Matthías Imsland, fyrrverandi aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félagasmálaráðherra úr Framsóknarflokknum, sem var æðsti yfirmaður Íbúðalánasjóðs og sú sem skipaði í stjórn sjóðsins, keypti íbúð í Vestmannaeyjum í gegnum félagið MPI ehf. með láni frá Íbúðalánasjóði þann 3. maí síðastliðinn.
Kaupverð íbúðarinnar var 16,5 milljónir og lánaði Íbúðalánasjóður rúmlega 13 milljónir vegna kaupanna. Þetta er 11. íbúðin sem Matthías kaupir í Vestmannaeyjum með lánum frá Íbúðalánasjóði á síðastliðnu ári. Heildarlánveitingarnar til félags Matthíasar nema um 140 milljónum króna.
DV sagði frá kaupum félags Matthíasar á tíu af íbúðunum fyrr í maí en sama dag og DV birti fréttina var gögnum um kaup Matthíasar á 11. íbúðinni þinglýst.
Matthías segir í svörum sínum við spurningum Stundarinnar, sem eru birt hér í heild sinni, að hann hafi sótt um lánin á heimasíðu Íbúðalánasjóðs og að hann viti ekki betur en að hver sem er geti fengið slík lán hjá sjóðnum. Í svörum frá Íbúðalánasjóði …
Athugasemdir