Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd

Harð­ar deil­ur hafa geis­að í sveit­ar­stjórn Skaga­fjarð­ar út af fjár­mögn­un sveit­ar­fé­lags­ins á sýnd­ar­veru­leika­safni á Sauð­ár­króki. Fjár­mögn­un Skaga­fjarð­ar á verk­efn­inu er það mik­il að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið þarf að taka af­stöðu til þess á grund­velli EES-samn­ings­ins.

Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd
Reyna að áætla kostnað sveitarfélagsins Meirihlutinn í sveitarstjórn Skagafjarðar hefur keyrt fjármögnunina á sýndarveruleikasafninu áfram. Stefán Vagn Stefánsson er oddviti Framsóknarflokksins og formaður byggðaráðs.

Sveitarfélagið Skagafjörður semur við fyrirtæki sem tengist eiganda væntanlegs sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki, um að vera milliliður við endurbætur á húsnæðinu við Aðalgötu 21 í bænum. Fyrirtækið, Performa ehf., er skráð til heimilis í sama húsnæði og væntanlegur eigandi safnsins, Sýndarveruleiki ehf. Performa ehf. er eins konar yfirverktaki framkvæmdanna við sýndarveruleikasafnið en þær eiga að kosta 189 milljónir króna samkvæmt samningi milli þess og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem Stundin hefur undir höndum. 

Stundin greindi frá opnun sýndarveruleikasafnsins í mars en í því verður hægt að upplifa bardaga frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar, meðal annars Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, í gegnum sýndarveruleikatækni. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur út í verulegan kostnað vegna verkefnisins sem verður að stærstu leyti í eigu fjárfesta sem enn liggur ekki fyrir hverjir verða. Aðkoma Skagafjarðar að opnun sýndarveruleikasafnsins er mjög umdeild í sveitarfélaginu og hefur verið tekist á um hana ítrekað á fundum innan sveitarstjórnarinnar. 

„Ég kem ekki að þessum samningi að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár