Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnmálaflokkar fá sögulega há framlög úr ríkissjóði

Flokk­arn­ir á Al­þingi fá 100 millj­ón króna hærri fram­lög úr rík­is­sjóði en þeg­ar þau fór hæst 2008. Þing­mað­ur Pírata tel­ur að ver­ið sé að bæta upp lægri fram­lög einka­að­ila.

Stjórnmálaflokkar fá sögulega há framlög úr ríkissjóði
Björn Leví Gunnarsson Þingmaður Pírata telur ríkissjóð bæta stjórnmálaflokkum upp lægri framlög frá einkaaðilum. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka eru nú 100 milljón krónum hærri að núvirði en þegar þau fór hæst árið 2008. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir og birti á Facebook.

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækkuðu um 127%, úr 286 milljónum króna um 362 milljónir króna um áramótin. Standa þau nú í 648 milljónum króna, en fóru hæst í tæpar 546 milljónir króna að núvirði árið 2008.

„Rökin fyrir því að hækka fjárframlögin voru að styrkja lýðræðið og laga þá rýrnun sem orðið hefur á fjárframlögum til stjórnmálasamtaka frá hruni,“ skrifar Björn Leví. „Hvort tveggja eru alveg málefnaleg rök en upphæðin er það ekkert endilega.“

Ár Framlög á fjárlögum Framlög einkaaðila
2007 511.810.000 kr. 358.134.258 kr.
2008 545.733.000 kr. 134.490.484 kr.
2009 501.153.000 kr. 218.044.500 kr.
2010 416.118.000 kr. 173.596.242 kr.
2011 364.127.000 kr. 120.333.197 kr.
2012 335.824.000 kr. 115.866.181 kr.
2013 317.440.000 kr. 236.322.635 kr.
2014 281.126.000 kr. 159.797.260 kr.
2015 302.016.000 kr. 127.174.525 kr.
2016 296.868.000 kr. 141.316.284 kr.
2017 291.720.000 kr. upplýsingar vantar
2018 648.000.000 kr. upplýsingar vantar

Telur ríkissjóð fjármagna lækkandi framlög einkaaðila

Björn Leví fékk einnig gögn um fjárframlög einkaaðila til stjórnmálaflokka. Framlög einkaaðila voru hæst árið 2007, eða 358 milljónir króna að núvirði. Kosningaárin 2009 og 2013 hækkuðu þau töluvert miðað við önnur ár, en kosningaárið 2016 námu framlög einkaaðila einungis 141 milljón króna.

Björn Leví ber hækkunina saman við þróun á fjárframlögum einkaaðila. „Niðurstaðan lítur semsagt út fyrir að vera að lækkandi framlög einkaaðila til stjórnmálasamtaka séu nú fjármögnuð úr ríkissjóði,“ skrifar Björn Leví. „100 milljóna uppbót, úr ríkissjóði.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár