Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Umdeildar kosningaauglýsingar Sjálfstæðisflokksins utan á ráðhúsi Mosfellsbæjar

Odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Mos­fells­bæ tel­ur aug­lýs­ing­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins ut­an á hús­inu sem bæj­ar­stjórn­ar­skrif­stof­urn­ar eru í vera virð­ing­ar­leysi við lýð­ræð­ið. Kosn­inga­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir aðra flokka hafa aug­lýst á sama stað án vand­kvæða eða um­ræðu í gegn­um tíð­ina.

Umdeildar kosningaauglýsingar Sjálfstæðisflokksins utan á ráðhúsi Mosfellsbæjar
„Áfram Mosó“ Auglýsingar Sjálfstæðisflokksins utan á húsinu sem hýsir bæjarstjórnarskrifstofur Mosfellsbæjar hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum í minnihlutanum. Kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins bendir á að aðrir stjórnmálaflokkar hafi auglýst á húsinu.

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ er með framboðsauglýsingar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar utan á jarðhæð ráðhússins í sveitarfélaginu. Flokkurinn er með kosningaskrifstofu á öðrum enda jarðhæðarinnar. Bæjarstjórnarhúsið, sem gengur undir nafninu Kjarninn, er hins vegar ekki alopinber bygging heldur hálfopinber þar sem nokkrir einkaaðilar eiga húsið en ekki sveitarfélagið, sem leigir bara skrifstofur þar undir stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þannig á Mosfellsbær til dæmis ekki jarðhæðina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er með kosningaskrifstofuna sína og þar sem auglýsingarnar eru utan á byggingunni. 

Þótt húsið sé sannarlega ráðhús, eða bæjarstjórnarhús, Mosfellsbæjar leigir bærinn bara hluta þess. Auglýsingar Sjálfstæðisflokksins hanga því heldur ekki á rými sem sveitarfélagið á eða rými sem sveitarfélagið leigir. Tekið skal fram að aðrir stjórnmálaflokkar, eins og Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa einnig birt kosningaauglýsingar á sama stað fyrir sveitarstjórnarkosningar í gegnum tíðina. Munurinn er hins vegar sá að Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í sveitarfélaginu og stýrir því úr ráðhúsinu þar sem auglýsingarnar eru. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár