Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Móðir stúlku sem kærði lögreglumann svarar Ríkislögreglustjóra: „Óskiljanlegt og sárara en orð fá lýst“

Móð­ir stúlku sem kærði lög­reglu­mann fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi svar­ar yf­ir­lýs­ingu Rík­is­lög­reglu­stjóra, sem firr­ir sig ábyrgð á mál­inu. „Hann setti þar með ekki þær kröf­ur til sinna manna að það sé óá­sætt­an­legt með öllu að starf­andi lög­reglu­menn fái á sig ít­rek­að­ar kær­ur fyr­ir barn­aníð,“ seg­ir hún.

Móðir stúlku sem kærði lögreglumann svarar Ríkislögreglustjóra: „Óskiljanlegt og sárara en orð fá lýst“
Ríkislögreglustjóri Vísar á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara í viðbrögðum sínum við óánægju móður stúlku, sem kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot, með að hinn kærði lögreglumaður hefði ekki verið leystur frá störfum.

Halldóra Baldursdóttir, móðir stúlku sem kærði lögreglumann fyrir kynferðisofbeldi, segir „óskiljanlegt“ og „sárara en orð fá lýst“, að Ríkislögreglustjóri firri sig ábyrgð á því að hafa ekki vikið lögreglumanninum frá störfum, þrátt fyrir ítrekaðar kærur fyrir kynferðisofbeldi. Lögreglumaðurinn hefur þrisvar verið kærður fyrir kynferðisofbeldi, og var nýverið sendur í útkall á heimili Halldóru og dóttur hennar, þegar Halldóra þurfti á lögregluhjálp að halda.

Í yfirlýsingu Ríkislögreglustjóra vegna viðtals við Halldóru og dóttur hennar, Helgu Elínu, kom meðal annars fram að Ríkislögreglustjóri hefði ekki fengið allar upplýsingar um málið frá ríkissaksóknara. Ríkissakóknari segir hins vegar í svari til Stundarinnar að embættið hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum“. Þá segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, að forveri hennar hafi tekið afstöðu til málsins á sínum tíma. Forveri Sigríðar Bjarkar vísaði hins vegar á ríkislögreglustjóra á sínum tíma, sem vísar nú til baka á hann og svo á ríkissaksóknara.

Ítrekaðar kærur fyrir barnaníð ásættanlegar

Halldóra BaldursdóttirTelur ríkislögreglustjóra hafa brugðist dóttur hennar.

Halldóra ítrekar í yfirlýsingu sinni rétt í þessu að ríkislögreglustjóri hefði brugðist dóttur hennar með aðgerðarleysi sínu. „Hann setti þar með ekki þær kröfur til sinna manna að það sé óásættanlegt með öllu að starfandi lögreglumenn fái á sig ítrekaðar kærur fyrir barnaníð.“

Hún telur að ríkislögreglustjóri hefði átt að taka afstöðu með hagsmunum dóttur hennar, frekar en lögreglumannsins sem hún kærði fyrir kynferðisbrot.

„Hann tók ekki af skarið, sýndi að mínu mati ekki kjark og þor til að standa með barninu mínu“

„Hann tók ekki af skarið, sýndi að mínu mati ekki kjark og þor til að standa með barninu mínu eins og hann hafði samkvæmt þessum bréfum vald til.“

Þá leiðréttir Halldóra yfirlýsingu ríkislögreglustjóra, en í henni kom fram að embættið hefði ekki fengið tilkynningu um málið fyrr en fjölmiðlaumfjöllun hefði verið hafin. Hún segist sjálf hafa send tölvupóst á embættið þremur dögum áður en umfjöllun hófst í nóvember árið 2011. 

Yfirlýsing vegna fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra

Nú hefur ríkislögreglustjóri andmælt því að hafa brugðist dóttur minni eins og ég lýsi í viðtali við Mannlíf sem birtist s.l. föstudag. Í þessu viðtali er ég að segja frá upplifun minni og þrautagöngu okkar mæðgnanna. Í viðtalinu segi ég; „Þegar málið kom upp sendi ég póst á þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem vísaði erindinu á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, sem algerlega brást okkur að mínu mati og vildi ekkert fyrir okkur gera.“

Þetta er mín upplifun og mitt mat, og er mér óskiljanlegt að ríkislögreglustjóri telji sig geta mótmælt því. 

Ég ætla mér ekki að standa í orðaskaki við ríkislögreglustjóra í fjölmiðlum vegna upplifunar minnar á þessu máli en vegna ummæla hans, sem birtist í fjölmiðlum, tel ég rétt að koma eftirfarandi á framfæri. 

Í bréfi innanríkisráðuneytisins til mín dags. 08. júní 2012 segir: 

„Samkv. 5. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 skipar ríkislögreglustjóri lögreglumenn til starfa til fimm ára í senn. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skal það stjórnvald sem skipar í embætti veita og lausn frá því um stundasakir. Þannig er það á ábyrgð ríkislögreglustjóra að veita lögreglumanni lausn frá embætti um stundasakir eða að fullu. Svo sem fram kemur í gögnum málsins taldi embætti ríkislögreglustjóra sér ómögulegt að veita viðkomandi lögreglumanni lausn um stundasakir þar sem embættinu var synjað um upplýsingar um rannsókn sakamáls á hendur honum. 

„Þannig er það á ábyrgð ríkislögreglustjóra að veita lögreglumanni lausn frá embætti um stundasakir eða að fullu.“

Embætti ríkislögreglustjóra upplýsti ráðuneytið um ofangreint með bréfi dags. 21. nóvember sl. Með bréfi dags 13. mars sl. upplýsti ráðuneytið embætti ríkislögreglustjóra um þá afstöðu sína að það væri mat ráðuneytisins að engin réttarfarsleg rök væru fyrir hendi sem réttlætt gætu afhendingu rannsóknargagna í málum sem þessum. Þá kom það fram það mat ráðuneytisins að synjun á afhendingu gagna sakamáls leiði ekki til þess að ómögulegt verði fyrir veitingarvaldshafann að meta hvort forsendur séu til þess að veita embættismönnum lausn um stundasakir ..... „ 

Einnig kemur fram í bréfi Umboðsmanns alþingis til mín vegna málsins dagsett 5. mars 2012 að: 

„... Samkvæmt framangreindu er það innanríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu. Það er hins vegar á herðum ríkislögreglustjóra að veita lögreglumönnum lausn frá embætti en lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að fara með daglega stjórn lögreglunnar í sínu umdæmi.“

Það er því ekkert vafamál hver ber ábyrgð á að lögreglumaðurinn í umræddu kynferðisbrotamáli starfi enn þann dag í dag innan lögreglunnar. 

Það er meðal annars á þessum bréfum sem upplifun mín byggir á að ríkilögreglustjóri hafi brugðist okkur í þessu máli. Hann tók ekki af skarið, sýndi að mínu mati ekki kjark og þor til að standa með barninu mínu eins og hann hafði samkvæmt þessum bréfum vald til. 

Hann setti þar með ekki þær kröfur til sinna manna að það sé óásættanlegt með öllu að starfandi lögreglumenn fái á sig ítrekaðar kærur fyrir barnaníð.  Hins vegar hefur  embættisskipun mannsins verið endurnýjuð. 

Í kjölfarið fylgdu bréfaskriftir og ráðaleysi í öllu kerfinu. Á meðan sat dóttir mín og beið réttlætis sem aldrei kom. Málinu lauk með niðurfellingu málsins þar sem rannsókn þess var, að mínu mati og margra annarra, mjög ábótavant.

Málið í heild sinni er enn og aftur að MÍNU mati stór áfellisdómur á allt kerfið, þar með talinn sjálfan ríkislögreglustjóra sem enn firrir sig ábyrgð í stað þess að vinna að réttlæti í málinu.

Þetta er mér óskiljanlegt og sárara en orð fá lýst.

Að lokum, þá segir ríkislögreglustjóri í fréttatilkynningu sinni: „Embættið fékk fyrst fregnir af málinu í fjölmiðlum og átti frumkvæði af því að óska upplýsinga um málið frá ríkissaksóknara, en embættinu hafði ekki verið tilkynnt um málið.“ Hið rétta er að 4. nóvember 2011 sendi ég ríkislögreglustjóra tölvupóst um málið en það var ekki fyrr en 7. nóvember 2011, eða þrem dögum síðar, sem fjölmiðlar fjölluðu fyrst um málið.

Virðingarfyllst,

Halldóra Baldursdóttir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár