Umdeildar kosningaauglýsingar Sjálfstæðisflokksins utan á ráðhúsi Mosfellsbæjar

Odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Mos­fells­bæ tel­ur aug­lýs­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins ut­an á hús­inu sem bæj­ar­stjórn­ar­skrif­stof­urn­ar eru í vera virð­ing­ar­leysi við lýð­ræð­ið. Kosn­inga­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir aðra flokka hafa aug­lýst á sama stað án vand­kvæða eða um­ræðu í gegn­um tíð­ina.

Umdeildar kosningaauglýsingar Sjálfstæðisflokksins utan á ráðhúsi Mosfellsbæjar
„Áfram Mosó“ Auglýsingar Sjálfstæðisflokksins utan á húsinu sem hýsir bæjarstjórnarskrifstofur Mosfellsbæjar hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum í minnihlutanum. Kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins bendir á að aðrir stjórnmálaflokkar hafi auglýst á húsinu.

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ er með framboðsauglýsingar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar utan á jarðhæð ráðhússins í sveitarfélaginu. Flokkurinn er með kosningaskrifstofu á öðrum enda jarðhæðarinnar. Bæjarstjórnarhúsið, sem gengur undir nafninu Kjarninn, er hins vegar ekki alopinber bygging heldur hálfopinber þar sem nokkrir einkaaðilar eiga húsið en ekki sveitarfélagið, sem leigir bara skrifstofur þar undir stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þannig á Mosfellsbær til dæmis ekki jarðhæðina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er með kosningaskrifstofuna sína og þar sem auglýsingarnar eru utan á byggingunni. 

Þótt húsið sé sannarlega ráðhús, eða bæjarstjórnarhús, Mosfellsbæjar leigir bærinn bara hluta þess. Auglýsingar Sjálfstæðisflokksins hanga því heldur ekki á rými sem sveitarfélagið á eða rými sem sveitarfélagið leigir. Tekið skal fram að aðrir stjórnmálaflokkar, eins og Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa einnig birt kosningaauglýsingar á sama stað fyrir sveitarstjórnarkosningar í gegnum tíðina. Munurinn er hins vegar sá að Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í sveitarfélaginu og stýrir því úr ráðhúsinu þar sem auglýsingarnar eru. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár