Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hjúkrunarfræðingur getur ekki séð fyrir barni án aukavinnu

Grunn­laun hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­al­an­um duga ekki fyr­ir lág­marks­neyslu ein­stæð­ings með barn sam­kvæmt form­leg­um við­mið­um vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Eft­ir fjög­urra ára há­skóla­nám þurfa hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar að vinna auka­lega á kvöld­in, næt­urn­ar og um helg­ar til að lifa á lág­marks­neyslu.

Hjúkrunarfræðingur getur ekki séð fyrir barni án aukavinnu
Landspítalinn Hjúkrunarfræðingar sætta sig ekki við kjörin á þjóðarspítalanum. Mynd: Kristinn Magnússon

Hjúkrunarfræðingur á grunnlaunum á Landspítalanum hefur ekki efni á því að eiga barn, miðað við neysluviðmið velferðarráðuneytisins. Ef hann gerði tilraun til þess að lifa „dæmigerðu lífi“ á grunnlaunum sínum með eitt barn, miðað við viðmið velferðarráðuneytisins, endaði hann í rúmlega 140 þúsund króna mínus í hverjum mánuði, eða í 1,7 milljóna króna uppsafnaðri skuld á hverju ári. Á Landspítalanum hafa hjúkrunarfræðingar því unnið á næturnar, kvöldin og um helgar til að ná upp þeim launum sem þarf til að lifa mannsæmandi lífi. Með barn á framfæri getur slíkt reynst erfitt en hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum vegna ástandsins og þeir hjúkrunarfræðinemar sem útskrifast frá Háskóla Íslands í vor hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir muni ekki starfa á Landspítalanum eftir útskrift.

Dæmi um laun og útgjöld hjúkrunarfræðings með eitt barn

Mánaðarlaun Útgjöld á mánuði Dæmigert neysluviðmið Grunnviðmið
Grunnlaun 358.725 kr. Neysluvörur
þjónusta og
tómstundir
209.101 kr. 145.568 kr.
Frádráttur
í skatt
- 74.305 kr. Afborganir
námslána
13.452 kr. 13.452 kr.
Aðrar
tekjur, s.s. fjármagns-
tekjur
0 kr. Samgöngur 96.290 kr. 22.600 kr.
Barnabætur 26.818 kr. Hæúsnæði 120.000 kr. 120.000 kr.
Heildartekjur 296.889 kr. Útgjöld samtals 438.843 kr. 301.620 kr.
Munur á tekjum og neyslu -141.954 kr. -4.731 kr.

Formleg framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins. Dæmigerð viðmið eiga að endurspegla hefðbundin heimili, hvorki miðað við lágmarks- né lúxusneyslu. Grunnviðmið miða við lágmarksneyslu, sleppir því að eiga bifreið, og lætur sér nægja um þúsund krónur í mat, drykkjarvörur og dagvörur til heimilishalds á dag.

Á grunnlaunum þyrftu hjúkrunarfræðingar að lifa undir lágmarksneyslu miðað við byrjunarlaun á Landspítalanum. Eftir fjögurra ára háskólanám fá þeir 358 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, eða 270 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur. Í júní næstkomandi munu grunnlaun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hækka í 373 þúsund á mánuði sem gefur þeim 9 þúsund hærri ráðstöfunartekjur á mánuði.

Þegar gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingur, sem á barn, greiði 120 þúsund í leigu á mánuði, 13 þúsund að meðaltali í námslán og fái 26 þúsund á mánuði í barnabætur, þarf hjúkrunarfræðingurinn 439 þúsund krónur á mánuði til að lifa samkvæmt „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins. Viðmiðin eiga að endurspegla hefðbundin heimili, hvorki miðað við lágmarks- né lúxusneyslu.  

Hjúkrunarfræðingar lifa því við kröpp kjör samkvæmt formlegum mælikvarða. Ef hjúkrunarfræðingurinn heldur sig við lágmarksneyslu lendir hann í skuld upp á 4.731 krónu á mánuði, eða rúmlega 56 þúsund króna skuldasöfnun á ári. Lágmarksviðmið miða að því að hjúkrunarfræðingurinn haldi sig við það sem hann þarf að lifa af, sleppir því að eiga bifreið, hættir alfarið að kaupa „veitingar“ og lætur sér nægja um þúsund krónur í mat, drykkjarvörur og dagvörur til heimilishalds á dag. Þau gera ekki ráð fyrir óvæntum útgjöldum.

Hætti vegna álagsIngibjörg Ásta segir glatað að þurfa að vinna á nóttunni og kvöldin til að fá mannsæmandi laun.

Vinna nætur og kvöld

Oft og tíðum vinna hjúkrunarfræðingar þó langar vinnustundir og mikla yfirvinnu og ná því hærri ráðstöfunartekjum á mánuði. „Það er glatað að þurfa að vinna á nóttunni og á kvöldin til að fá mannsæmandi laun,“ segir Ingibjörg Ásta Claessen hjúkrunarfræðingur og bætir við: „Að geta ekki verið með fjölskyldunni sinni um helgar og að þurfa að vinna þegar börnin eru búin á leikskólanum.“

Nýverið sagði Ingibjörg Ásta upp störfum á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hún fór í fæðingarorlof í júlí í fyrra. „Þegar maður vinnur stanslaust, festist maður í ákveðinni hringiðu. Ég vakna, fer í vinnuna, sef, vinn svo aftur. Það er ekki eðlilegt og ekki heilbrigt að vera svo búin á því og geta ekki sinnt neinu eftir vakt. Þegar ég eignaðist Kolbein Garp steig ég út úr þessu umhverfi og sá vinnuna í öðru ljósi,“ segir Ingibjörg sem á tvo drengi með sambýlismanni sínum, Kristóferi Eggertssyni, en fyrir eiga þau Styrmi Flóka, þriggja ára.

„Ég hélt að með þessa menntun væri ég alveg örugg.“ 

Fólk hrökklast úr starfi

Síðastliðin sex ár hefur Ingibjörg starfað á bráðamóttökunni og var í stöðu vaktstjóra þegar hún sagði upp störfum. „Ég hélt að með þessa menntun væri ég alveg örugg. En eftir sex ár í starfi var ég með 415 þúsund í grunnlaun á mánuði. Við fáum í rauninni ekki borgað fyrir álagið og ábyrgðina sem við berum á fólki. Það er mikið álag að vera með líf einhvers í lúkunum en þurfa á sama tíma að sinna fullt af öðrum verkefnum. Ofan á það vantar alltaf einhvern á vakt og það er ákveðinn mórall sem myndast í kringum það. Á Landspítalanum taka allir aukavaktir og það er eins og að vinnan göfgi manninn – að fólk eigi bara að vinna og vinna og vinna,“ segir Ingibjörg Ásta. Hún segir að þrátt fyrir ástandið hafi starfsandinn verið góður á bráðamóttökunni og samstarfsfólkið haldið henni í starfinu eins lengi og raun ber vitni.

Hún segir að einhver hluti hjúkrunarfræðinga stefni á að starfa í flugfreyjustarfi. „Ég held að margir séu orðnir þreyttir á ástandinu eins og ég. Eftir að ég sagði upp hef ég heyrt frá fleirum sem hafa gert hið sama og margir eru bara að tóra þangað til flugið byrjar í sumar. Svo ætla nemarnir ekki að koma. Það er einhver hrina í gangi – fólk er bara að hrökklast í burtu,“ segir Ingibjörg Ásta.

Nemar neita að vinna

Hjúkrunarfræðinemar sem verða brauskráðir frá Háskóla Íslands í vor hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir muni ekki starfa á Landspítalanum eftir útskrift. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir sorglegt að geta ekki unnið á Landspítalanum í ljósi aðstæðna: „Auðvitað langar mig að vinna á Landspítalanum, mig hefur alltaf dreymt um að vinna á spítalanum, stærsta vinnustað hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Hjá sveitarfélögunum eru hins vegar boðin aðeins betri kjör og fyrir mér er þetta prinsippmál. Ég vil standa með minni stétt, maður verður líka að spyrja sjálfan sig hvað maður er tilbúinn til að sætta sig við.“

Ógnar öryggiElísabet bendir á að álagið sé ógn við öryggi sjúklinga.

Hjúkrunarfræði ekki á allra færi

Elísabet segist ekki sætta sig við að eftir fjögurra ára háskólanám þurfi hjúkrunarfræðingar að vinna myrkranna á milli, geta ekki safnað sér fyrir íbúð og hvað þá hugsað um barn: „Það er náttúrlega ekki á allra færi að vinna svona mikla yfirvinnu. Sumir vinna til dæmis á dagdeildum sem bara eru opnar á daginn eða eiga börn sem þeir geta ekki verið frá á nóttunni.“

„Sumir segja að hjúkrunarfræðingar – eða hjúkrunarfræðinemar – séu að ógna öryggi sjúklinganna með því að fara í verkföll eða neita að vinna á Landspítalanum. Ég tel að það sé á ábyrgð ríkisins, sem á að semja við okkur um mannsæmandi laun og á ábyrgð Landspítalans að ákveða hvers konar vinnuumhverfi þeir vilja bjóða upp á. Er til dæmis eðlilegt að leysa mannekluvandann með því að biðja fólk um að vinna tvöfaldar aukavaktir trekk í trekk? Ég held að það ógni öryggi sjúklingsins, þegar hjúkrunarfræðingur vinnur á morgun- og kvöldvakt í 16 klukkustundir samfleytt og hefur jafnvel ekki fengið færi á að fara í matarpásu yfir daginn,“ útskýrir Elísabet.

Barnið eða vinnan?

Eftir fjögurra ára háskólanám og jafnvel sex ára starfsreynslu vantar hjúkrunarfræðing sem á eitt barn 108 þúsund krónur á mánuði til að ná viðmiði velferðaráðuneytisins um „dæmigert líf“ á Íslandi. Ef hann sleppir því hins vegar að eiga barn nær hann að lifa dæmigerðu lífi, samkvæmt neysluviðmiðum, að því gefnu að hann finni íbúð sem kostar aðeins 120 þúsund krónur á mánuði að leigja. Að auki getur hann lagt fyrir um 2.500 krónur á mánuði til framtíðar á grunnlaunum. Samkvæmt tölum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, vinna Íslendingar að meðaltali 456 klukkustundum á ári lengur en Norðmenn á ári, eða sem jafngildir nítján sólarhringum. Hvergi í Vestur-Evrópu vinnur fólk fleiri klukkustundir en á Íslandi, en íbúar Lettlands, Póllands og Rússlands eru næstir fyrir ofan Íslendinga í yfirvinnu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár