Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumannsfulltrúi sakaði málsaðila um lygi á Facebook

„Þá verð­ur lygi ekki stað­reynd þó henni sé ít­rek­að hald­ið fram,“ sagði María Júlía Rún­ars­dótt­ir í at­huga­semd á Face­book sem beint var að konu sem María hafði nokkr­um mán­uð­um áð­ur sak­að um „til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir“ í um­gengn­is­úrskurði.

Sýslumannsfulltrúi sakaði málsaðila um lygi á Facebook
Maríu Júlía Rúnarsdóttir, sem nú starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, hefur látið mikið að sér kveða í opinberri umræðu um umgengnismál undanfarin ár og beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar. Mynd: Af Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Kópavogi

María Júlía Rúnarsdóttir sýslumannsfulltrúi fór niðrandi orðum um Sigrúnu Sif Jóelsdóttur á Facebook nokkrum mánuðum eftir að hafa kveðið upp úrskurð í umgengnisdeilu Sigrúnar og barnsföður hennar. Þá dró María upp villandi mynd af tengslum sínum við Félag um foreldrajafnrétti í tölvupósti til Sigrúnar þar sem hún sagðist „einu sinni, fyrir tæpum 10 árum“ hafa verið „beðin um að halda erindi á þeirra vegum“. Raunin er sú að nokkrum vikum áður hafði María haldið fyrirlestur á ráðstefnu á vegum félagsins. 

Fjallað er ítarlega um réttarframkvæmd í umgengnis- og dagsektarmálum og málsmeðferð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í nýjasta tölublaði Stundarinnar. 

Tveir úrskurðanna sem Stundin fjallaði um voru kveðnir upp af Maríu Júlíu Rúnarsdóttur sýslumannsfulltrúa, en hún hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar og er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi. 

Í öðrum úrskurðinum kemst María Júlía að þeirri niðurstöðu að með því að greina frá áhyggjum af meintu ofbeldi barnsföður síns hafi Sigrún Sif Jóelsdóttir, móðir ungs drengs, brotið gegn skyldum sínum og skaðað drenginn. 

Sigrún Sif Jóelsdóttir er einn af viðmælendum Stundarinnar í ítarlegri umfjöllun um réttarframkvæmd sýslumanns í umgengnis- og dagsektarmálum.

Orðrétt segir meðal annars:  „Er það mat sýslumanns að móðir hafi í veigamiklum atriðum brotið skyldur sínar samkvæmt 46 barnalaga [sic] er hún hefur komið í veg fyrir að umgengni fari fram og með því að setja fram alvarlegar og tilhæfulausar ásakanir í garð föður.“ Á þessum grundvelli mælti María fyrir um aukna umgengni föðurins við barnið þótt faðirinn hefði ekki formlega gert kröfu um slíkt. 

Sigrún hefur kært úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins, enda telur hún sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð og óttast að María hafi lagt kenningar um foreldrafirringarheilkenni til grundvallar niðurstöðu sinni fremur en fyrirmæli barnalaga.

Sigrún segir að tölvupóstssamskipti sín við Maríu Júlíu og framganga Maríu á Facebook hafi sannfært sig enn frekar um að hún hafi ekki notið sannmælis við meðferð málsins. 

Sagðist hafa haldið erindi „fyrir tæpum 10 árum“

Eftir að María Júlía kvað upp úrskurð í máli Sigrúnar og barnsföður hennar fyrir hönd sýslumannsembættisins í fyrra sendi Sigrún henni tölvupóst og bað hana um að gera „skýra grein fyrir augljósum hagsmunatengslum [s]ínum við félag sem kennir sig við foreldrajafnrétti (áður forsjárlausir feður)“. María svaraði: „Sæl, allur rökstuðningur kemur fram í úrskurðinum. Þá hef ég engin tengsl við umrætt félag en var einu sinni, fyrir tæpum 10 árum, beðin um að halda erindi á þeirra vegum“ og sendi Þórólfi Halldórssyni sýslumanni afrit af póstinum. Raunin er sú að aðeins nokkrum vikum áður hafði María haldið fyrirlestur á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ sem Félag um foreldrajafnrétti stóð að ásamt samtökunum Börnunum okkar. 

Í mars síðastliðnum spratt upp umræða á Facebook um orð sem konur höfðu látið falla í lokuðum umræðuhópi þar sem forsprakkar feðrahreyfinga voru bendlaðir við ofbeldi. Tjáði Sigrún Sif sig um barnsföður sinn í hópnum og var ummælunum dreift á Facebook til vitnis um illan ásetning kvennanna. „Í hópnum er FAKE aðgangur, Ragna Adelstein, sem notaður er til að koma á framfæri grófustu meiðyrðunum. Hugsandi fólk er fljótt að koma auga á að fólk sem þarf að koma fram undir fölsku flaggi hefur eitthvað óhreint í pokahorninu,“ skrifaði Heimir Hilmarsson, forsprakki Félags um foreldrajafnrétti. Þá nafngreindi hann Sigrúnu og skrifaði: „Vinkona FAKE aðgangsins Sigrún Sif Jóelsdóttir virðist frá mínu sjónarhorni vera siðferðislega á sama stað og manneskjan sem stendur á bak við FAKE aðganginn.“ María Júlía brást við með eftirfarandi athugasemd sem mátti skilja sem gagnrýni á Sigrúnu: „Manneskja sem felur sig á bakvið nettröll hefur ekki góðan málstað að verja.“

Sigrún gat ekki brugðist við orðum Maríu í eigin persónu í ljósi þess að lokað var fyrir athugasemdir frá öðrum en vinum þess sem deilt hafði skjáskotinu. Sigrún lét hins vegar bera Maríu eftirfarandi skilaboð:

„Athugasemd frá Sigrun Sif Jóelsdóttir sem er nafngreind hér. „1. Ég er ekki falin á bakvið neitt nettröll athugið það. Ragna Adelstein er ekki málsvari minn eða fb vinur. 2. Ég stend við allt sem ég segi og hef skrifað á netið og get rakið það í sögu gagna meðal annars frá sýslumannsfulltrúanum Maríu Júlíu, þetta veit hún. En hún reyndar segir ekki alltaf satt hún María Júlía eins og gera má einnig grein fyrir með skýrum hætti en ég ætla ekki að gera hér. 3. Málstaðurinn sem ég hef að verja María Júlía er barnið mitt. Dæmi svo hver um sig hver er ósmekklegur í tali ég og barnið mitt sem þolandur ofbeldis eða sýslumannsfulltrúinn María Júlía Rúnarsdóttir sem greinir mæður barna sem greina frá ofbeldi og kynferðisofbeldi feðra sem foreldrafirrtar tálmunarmæður eftir falskenningum sem hefur verið úthýst úr dómarasamfélögum vestanhafs og greinagerð 5.1.6 með barnalögum varar sérstaklega við. Ég bendi einnig á að staðfest kynferðisbrot gagnvart börnum voru 209 árið 2013 og 106 árið 2016 og sitt sýnist hverjum um firringu feðraréttarhreyfinga og sýslumannsfulltrúa eða verndandi mæðra.“

María brást við með eftirfarandi hætti:

„Kæra Sigrún, þar sem þú virðist taka ofangreindri athugasemd minni persónulega þá vil ég að því sé haldið til haga að ég var ekki að halda því fram að þú værir á bakvið nettröllið Rögnu Adelstein. Þá verður lygi ekki staðreynd þó henni sé ítrekað haldið fram.“ 

Kvartar til dómsmálaráðuneytisins

Sigrún Sif hefur kvartað til dómsmálaráðuneytisins vegna framgöngu Maríu Júlíu á opinberum vettvangi gagnvart sér. Í kvörtuninni segir hún Maríu fara með „róg um nafngreindan aðila á opinberum vettvangi sem er málsaðili að máli sem hún hefur haft til úrskurðar“. Þá er María gagnrýnd fyrir að „upphefja sinn persónulega málstað í umræðum á opinberum vettvangi þar sem birt eru skjáskot af athugasemdum málsaðila að málum sem hún hefur haft til úrskurðar“.

Bent er á að skjáskotin hafi verið tekin af lokuðum umræðuvettvangi sem er einvörðungu ætlaður þolendum ofbeldis og var lekið af nafnlausum aðila á opna spjallþræði á netinu.

„María Júlía gefur í skyn lygar í málstað mínum sem aðili að máli þar sem hún er ábyrg fyrir að gæta hlutleysis og hlutlægni, með því að ávarpa mig beint með nafni,“ segir Sigrún í kvörtun sinni sem hún sendi 26. mars síðastliðinn.

Stundin hafði samband við Maríu Júlíu, bauð henni að tjá sig um málið og spurði hvort henni þættu ummæli sín ekki óheppileg eftir á að hyggja. María vildi þó ekki láta hafa neitt eftir sér í ljósi stöðu sinnar hjá sýslumanni. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár