Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Það sem ég hef lært af því að vera heyrnarlaus

Heið­dís Dögg Ei­ríks­dótt­ir er heyrn­ar­laus. Hún er hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, gift og móð­ir þriggja barna sem eru tví­tyngd og er formað­ur Fé­lags heyrn­ar­lausra. Hún seg­ist elska áskor­an­ir til að tak­ast á við.

Það sem ég hef lært af því að vera heyrnarlaus
Heiðdís Dögg Heyrnarleysið hefur veitt henni mörg tækifæri. Mynd: Heiða Helgadóttir

1. Að heyrnarleysi er ekki bara heyrnarleysi. Ég hef lært að heyrnarleysi á sér margar hliðar og enginn er eins. Heyrnarleysið er hluti af mér og hefur alltaf verið og ég myndi ekki vilja án þess vera. Heyrnarleysið skilgreinir mig ekki. Ég hef verið ósátt við heyrnarleysið eins og sumir eru kannski ósáttir við freknurnar, krullurnar, holdafarið eða annað. Ég hef þroskast og dafnað og afstaða mín til heyrnarleysisins hefur tekið mörgum breytingum eftir þroska, tíðaranda, aðstæðum og fleiru og breytist alltaf til betri vegar. Ég og heyrnarleysið mitt erum saman sem eitt í blíðu og stríðu og það er ekkert mál.

2. Að læra nýtt tungumál. Heyrnarleysið gaf mér nýtt stórkostlegt tungumál, íslenskt táknmál ásamt mörgum öðrum tungumálum á táknmáli. Ég tilheyri gríðarstóru samfélagi sem er samt lítið en ótrúlega sterkt og máttugt samfélag; táknmálssamfélag og menningarsamfélagið Döff. 

3. Að döff er töff. Döff er orðið sem ég lærði að við í samfélagi heyrnarlausra á Íslandi notum fyrir okkur sem erum heyrnarlaus/heyrnarskert og notum við íslenskt táknmál í okkar daglegu lífi til tjáningar og samskipta. 

4. Að í samfélagi döff alls staðar eru engin landamæri. Hvað á ég við með því? Jú, ég hef verið á göngu í Róm að spjalla við ferðafélaga minn og allt í einu kemur upp að okkur innfæddur döff Ítali sem kynnir sig og við erum farin að spjalla um allt og ekkert. Ég hef setið á kaffihúsi í París og séð þar fólk að tala saman á táknmáli og kynnt mig og við höldum enn sambandi í dag. Sumir sem þekkja lítið sem ekkert til döff líkja þessu við að ef rauðhærðir sjá annan rauðhærðan þá verði þeir strax vinir og finnst það skrýtið en þannig er þetta hjá okkur. 

5. Að í samfélagi heyrnarlausra úti um allan heim er tengslanetið stórt, haldin eru barnamót, unglingamót, æskulýðsmót, mót aldraðra, norræn menningarhátíð, íþróttamót og ólympíuleikar fyrir döff og pólítískir fundir þar sem heyrnarlausir hittast og leggja baráttu- og réttindamálin á borðið og finna lausnir. Ég vil líka nefna TEDex fyrir döff, listahátíðir og menningarhátíðir og margt, margt fleira sem ég hef ekki tölu á og hef ef til vill ekki kynnst enn. Ég hlakka til að stækka tenglsanetið mitt um ókomna tíð. 

6. Að mikil auðlind leynist í þessu samfélagi. Ég hef séð ótrúlegustu leiksýningar, tónleika, óperusöngva, ljóðaflutninga, kvikmyndir og margt fleira á táknmáli sem mig óraði ekki fyrir að væri til þegar ég steig mín fyrstu spor í táknmálssamfélaginu. 

„Það er jafnvægislist að tilheyra tveimur menningarheimum alla daga“

7. Að það er ekki öllum gefið að eiga samskipti við mig og mitt fólk. Ég hef þolinmæði, ég er stundum úrvinda á skilningsleysi fólks, ég hef umburðarlyndi til að gefa fólki tækifæri til að vinna með mér í samskiptum og á þá við fólk sem kann ekki tungumálið mitt, ég hef mætt fólki sem heldur uppi staðalímyndum af döff og þurft að rífa það niður ef ég er í stuði, ég hef verið kvíðin að vera ,,úti” í samfélagi þar sem fólk kann ekki tungumálið mitt, skilur ekki menninguna mína, er ekki opið fyrir því að mæta mér á miðri leið og ég hef verið í stuði að vera ,,úti” í samfélaginu til að tækla þetta fólk en stundum þarf ég að draga mig í skel. Skelin mín er fólkið sem talar tungumálið mitt, fólkið sem tilheyrir menningarsamfélagi mínu og ég hef stundum engan þrótt til að mæta á ættarmót því þá fara sumir í hlutverk ,,góðu frænkunnar” þar sem þau vilja allt fyrir mig gera því ég er með einhverja skerðingu í þeirra augum. Sumir furða sig á af hverju ég og vinir mínir vilja ef til vill velja frekar samkomur þar sem döff hittast, þar sem táknmálið er allsráðandi, heldur en að fara á ættarmót eða samkomur þar sem við erum í minnihluta. Það er jafnvægislist að tilheyra tveimur menningarheimum alla daga og börnin okkar hjónanna hafa hlotið þá list líka og það er magnað að fylgjast með því. 

8. Að heyrnarleysið hefur gefið mér mörg tækifæri en ég hef tekist á við verkefni sem margir jafnaldrar mínir hafa ekki tekist á við. Það að taka þátt á mótum, hvort sem er í íþróttum eða æskulýðsstarfi, hefur gefið mér forskot í þroska meðal annars í samskiptum við ólíka einstaklinga og að leysa flókin verkefni. Ég hef verið þátttakandi í Norðurlandaráði heyrnarlausra, verið fulltrúi Íslands á íþróttamótum, tekið þátt í fundum í Evrópuráðinu, hef undirbúið málþing og ráðstefnur á alþjóðlegum vettvangi og ég gæti haldið áfram að telja. 

9. Að forræðishyggjan er einn af verstum óvinum sem ég hef kynnst í tengslum við tungumálið mitt eða heyrnarleysið. Ég er ótrúlega lánsöm með fjölskyldu og vini, ekki er nógu oft gömul máltæki kveðin eins og við veljum ekki fjölskyldu en getum valið vini. Fjölskyldan mín hefur alltaf tekið mér eins og ég er, stutt mig, látið mig takast á við lífið á eigin forsendum, leyft mér að gera mistök, látið mig taka ábyrgð á gjörðum mínum, aldrei látið mér finnast ég vera með merkimiðann ,,heyrnarlaus”, hrósað mér þegar ég hef unnið fyrir því en ekki vegna þess að ég sé svona dUUUUGleg. Ég hef mætt fólki á lífsleiðinni sem hefur reynt að brjóta niður drauma mína eða draga úr væntingum mínum þegar ég var barn, unglingur og enn í dag en sem betur fer hefur bakland mitt og lífreynsla mín gert mig að þeirri manneskju sem ég er og ég veit best sjálf hvað ég get og hvað ekki. 

10. Að ég á ekki að þurfa að vera þakklát til að njóta menntunar og fá vinnu vegna þess að ég er heyrnarlaus. Stóra samfélagið hefur á einhvern hátt í gegnum tíðina af og til komið því til skila að ég eigi að vera þakklát fyrir að fá táknmálstúlka, þakklát fyrir að gera notið skólagöngunnar og þakklát fyrir að hafa vinnu en málið er að þetta eru mannréttindi, ekki forréttindi. Ég er ekkert heppin að fá túlk, en ég er heppin að hafa sloppið við bílslys, heppin að hafa ekki runnið í hálkunni og heppin að hafa náð fluginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár