Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnmálaflokkar fá sögulega há framlög úr ríkissjóði

Flokk­arn­ir á Al­þingi fá 100 millj­ón króna hærri fram­lög úr rík­is­sjóði en þeg­ar þau fór hæst 2008. Þing­mað­ur Pírata tel­ur að ver­ið sé að bæta upp lægri fram­lög einka­að­ila.

Stjórnmálaflokkar fá sögulega há framlög úr ríkissjóði
Björn Leví Gunnarsson Þingmaður Pírata telur ríkissjóð bæta stjórnmálaflokkum upp lægri framlög frá einkaaðilum. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka eru nú 100 milljón krónum hærri að núvirði en þegar þau fór hæst árið 2008. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir og birti á Facebook.

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækkuðu um 127%, úr 286 milljónum króna um 362 milljónir króna um áramótin. Standa þau nú í 648 milljónum króna, en fóru hæst í tæpar 546 milljónir króna að núvirði árið 2008.

„Rökin fyrir því að hækka fjárframlögin voru að styrkja lýðræðið og laga þá rýrnun sem orðið hefur á fjárframlögum til stjórnmálasamtaka frá hruni,“ skrifar Björn Leví. „Hvort tveggja eru alveg málefnaleg rök en upphæðin er það ekkert endilega.“

Ár Framlög á fjárlögum Framlög einkaaðila
2007 511.810.000 kr. 358.134.258 kr.
2008 545.733.000 kr. 134.490.484 kr.
2009 501.153.000 kr. 218.044.500 kr.
2010 416.118.000 kr. 173.596.242 kr.
2011 364.127.000 kr. 120.333.197 kr.
2012 335.824.000 kr. 115.866.181 kr.
2013 317.440.000 kr. 236.322.635 kr.
2014 281.126.000 kr. 159.797.260 kr.
2015 302.016.000 kr. 127.174.525 kr.
2016 296.868.000 kr. 141.316.284 kr.
2017 291.720.000 kr. upplýsingar vantar
2018 648.000.000 kr. upplýsingar vantar

Telur ríkissjóð fjármagna lækkandi framlög einkaaðila

Björn Leví fékk einnig gögn um fjárframlög einkaaðila til stjórnmálaflokka. Framlög einkaaðila voru hæst árið 2007, eða 358 milljónir króna að núvirði. Kosningaárin 2009 og 2013 hækkuðu þau töluvert miðað við önnur ár, en kosningaárið 2016 námu framlög einkaaðila einungis 141 milljón króna.

Björn Leví ber hækkunina saman við þróun á fjárframlögum einkaaðila. „Niðurstaðan lítur semsagt út fyrir að vera að lækkandi framlög einkaaðila til stjórnmálasamtaka séu nú fjármögnuð úr ríkissjóði,“ skrifar Björn Leví. „100 milljóna uppbót, úr ríkissjóði.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár