Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd

Harð­ar deil­ur hafa geis­að í sveit­ar­stjórn Skaga­fjarð­ar út af fjár­mögn­un sveit­ar­fé­lags­ins á sýnd­ar­veru­leika­safni á Sauð­ár­króki. Fjár­mögn­un Skaga­fjarð­ar á verk­efn­inu er það mik­il að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið þarf að taka af­stöðu til þess á grund­velli EES-samn­ings­ins.

Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd
Reyna að áætla kostnað sveitarfélagsins Meirihlutinn í sveitarstjórn Skagafjarðar hefur keyrt fjármögnunina á sýndarveruleikasafninu áfram. Stefán Vagn Stefánsson er oddviti Framsóknarflokksins og formaður byggðaráðs.

Sveitarfélagið Skagafjörður semur við fyrirtæki sem tengist eiganda væntanlegs sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki, um að vera milliliður við endurbætur á húsnæðinu við Aðalgötu 21 í bænum. Fyrirtækið, Performa ehf., er skráð til heimilis í sama húsnæði og væntanlegur eigandi safnsins, Sýndarveruleiki ehf. Performa ehf. er eins konar yfirverktaki framkvæmdanna við sýndarveruleikasafnið en þær eiga að kosta 189 milljónir króna samkvæmt samningi milli þess og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem Stundin hefur undir höndum. 

Stundin greindi frá opnun sýndarveruleikasafnsins í mars en í því verður hægt að upplifa bardaga frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar, meðal annars Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, í gegnum sýndarveruleikatækni. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur út í verulegan kostnað vegna verkefnisins sem verður að stærstu leyti í eigu fjárfesta sem enn liggur ekki fyrir hverjir verða. Aðkoma Skagafjarðar að opnun sýndarveruleikasafnsins er mjög umdeild í sveitarfélaginu og hefur verið tekist á um hana ítrekað á fundum innan sveitarstjórnarinnar. 

„Ég kem ekki að þessum samningi að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár