Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fékk nýja sýn á lífið eftir fall af hestbaki

Hösk­uld­ur Pét­ur Jóns­son lenti í al­var­legu slysi en sér nú til­ver­una í öðru ljósi.

Fékk nýja sýn á lífið eftir fall af hestbaki
Mikill hestamaður Höskuldur eyðir miklum tíma með hestunum sínum.

 

Höskuldur Pétur Jónsson, 69 ára gamall fyrrverandi byggingaverktaki, var nær dauða en lífi fyrir sex árum þegar hann datt af hesti á harðaspretti og hálsbrotnaði. Hann lamaðist tímabundið í kjölfarið og fékk í ofanálag blóðtappa í heila sem hafði mikil áhrif á heilsu hans. Í dag heilsast honum ágætlega og getur að sögn gert flesta hluti þó hann hafi ekki náð sér alveg að fullu.

Höskuldur hefur jákvæða sýn á lífið, vitandi það að hann hefði getað dáið eða farið mun verr úr slysinu en hann gerði. Hann hefur gaman af því að skrifa og er að vinna að skáldsögu. Hann málar líka þegar tækifæri gefst, en það lærði hann þegar hann var í endurhæfingu á Reykjalundi. Þá á hann tuttugu hesta sem full vinna er að hugsa um og auk þess hunda og ketti. Hann segir að það megi læra óhemjumikið af dýrunum. 

„Maður verður bara að njóta þess að vera til.“

Höskuldi finnst mikilvægt að grípa tækifærin, maður geti gert ótrúlegustu hluti. Maður viti það ekki fyrr en maður reyni það. Maður geti lent í hinu og þessu og hver dagur geti verið sá síðasti.  

„Maður getur dáið á morgun. Þess vegna er svo mikilvægt að lifa í núinu og grípa tækifærin. Ekki vera alltaf að hugsa um að gera eitthvað og gera það svo aldrei. Ég hef verið að horfa til baka og ég man að ég gerði allt of mikið. Byggjandi hús úti um allt, alltaf vinnandi. Ég var svo vitlaus að peningar skiptu mig engu máli, en það er engin hamingja í því að eyða peningum. Af hverju ekki bara að lifa lífinu? Maður verður bara að njóta þess að vera til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár