Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, var fyrr í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Ágreiningur var uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét Arnþrúði af hendi hefðu verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar.
Um fjórar greiðslur var að ræða, ein að upphæð tvær milljónir króna, tvær 500 þúsunda króna greiðslur og ein að upphæð 300 þúsund krónum. Fyrir dómi hélt Arnþrúður því fram að fjárframlögin hefðu verið til greidd til styrktar rekstri Útvarps Sögu. Aldrei hefði verið haft orð á því að um lán væri að ræða og engum lánasamningi væri til að dreifa. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu og eiginmaður Arnþrúðar, varði Arnþrúði í málinu og kom fram sem vitni. Tók hann undir frásögn Arnþrúðar og taldi Guðfinnu vera styrktaraðila útvarpsstöðvarinnar.
Niðurstaða héraðsdóms var sú að ósennilegt …
Athugasemdir