Fjármálaeftirlitið (FME) veitir ekki upplýsingar um það hvort stofnunin hafi tekið hæfi Hauks Ingibergssonar, stjórnarformanns Íbúðalánasjóðs, til endurmats í ljósi upplýsinga um að hann eigi tvö leigufélög. Umrædd tvö leigufélög eiga samtals þrettán íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Akureyri og eru sumar þeirra leigðar út til einstaklinga og eða fjölskyldna. Stundin sagði frá viðskiptum Hauks á fasteigna- og leigumarkaði í maí.
Haukur er nokkuð virkur á íbúðamarkaði og hefur keypt flestar íbúðanna á allra síðustu árum, eftir að hann settist í stjórn Íbúðalánasjóðs árið 2013. Í byrjun ársins skipaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra Hauk sem stjórnarformann sjóðsins.
Haukur telur sig ekki vanhæfan
Haukur hefur hins vegar sagt að hann hafi ekki fengið nein lán frá Íbúðalánasjóði fyrir íbúðunum og hann hefur heldur ekki keypt íbúðir af stofnuninni sjálfri. Hann hefur sjálfur sagt að hann telji ekki að …
Athugasemdir