Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Krist­inn Sæ­munds­son, þriðji mað­ur Karla­list­ans, var hand­tek­inn vegna akst­urs und­ir áhrif­um fíkni­efna með son sinn í bíln­um. Hann seg­ist vera fórn­ar­lamb í for­ræð­is­deilu.

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“
Sýslumaður takmarkaði umgengni Gögn sem Stundin hefur undir höndum staðfesta að sýslumaður takmarkaði ekki umgengni Kristins við börnin hans vegna ásakana móður heldur vegna staðfestra atvika og frásagna hans sjálfs og annars sonar hans. Mynd: Kristinn Magnússon / Morgunblaðið

„Þú veist að þú áttir þetta skilið. Á einhver skilið hvernig þú kemur fram við hann? Má maður láta eins og asni í öllum allan daginn allt í kringum sig, er það allt í lagi? En pabbi má ekki slá þig utan undir þegar pabbi er búinn að fá nóg?“

Þannig kemst Kristinn Sæmundsson að orði við son sinn í myndbandi sem vitnað er til í umsögn sérfræðings í málefnum barna sem sýslumaður kvaddi sér til aðstoðar í umgengnisdeilu Kristins við barnsmóður sína. 

Kristinn skipar 3. sæti á framboðslista Karlalistans í borgarstjórnarkosningum. Flokkurinn leggur áherslu á bætta stöðu feðra og rétt þeirra til að umgangast börnin sín. 

Nýlega steig Kristinn fram í Harmageddon-viðtali og opnaði sig um raunir sínar vegna deilu um umgengni við börnin sín. „Núna í vetur fæ ég úrskurð í mínu máli loksins eftir þrjú ár að velkjast í gegnum kerfið og konan kemst upp með allar lygar og ásakanir og þvælu,“ sagði hann. „Já, ég er fórnarlamb í svona forræðisdeilu þar sem gengið er fram með lygum og fölskum ásökunum.“ 

Barnsmóðir Kristins kaus að tjá sig ekki um málið þegar eftir því var leitað, en gögn sem Stundin hefur undir höndum staðfesta að sýslumaður takmarkaði ekki umgengni Kristins við börnin hans vegna ásakana móður heldur vegna staðfestra atvika og frásagna hans sjálfs og annars sonar hans. 

Líkamsárásakærur 
felldar niður

Kristinn Sæmundsson var handtekinn í febrúar 2015 fyrir að aka með 9 ára son sinn undir áhrifum kannabisefna. Í mars sama ár leitaði barnsmóðir hans til Kvennaathvarfsins og sagði frá því að Kristinn hefði beitt hana ofbeldi. Kvennaathvarfið gerði barnavernd viðvart, en slíkt hið sama gerði geðsvið Landspítalans nokkrum dögum síðar eftir komu Kristins á spítalann. Þau slitu samvistir nokkru síðar og í ársbyrjun 2016 óskaði hún eftir því að sýslumaður tæki ákvörðun um umgengni föður við börnin.

Við meðferð umgengnismálsins kom fram að samkvæmt miðlægum gagnagrunni lögreglu væri barnsmóðir Kristins skráð sem brotaþoli í heimilisofbeldis- og líkamsárásarmáli frá 2014. Þá hafði Kristinn stöðu kærðs í 21 máli á tímabilinu 1995 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár