Íslendingar gefa Arnarlaxi laxeldiskvóta sem norska ríkið selur á 12,5 milljarða

Ef Ís­land myndi selja lax­eldisk­vóta á sama verði og Norð­menn ætti ís­lenska rík­ið að fá 110 millj­arða króna fyr­ir 71 þús­und tonna fram­leiðslu. Auð­linda­gjald­ið sem stung­ið er upp á skýrslu nefnd­ar um stefnu­mörk­un í lax­eldi nem­ur ein­um millj­arði króna fyr­ir 67 þús­und tonna fram­leiðslu. Ís­lenskt lax­eldi að stóru leyti í eigu norskra að­ila sem greiða ekk­ert fyr­ir lax­eld­is­leyf­in.

Íslendingar gefa Arnarlaxi laxeldiskvóta sem norska ríkið selur á 12,5 milljarða
Þyrfti að greiða 12,5 milljarða Ef Arnarlax, sem Víkingur Gunnarssonar, myndi kaupa sér 8 þúsund tonna framleiðsluleyfi á eldislaxi í Noregi þyrfti félagið að greiða 12,5 milljarða fyrir það. Á Íslandi greiðir Arnarlax ekkert fyrir að framleiða 8 þúsund tonn af eldislaxi í ár. Mynd: MBL/Helgi Bjarnason

Íslenska ríkið gefur laxeldisfyrirtækjum sem stunda sjókvíaeldi á Íslandi laxeldiskvóta sem seldur er dýru verði í Noregi. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu norsku ríkisstjórnarinnar verður haldið uppboð á nýjum leyfum í eldislaxeldi þar í landi í júní þar sem lágmarksverð fyrir tonnið verður 120 þúsund norskar krónur eða tæplega 1.560 þúsund íslenskar krónur. Norska ríkið hefur ekki gefið út ný laxeldisleyfi um árabil vegna þeirra umhverfisáhrifa, meðal annars erfðablöndun við norskan villtan lax, sem laxeldið þar í landi hefur haft. 

Ef litið er til þess að stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, Arnarlax, ráðgerir að framleiða 8 þúsund tonn af eldislaxi í ár - upphaflega stóð til að framleiða 11 þúsund en skakkaföll í rekstrinum hafa sett strik í reikninginn - þá myndi fyrirtækið þurfa að greiða norska ríkinu tæpa 12,5 milljarða íslenskra króna fyrir þennan kvóta.

Auðlindagjald skili 1 milljarði til ríkisins

Umræða um sambærilega sölu á laxeldiskvóta er enn sem komið er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
5
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár