Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ljósmæður höfnuðu samningi – Segja heilsu mæðra og nýfæddra barna stefnt í hættu

Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið legg­ur til skerð­ingu á þjón­ustu til að hægt sé að hækka launa­lið. Meiri fjár­mun­ir verði ekki sett­ir í mála­flokk­inn en nú er. Myndi kosta um 30 millj­ón­ir á ári að ganga að kröf­um ljós­mæðra.

Ljósmæður höfnuðu samningi – Segja heilsu mæðra og nýfæddra barna stefnt í hættu
Öryggi stefnt í voða Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu höfnuðu í gærkvöldi samningsdrögum við Sjúkratryggingar. Þær segja að tillögur heilbrigðisráðuneytisins um skerðingu þjónustu myndu stefna heilsu mæðra og nýfæddra barna í hættu. Mynd: Shutterstock

Sjálfstætt starfandi ljósmæður höfnuðu í gærkvöldi drögum að rammasamningi um heimaþjónustu sína við mæður og nýfædd börn. Ástæðan er sögð sú að heilbrigðisráðuneytið leggur í samningnum til skerðingu á þjónustu, svo unnt sé að hækka laun ljósmæðra, og það telja ljósmæður algjörlega óásættanlegt.

Ljósmæður sem sinna heimaþjónustu hafa verið samningslausar frá því í febrúar og í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um nýjan rammasamning um þjónustu þeirra fóru ljósmæður fram á að tímagjald í verktöku hækkaði úr 4.394 krónum upp í 5.000 krónur. Sú hækkun myndi kosta ríkissjóð um 30 milljónir á ársgrundvelli. Töldu ljósmæður sig hafa náð samkomulagi um það við Sjúkratryggingar fyrir páska. Það var hins vegar ekki skilningur Sjúkratrygginga né velferðarráðuneytisins sem litu svo á að um minnisblað væri að ræða þar sem farið var yfir hvað þyrfti til að koma svo hækka mætti launalið samningsins. Í ljósi þess að ekki var búið að ganga frá samningi lögðu allar sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu, 95 talsins, niður störf síðastliðinn mánudag.

Í gærkvöldi voru lögð fram samningsdrög sem unnin voru á fundi Sjúkratrygginga Íslands og fulltrúa ljósmæðra í gær. Niðurstaða fundarins var að samningsdrögin væru algjörlega óásættanleg „en þar leggur heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu.

Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti.  Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar."

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár