Afstaða Sjálfstæðisflokksins til Borgarlínu, nýs kerfis almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, er óljós þegar mánuður er til kosninga. Sveitarstjórnarmenn flokksins í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur styðja verkefnið, en frambjóðendurnir í borginni leggjast gegn því eða taka ekki afstöðu. Borgarfulltrúar flokksins greiddu atkvæði gegn verkefninu í borgarstjórn, en aðeins einn þeirra er enn í framboði í kosningunum í vor. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ríkinu sniðinn þröngur stakkur til að fjármagna Borgarlínu.
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrr í mánuðinum, en ekki var minnst á Borgarlínu í kaflanum um samgöngur. Hins vegar snúa loforðin að bættum Strætó, sérakreinum fyrir vagna og tíðari ferðir, sem allt eru meginatriði í Borgarlínuverkefninu. „Þau eru stór en þau eru raunsæ og þau borga sig sjálf,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti listans, um kosningaloforðin. Hann hefur gagnrýnt Borgarlínu fyrir að vera dýra og þunglamalega lausn. „Ég vil hverfa frá draumsýnum um lesta- og borgarlínukerfi,“ sagði hann í grein í Morgunblaðinu 15. …
Athugasemdir