Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ljósmæður höfnuðu samningi – Segja heilsu mæðra og nýfæddra barna stefnt í hættu

Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið legg­ur til skerð­ingu á þjón­ustu til að hægt sé að hækka launa­lið. Meiri fjár­mun­ir verði ekki sett­ir í mála­flokk­inn en nú er. Myndi kosta um 30 millj­ón­ir á ári að ganga að kröf­um ljós­mæðra.

Ljósmæður höfnuðu samningi – Segja heilsu mæðra og nýfæddra barna stefnt í hættu
Öryggi stefnt í voða Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu höfnuðu í gærkvöldi samningsdrögum við Sjúkratryggingar. Þær segja að tillögur heilbrigðisráðuneytisins um skerðingu þjónustu myndu stefna heilsu mæðra og nýfæddra barna í hættu. Mynd: Shutterstock

Sjálfstætt starfandi ljósmæður höfnuðu í gærkvöldi drögum að rammasamningi um heimaþjónustu sína við mæður og nýfædd börn. Ástæðan er sögð sú að heilbrigðisráðuneytið leggur í samningnum til skerðingu á þjónustu, svo unnt sé að hækka laun ljósmæðra, og það telja ljósmæður algjörlega óásættanlegt.

Ljósmæður sem sinna heimaþjónustu hafa verið samningslausar frá því í febrúar og í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um nýjan rammasamning um þjónustu þeirra fóru ljósmæður fram á að tímagjald í verktöku hækkaði úr 4.394 krónum upp í 5.000 krónur. Sú hækkun myndi kosta ríkissjóð um 30 milljónir á ársgrundvelli. Töldu ljósmæður sig hafa náð samkomulagi um það við Sjúkratryggingar fyrir páska. Það var hins vegar ekki skilningur Sjúkratrygginga né velferðarráðuneytisins sem litu svo á að um minnisblað væri að ræða þar sem farið var yfir hvað þyrfti til að koma svo hækka mætti launalið samningsins. Í ljósi þess að ekki var búið að ganga frá samningi lögðu allar sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu, 95 talsins, niður störf síðastliðinn mánudag.

Í gærkvöldi voru lögð fram samningsdrög sem unnin voru á fundi Sjúkratrygginga Íslands og fulltrúa ljósmæðra í gær. Niðurstaða fundarins var að samningsdrögin væru algjörlega óásættanleg „en þar leggur heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu.

Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti.  Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar."

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár