Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd

Harð­ar deil­ur hafa geis­að í sveit­ar­stjórn Skaga­fjarð­ar út af fjár­mögn­un sveit­ar­fé­lags­ins á sýnd­ar­veru­leika­safni á Sauð­ár­króki. Fjár­mögn­un Skaga­fjarð­ar á verk­efn­inu er það mik­il að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið þarf að taka af­stöðu til þess á grund­velli EES-samn­ings­ins.

Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd
Reyna að áætla kostnað sveitarfélagsins Meirihlutinn í sveitarstjórn Skagafjarðar hefur keyrt fjármögnunina á sýndarveruleikasafninu áfram. Stefán Vagn Stefánsson er oddviti Framsóknarflokksins og formaður byggðaráðs.

Sveitarfélagið Skagafjörður semur við fyrirtæki sem tengist eiganda væntanlegs sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki, um að vera milliliður við endurbætur á húsnæðinu við Aðalgötu 21 í bænum. Fyrirtækið, Performa ehf., er skráð til heimilis í sama húsnæði og væntanlegur eigandi safnsins, Sýndarveruleiki ehf. Performa ehf. er eins konar yfirverktaki framkvæmdanna við sýndarveruleikasafnið en þær eiga að kosta 189 milljónir króna samkvæmt samningi milli þess og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem Stundin hefur undir höndum. 

Stundin greindi frá opnun sýndarveruleikasafnsins í mars en í því verður hægt að upplifa bardaga frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar, meðal annars Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, í gegnum sýndarveruleikatækni. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur út í verulegan kostnað vegna verkefnisins sem verður að stærstu leyti í eigu fjárfesta sem enn liggur ekki fyrir hverjir verða. Aðkoma Skagafjarðar að opnun sýndarveruleikasafnsins er mjög umdeild í sveitarfélaginu og hefur verið tekist á um hana ítrekað á fundum innan sveitarstjórnarinnar. 

„Ég kem ekki að þessum samningi að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár