Lántakendur sérstakra leiguíbúðalána Íbúðalánasjóðs hafa greitt til baka rúmlega þriðjung af þeim 932 hagstæðu leigulánum sem ríkisstofnunin hefur veitt til samtals 20 lögaðila til að festa kaup á íbúðum á Íslandi. Samtals hafa 322 lán verið greidd upp fyrir samtals rúmlega 3,3 milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum frá Íbúðalánasjóði. Lánin eru veitt til 50 ára og eru alltaf á 1. veðrétti í umræddum fasteignum.
Ríkisstofnunin neitar að veita upplýsingar um hvaða lögaðilar það eru sem hafa fengið þessi lán og rökstyður það með því að um sé að ræða viðskiptamálefni umræddra aðila: „Ljóst er að hér umræddar upplýsingar eru viðskiptamálefni viðkomandi félaga og félagasamtaka og er óheimilt að miðla slíkum upplýsingum, sbr. ofangreint, nema skylt sé að veita skv. Lögum […] Verður hér í þessum efnum einnig að hafa í huga 9. gr. upplýsingalaga, er takmarkar almennt upplýsingarétt almennings þegar um er að ræða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni …
Athugasemdir