Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ljósmæður höfnuðu samningi – Segja heilsu mæðra og nýfæddra barna stefnt í hættu

Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið legg­ur til skerð­ingu á þjón­ustu til að hægt sé að hækka launa­lið. Meiri fjár­mun­ir verði ekki sett­ir í mála­flokk­inn en nú er. Myndi kosta um 30 millj­ón­ir á ári að ganga að kröf­um ljós­mæðra.

Ljósmæður höfnuðu samningi – Segja heilsu mæðra og nýfæddra barna stefnt í hættu
Öryggi stefnt í voða Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu höfnuðu í gærkvöldi samningsdrögum við Sjúkratryggingar. Þær segja að tillögur heilbrigðisráðuneytisins um skerðingu þjónustu myndu stefna heilsu mæðra og nýfæddra barna í hættu. Mynd: Shutterstock

Sjálfstætt starfandi ljósmæður höfnuðu í gærkvöldi drögum að rammasamningi um heimaþjónustu sína við mæður og nýfædd börn. Ástæðan er sögð sú að heilbrigðisráðuneytið leggur í samningnum til skerðingu á þjónustu, svo unnt sé að hækka laun ljósmæðra, og það telja ljósmæður algjörlega óásættanlegt.

Ljósmæður sem sinna heimaþjónustu hafa verið samningslausar frá því í febrúar og í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um nýjan rammasamning um þjónustu þeirra fóru ljósmæður fram á að tímagjald í verktöku hækkaði úr 4.394 krónum upp í 5.000 krónur. Sú hækkun myndi kosta ríkissjóð um 30 milljónir á ársgrundvelli. Töldu ljósmæður sig hafa náð samkomulagi um það við Sjúkratryggingar fyrir páska. Það var hins vegar ekki skilningur Sjúkratrygginga né velferðarráðuneytisins sem litu svo á að um minnisblað væri að ræða þar sem farið var yfir hvað þyrfti til að koma svo hækka mætti launalið samningsins. Í ljósi þess að ekki var búið að ganga frá samningi lögðu allar sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu, 95 talsins, niður störf síðastliðinn mánudag.

Í gærkvöldi voru lögð fram samningsdrög sem unnin voru á fundi Sjúkratrygginga Íslands og fulltrúa ljósmæðra í gær. Niðurstaða fundarins var að samningsdrögin væru algjörlega óásættanleg „en þar leggur heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu.

Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti.  Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar."

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár