefur komið illa fram við þá og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína,“ skrifar Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

5
Áslaug Arna komin aftur á þingfararkaup
Við þingslit í gær fór Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, aftur á laun þrátt fyrir að vera erlendis í námsleyfi. Hún fær um 3,1 milljón króna þar til varaþingmaður tekur við í haust.

6
Borgin furðar sig á gagnrýni á trjáfellingar í Öskjuhlíð
Samgöngustofa telur áætlun borgarinnar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis ekki standast kröfur. Meirihlutinn í borginni og fyrrverandi borgarstjóri furða sig á viðbrögðunum.
Mest lesið í mánuðinum

1
Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

2
Sif Sigmarsdóttir
Sendillinn sem hvarf
Er „verðmætasta“ starfsfólkið raunverulega verðmætasta starfsfólkið?

3
Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

4
Brutu gegn siðareglum í máli Ásthildar Lóu
RÚV og Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn Ásthildi Lóu Þórsdóttur ráðherra í umfjöllun um son hennar og samskipti við barnsföður. Siðanefnd Blaðamannafélagsins vísaði hins vegar frá öllum kröfum ráðherra nema einni.

5
Saga Írans 3: Þegar konungur Írans var messías Gyðinga
Hér segir frá upphafi stjórnartíðar Kýrusar mikla Persakonungs sem setti á stofn þriðja og mesta stórveldið í Íran, og var einhver merkasti, mildasti og skynsamasti stjórnarherra fornaldar.

6
Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Þrátt fyrir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fá greitt þingfararkaup þegar Alþingi er slitið og fram til 9. september ef varaþingmaður hennar tekur þá við eins og stendur til.
Athugasemdir