Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stundin fær fjölmiðlaverðlaun götunnar

Fjöl­miðla­verð­laun göt­unn­ar eru veitt fyr­ir vand­aða og mál­efna­lega um­fjöll­un um fá­tækt, og hafa ver­ið veitt tvisvar. Stund­in fékk eina af þrem­ur verð­laun­uð­um til­nefn­ing­um fyr­ir um­fjall­an­ir ár­ið 2017, og sex til­nefn­ing­ar þar að auki. Blað­ið hlaut ein verð­laun í fyrra.

Stundin fær fjölmiðlaverðlaun götunnar
Gabríel Benjamin tók við verðlaunum fyrir rannsóknargrein sína um starfsgetumatið sem átti að koma á. Mynd: Stundin

Fjölmiðlaverðlaun götunnar voru á dögunum veitt Gabríel Benjamin á Stundinni, Mikael Torfasyni á RÚV og Öldu Lóu Leifsdóttur á Fréttatímanum. Alls voru veitt þrenn verðlaun, en þrettán umfjallanir frá sex miðlum um fátækt voru tilnefndar til verðlauna. Stundin fékk flestar tilnefningar, eða sex talsins. 

Verðlaunagreinar

Útvarpsþættir Mikaels Torfasonar á RÚV, „Fátækt fólk“,  unnu til verðlauna fyrir að fjalla um stöðu ólíkra hópa fólks sem býr við fátækt eða á barmi fátæktar út frá sjónarhóli fólksins sjálfs. Þá fékk Mikael viðurkenningu fyrir að fylgja málinu vel eftir og vera virkur í opinberri umræðu um fátækt á Íslandi og vera öflugur talsmaður fyrir málstaðinn. 

Rannsóknargrein Gabríels Benjamins á Stundinni, „Hrædd við skilningsleysi og kerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar“ þótti yfirgripsmikil umfjöllun um málefni öryrkja og starfsgetumat þar sem flókið málefni er sett fram á upplýsandi og heildstæðan hátt. Dómnefndin sagði meðal annars um vinningsgrein Stundarinnar: „Mjög yfirgripsmikil rannsóknarblaðagrein um málefni öryrkja og starfsgetumat. Góðar og vel fram settar staðreyndir um tekjur, útgjöld og atvinnuþátttöku öryrkja, í bland við viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks sem þarf að búa við þetta kerfi og þekkir það af eigin raun. Einnig er rætt við fagaðila um nefndastörf og skýrslur og gerður samanburður á tölulegum upplýsingum við nágrannalönd. Að auki er rætt um algengar mýtur og viðhorf samfélagsins og hvernig þessi viðhorf endurspeglast í lagasetningum og meðhöndlun á málefnum öryrkja. Mjög vel fram sett, upplýsandi og heildstæð grein um kerfi sem mikið er talað um en fæstir þekkja af eigin raun.“

Þá fékk Alda Lóa Leifsdóttir á Fréttatímanum verðlaun annað árið í röð, fyrir greinina „Vonleysið, að vera einskis virði í ofbeldisfullu kerfi“. Í greininni voru tekin viðtöl við hóp öryrkja um starfsgetumatið eftir áhorf á myndina „I Daniel Blake“ og umræðan sett í samhengi við persónur og söguþráð myndarinnar. Um leið fékk Alda Lóa viðurkenningu fyrir frumkvæði sitt að því að skipuleggja sérstaka sýningu á myndinni í samstarfi við Bíó Paradís og Pepp.

Verðlaun fólks sem hefur búið við fátækt 

Fjölmiðlaverðlaun götunnarGabríel Benjamin á Stundinni tekur við verðlaunum.

Fjölmiðlaverðlaun götunnar voru veitt í fyrsta sinn árið 2017 og verða afhent árlega til fjölmiðlafólks sem fjallar um fátækt á Íslandi af kostgæfni og virðingu af Pepp –samtökum fólks sem fæst við fátækt og félagslega einangrun. Pepp-samtökin eru grasrótarhreyfing fólks með reynslu af fátækt og hluti af EAPN á Íslandi. Verðlaunaumfjallanir hafa því verið metnar af sérfræðingum á því sviði, fólki sem hefur búið við fátækt. Verðlaunin eru veitt að austurrískri fyrirmynd, þar sem samtökin Die Armutskonferenz hafa veitt svipuð verðlaun árlega frá árinu 2010. 

Árið 2017 voru veitt verðlaun í fjórum flokkum, en Áslaug Karen Jóhannsdóttir, fékk þá verðlaun fyrir bestu blaðagreinina að mati dómnefndar, fyrir greinina Fátæku börnin, sem birtist í Stundinni þann 21. maí 2016. Um leið fengu hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson hvort sín verðlaunin fyrir umfjallanir sem birtust í Fréttatímanum og Kristjana Guðbrandsdóttir á Fréttablaðinu átti bestu fyrirsögnina að mati dómnefndar: „Fátækt deyr þegar draumar fá líf.“

Í ár fór verðlaunaafhendingin fram þann 18. maí í húsnæði Hjálpræðishers Reykjavíkur, þar sem Stundinni var þakkað með lófataki fyrir vandaða og málefnalega umfjöllun um fátækt sem féll ekki í gryfju æsifréttamennsku. Sérstakar viðurkenningar voru veittar tilnefndum höfundum, en hér að neðan má lesa greinar Stundarinnar, raðað upp eftir útgáfudegi. Greinarnar hafa verið gerðar að frígreinum og því opnar öllum lesendum. 

1 Niðurlægingin: Hin verst settu eru skilin eftir

Bragi Páll Sigurðarson og Jón Trausti Reynisson greindu flækjustig almannatryggingakerfisins fyrir öryrkja, kerfis sem gerir það að verkum að foreldrar hafa þurft að senda börn sín út af heimilinu eða skilja við maka á efri árum til að forðast grimmar skerðingar, og settu í samhengi við kjarabætur þingmanna. 

„Þetta getur bara orðið til þess að foreldrarnir segi við barnið: „Við höfum ekki efni á því að þú sért í skóla.“ Með þessu er verið að viðhalda ákveðinni félagslegri stöðu kynslóð eftir kynslóð. Og hvað gerir barn sem ekki getur farið í skóla? Vinnur láglaunavinnu.“

Stundin, 5. janúar 2017. 

2 Hjúkrunarfræðingur getur ekki séð fyrir barni án aukavinnu

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir og Jón Trausti Reynisson fjölluðu um stöðu hjúkrunarfræðinga, sem hafa lokið fjögurra ára háskólanámi og starfa á Landspítalanum fyrir laun sem duga ekki fyrir lágmarksneyslu einstæðings með barn samkvæmt formlegum viðmiðum velferðarráðuneytisins.

Í greininni segir meðal annars frá vaktstjóranum Ingibjörgu sem hafði starfað á bráðamóttökunni í sex ár þegar hún sagði upp störfum. „Ég hélt að með þessa menntun væri ég alveg örugg. En eftir sex ár í starfi var ég með 415 þúsund í grunnlaun á mánuði. Við fáum í rauninni ekki borgað fyrir álagið og ábyrgðina sem við berum á fólki. Það er mikið álag að vera með líf einhvers í lúkunum en þurfa á sama tíma að sinna fullt af öðrum verkefnum. Ofan á það vantar alltaf einhvern á vakt og það er ákveðinn mórall sem myndast í kringum það. Á Landspítalanum taka allir aukavaktir og það er eins og að vinnan göfgi manninn – að fólk eigi bara að vinna og vinna og vinna.“

Stundin, 30. mars 2017. 

3 Lifir í gleði eftir fátæktina

Heiða Viðgdís Sigfúsdóttir ræddi við Ástu Dís Guðjónsdóttur sem hefur barist gegn fátækt frá árinu 2012, en hún hefur sjálf persónulega reynslu af því að búa í fátækt.

„Það er svo mikilvægt að stoppa þennan vítahring og koma í veg fyrir að börn alist upp við þessar aðstæður. Það er hægt og við verðum að útrýma fátækt og hætta að skila brotnum einstaklingum inn í samfélagið,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Fátækt er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing pólitískra ákvarðana og þeim má breyta.“

Stundin, 4. maí 207. 

4 Eldra fólk fast í fátæktargildru

Reynir Traustason fjallaði um málefni eldri borgara sem festust í fátæktargildru eftir að frítekjumark þeirra var lækkað með einu pennastriki úr 100.000 kr. niður í 25.000 kr. Miðað við vísitölu ætti frítekjumarkið hins vegar að vera 290 þúsund krónur.

Boðað var til fundar um málið, þar sem fundarmenn voru gríðarlega ósáttir með þetta. Margir tóku til máls og lýstu því að kjör þeirra væru með þessu skert þannig að þeir kæmust ekki af. Þá voru margir á því að ríkið væri að etja fólki út í að verða skattsvikarar og í rauninni að neyða fólk til þess. „Ég vil ekki verða skattsvikari,“ sagði rúmlega áttræð kona sem enn er á vinnumarkaði.

Stundin, 22. september 2017. 

5Íslendingar flytja úr landi til að geta lifað af framfærslu sinni

Reynir Traustason fór til Spánar til þess að ræða við íslenska öryrkja og eldri borgara sem flúðu land og búa nú allt árið eða að hluta á Spánarströndum til að geta lifað mannsæmandi lífi í stað þess að berjast við fátækt. Um helmingi ódýrara er að búa á Spáni en Íslandi.

„Hér búa Íslendingar, allt árið um kring, allt frá öryrkjum til vinnandi fólks. Auðvitað er mun ódýrara fyrir bæði ellilífeyrisþega og öryrkja að flytja út, hvort sem það er í sambúð eða ekki, þar sem þú getur leigt flotta íbúð hér í langtímaleigu á sem nemur 350–400 evrur á mánuði, eða sem nemur 50 þúsund krónum á mánuði.“

Stundin, 20. október 2017. 

6 Sjálfstraustið eykst við að aðstoða aðra

Svava Jónsdóttir tók viðtal við Hildi Oddsdóttur sem lýsti erfiðleikum sem fylgja því að vera fátæk einstæð móðir. Á endanum reis hún upp úr þunglyndi og gigt til að hjálpa efnalitlum börnum um jólin.

„Ég fór fyrst til mæðrastyrksnefndar árið 2002 þegar ég var í fæðingarorlofi. Fyrstu skrefin voru erfið; það má líkja þessu við að mér hafi fundist þung lóð vera föst á ökklunum. Skömmin var svo mikil að kvíðinn yfirtók mann. Ég þurfti að setja sjálfstraustið algjörlega til hliðar. Það var náttúrlega heilmikill pakki að taka þessi skref.“

Stundin, 8. desember 2017. 

Aðrar tilnefningar voru:

Bergljót Baldursdóttir, RÚV: „Húsnæðisstuðningur við aldraða minnkar“ (23.2.2017)

Gunnar Smári Egilsson, Fréttatíminn: „Millistétt í huganum, lágstétt í veskinu“ (24.3.2017)

Erla Björg Gunnarsdóttir, Stöð 2/Vísir: „Fátækt í forgrunni“ og „Fátækt er ekki aumingjaskapur“ (30.4.2017) og „Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur“ (22.7.2017)

Jenna Mohammed, Grapevine: „Fighting for a better welfare state: Kjartan Theódórsson against the Icelandic government“ (5.10.2017)

Inga Rún Sigurðardóttir, mbl.is: „Brottfall meira hjá þeim fátækari“ (14.10.2017)

 

Fyrirvari við umfjöllun: Stundin fjallar hér um atburði þar sem fjölmiðillinn sjálfur er viðfangsefni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu