Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fékk nýja sýn á lífið eftir fall af hestbaki

Hösk­uld­ur Pét­ur Jóns­son lenti í al­var­legu slysi en sér nú til­ver­una í öðru ljósi.

Fékk nýja sýn á lífið eftir fall af hestbaki
Mikill hestamaður Höskuldur eyðir miklum tíma með hestunum sínum.

 

Höskuldur Pétur Jónsson, 69 ára gamall fyrrverandi byggingaverktaki, var nær dauða en lífi fyrir sex árum þegar hann datt af hesti á harðaspretti og hálsbrotnaði. Hann lamaðist tímabundið í kjölfarið og fékk í ofanálag blóðtappa í heila sem hafði mikil áhrif á heilsu hans. Í dag heilsast honum ágætlega og getur að sögn gert flesta hluti þó hann hafi ekki náð sér alveg að fullu.

Höskuldur hefur jákvæða sýn á lífið, vitandi það að hann hefði getað dáið eða farið mun verr úr slysinu en hann gerði. Hann hefur gaman af því að skrifa og er að vinna að skáldsögu. Hann málar líka þegar tækifæri gefst, en það lærði hann þegar hann var í endurhæfingu á Reykjalundi. Þá á hann tuttugu hesta sem full vinna er að hugsa um og auk þess hunda og ketti. Hann segir að það megi læra óhemjumikið af dýrunum. 

„Maður verður bara að njóta þess að vera til.“

Höskuldi finnst mikilvægt að grípa tækifærin, maður geti gert ótrúlegustu hluti. Maður viti það ekki fyrr en maður reyni það. Maður geti lent í hinu og þessu og hver dagur geti verið sá síðasti.  

„Maður getur dáið á morgun. Þess vegna er svo mikilvægt að lifa í núinu og grípa tækifærin. Ekki vera alltaf að hugsa um að gera eitthvað og gera það svo aldrei. Ég hef verið að horfa til baka og ég man að ég gerði allt of mikið. Byggjandi hús úti um allt, alltaf vinnandi. Ég var svo vitlaus að peningar skiptu mig engu máli, en það er engin hamingja í því að eyða peningum. Af hverju ekki bara að lifa lífinu? Maður verður bara að njóta þess að vera til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár