Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Krist­inn Sæ­munds­son, þriðji mað­ur Karla­list­ans, var hand­tek­inn vegna akst­urs und­ir áhrif­um fíkni­efna með son sinn í bíln­um. Hann seg­ist vera fórn­ar­lamb í for­ræð­is­deilu.

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“
Sýslumaður takmarkaði umgengni Gögn sem Stundin hefur undir höndum staðfesta að sýslumaður takmarkaði ekki umgengni Kristins við börnin hans vegna ásakana móður heldur vegna staðfestra atvika og frásagna hans sjálfs og annars sonar hans. Mynd: Kristinn Magnússon / Morgunblaðið

„Þú veist að þú áttir þetta skilið. Á einhver skilið hvernig þú kemur fram við hann? Má maður láta eins og asni í öllum allan daginn allt í kringum sig, er það allt í lagi? En pabbi má ekki slá þig utan undir þegar pabbi er búinn að fá nóg?“

Þannig kemst Kristinn Sæmundsson að orði við son sinn í myndbandi sem vitnað er til í umsögn sérfræðings í málefnum barna sem sýslumaður kvaddi sér til aðstoðar í umgengnisdeilu Kristins við barnsmóður sína. 

Kristinn skipar 3. sæti á framboðslista Karlalistans í borgarstjórnarkosningum. Flokkurinn leggur áherslu á bætta stöðu feðra og rétt þeirra til að umgangast börnin sín. 

Nýlega steig Kristinn fram í Harmageddon-viðtali og opnaði sig um raunir sínar vegna deilu um umgengni við börnin sín. „Núna í vetur fæ ég úrskurð í mínu máli loksins eftir þrjú ár að velkjast í gegnum kerfið og konan kemst upp með allar lygar og ásakanir og þvælu,“ sagði hann. „Já, ég er fórnarlamb í svona forræðisdeilu þar sem gengið er fram með lygum og fölskum ásökunum.“ 

Barnsmóðir Kristins kaus að tjá sig ekki um málið þegar eftir því var leitað, en gögn sem Stundin hefur undir höndum staðfesta að sýslumaður takmarkaði ekki umgengni Kristins við börnin hans vegna ásakana móður heldur vegna staðfestra atvika og frásagna hans sjálfs og annars sonar hans. 

Líkamsárásakærur 
felldar niður

Kristinn Sæmundsson var handtekinn í febrúar 2015 fyrir að aka með 9 ára son sinn undir áhrifum kannabisefna. Í mars sama ár leitaði barnsmóðir hans til Kvennaathvarfsins og sagði frá því að Kristinn hefði beitt hana ofbeldi. Kvennaathvarfið gerði barnavernd viðvart, en slíkt hið sama gerði geðsvið Landspítalans nokkrum dögum síðar eftir komu Kristins á spítalann. Þau slitu samvistir nokkru síðar og í ársbyrjun 2016 óskaði hún eftir því að sýslumaður tæki ákvörðun um umgengni föður við börnin.

Við meðferð umgengnismálsins kom fram að samkvæmt miðlægum gagnagrunni lögreglu væri barnsmóðir Kristins skráð sem brotaþoli í heimilisofbeldis- og líkamsárásarmáli frá 2014. Þá hafði Kristinn stöðu kærðs í 21 máli á tímabilinu 1995 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár