Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ljósmæður höfnuðu samningi – Segja heilsu mæðra og nýfæddra barna stefnt í hættu

Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið legg­ur til skerð­ingu á þjón­ustu til að hægt sé að hækka launa­lið. Meiri fjár­mun­ir verði ekki sett­ir í mála­flokk­inn en nú er. Myndi kosta um 30 millj­ón­ir á ári að ganga að kröf­um ljós­mæðra.

Ljósmæður höfnuðu samningi – Segja heilsu mæðra og nýfæddra barna stefnt í hættu
Öryggi stefnt í voða Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu höfnuðu í gærkvöldi samningsdrögum við Sjúkratryggingar. Þær segja að tillögur heilbrigðisráðuneytisins um skerðingu þjónustu myndu stefna heilsu mæðra og nýfæddra barna í hættu. Mynd: Shutterstock

Sjálfstætt starfandi ljósmæður höfnuðu í gærkvöldi drögum að rammasamningi um heimaþjónustu sína við mæður og nýfædd börn. Ástæðan er sögð sú að heilbrigðisráðuneytið leggur í samningnum til skerðingu á þjónustu, svo unnt sé að hækka laun ljósmæðra, og það telja ljósmæður algjörlega óásættanlegt.

Ljósmæður sem sinna heimaþjónustu hafa verið samningslausar frá því í febrúar og í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um nýjan rammasamning um þjónustu þeirra fóru ljósmæður fram á að tímagjald í verktöku hækkaði úr 4.394 krónum upp í 5.000 krónur. Sú hækkun myndi kosta ríkissjóð um 30 milljónir á ársgrundvelli. Töldu ljósmæður sig hafa náð samkomulagi um það við Sjúkratryggingar fyrir páska. Það var hins vegar ekki skilningur Sjúkratrygginga né velferðarráðuneytisins sem litu svo á að um minnisblað væri að ræða þar sem farið var yfir hvað þyrfti til að koma svo hækka mætti launalið samningsins. Í ljósi þess að ekki var búið að ganga frá samningi lögðu allar sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu, 95 talsins, niður störf síðastliðinn mánudag.

Í gærkvöldi voru lögð fram samningsdrög sem unnin voru á fundi Sjúkratrygginga Íslands og fulltrúa ljósmæðra í gær. Niðurstaða fundarins var að samningsdrögin væru algjörlega óásættanleg „en þar leggur heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu.

Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti.  Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar."

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár