Öryggi og kyrrð voru meðal þess sem fjórir viðmælendur Stundarinnar, sem flust höfðu til Íslands, tilgreindu sem helsta aðdráttarafl landsins. Hins vegar voru flestir sammála um að vindurinn væri það versta við Ísland.
Gott kaffi og svartur húmor
Jordan Cunningham er læknir frá Ástralíu sem vinnur á Landspítalanum. Hann kom til Íslands fyrir fjórum mánuðum. „Ég kom í tæka tíð til að upplifa febrúarveðrið! Algjör andstæða við 34 stiga hitann í Perth“. Jordan ferðaðist mikið um Ástralíu í starfi sínu en langaði þó að prufa eitthvað nýtt. Hann ákvað því að flytja hinum megin á hnöttinn til Íslands. „Margir vina minna hafa verið meðal þeirra tveggja milljón túrista sem leggja för sína til Íslands ár hvert, og orðspor Íslands sem framsækið samfélag gerði það að verkum að mig langaði að kynnast því hvernig það væri að búa hérna.“
Athugasemdir