Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd

Harð­ar deil­ur hafa geis­að í sveit­ar­stjórn Skaga­fjarð­ar út af fjár­mögn­un sveit­ar­fé­lags­ins á sýnd­ar­veru­leika­safni á Sauð­ár­króki. Fjár­mögn­un Skaga­fjarð­ar á verk­efn­inu er það mik­il að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið þarf að taka af­stöðu til þess á grund­velli EES-samn­ings­ins.

Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd
Reyna að áætla kostnað sveitarfélagsins Meirihlutinn í sveitarstjórn Skagafjarðar hefur keyrt fjármögnunina á sýndarveruleikasafninu áfram. Stefán Vagn Stefánsson er oddviti Framsóknarflokksins og formaður byggðaráðs.

Sveitarfélagið Skagafjörður semur við fyrirtæki sem tengist eiganda væntanlegs sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki, um að vera milliliður við endurbætur á húsnæðinu við Aðalgötu 21 í bænum. Fyrirtækið, Performa ehf., er skráð til heimilis í sama húsnæði og væntanlegur eigandi safnsins, Sýndarveruleiki ehf. Performa ehf. er eins konar yfirverktaki framkvæmdanna við sýndarveruleikasafnið en þær eiga að kosta 189 milljónir króna samkvæmt samningi milli þess og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem Stundin hefur undir höndum. 

Stundin greindi frá opnun sýndarveruleikasafnsins í mars en í því verður hægt að upplifa bardaga frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar, meðal annars Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, í gegnum sýndarveruleikatækni. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur út í verulegan kostnað vegna verkefnisins sem verður að stærstu leyti í eigu fjárfesta sem enn liggur ekki fyrir hverjir verða. Aðkoma Skagafjarðar að opnun sýndarveruleikasafnsins er mjög umdeild í sveitarfélaginu og hefur verið tekist á um hana ítrekað á fundum innan sveitarstjórnarinnar. 

„Ég kem ekki að þessum samningi að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár