Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð gagnrýndi „kerfið“ og sagði sótt að fullveldinu

Formað­ur Mið­flokks­ins beindi spjót­um sín­um að „kerf­inu“ og er­lend­um að­il­um í setn­ing­ar­ræðu lands­þings. Hann sagði Mið­flokk­inn „þora að stjórna“ og virt­ist þakka Leið­rétt­ing­unni efna­hags­leg­an við­snún­ing.

Sigmundur Davíð gagnrýndi „kerfið“ og sagði sótt að fullveldinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi „kerfið“, erlend áhrif og vogunarsjóði í ræðu sinni við setningu landsþings Miðflokksins, sem fram fer í Hörpu um helgina. Landsþingið ber yfirskriftina „Upphaf nýrra tíma“. „Við ætlum að innleiða nýja tíma í íslenskum stjórnmálum og ekki veitir af,“ sagði Sigmundur Davíð í upphafi ræðu sinnar, en hann er einn í framboði til formanns.

Í ræðu sinni beindi Sigmundur spjótum sínum að „kerfinu“, sem hann telur að hafi staðið í vegi fyrir umbótamálum í hans ráðherratíð. Hann sagði stjórnmálaflokka fórna málefnum og kosningaloforðum fyrir ráðherrastóla og eftirláta kerfinu að stjórna landinu. Nefndi hann sérstaklega núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem hann sagði myndaða um að verja núverandi kerfi. Þá sagði ráðherra afhenda vald sitt til kerfisins. „Það er nefnilega orðið alltof fátítt í stjórnmálum að menn vilji yfir höfuð stjórna,“ sagði Sigmundur Davíð. „Menn vilja vera ráðherrar og hafa ákveðnar stöður í pólitík, en vilja menn stjórna?“

Hann sagði Miðflokkinn standa við það sem hann segir og gefin fyrirheit og að flokkurinn „þori að stjórna“. Stefna Miðflokksins byggi ekki á fyrirfram gefinni hugmyndafræði, aðlagi ekki raunveruleikann að hugmyndafræði sinni eins og aðrir flokkar, heldur öfugt. „Við þessar aðstæður virka stjórnmálin ekki, lýðræðið virkar ekki sem skyldi, rétturinn er tekinn af þeim sem eiga að fara með valdið, almenningi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Skýrasta dæmið er núverandi ríkisstjórn.“

Útlendingar sækja að fullveldinu

Sigmundur Davíð virtist þakka „Leiðréttingunni“, skuldaniðurfellingu í kjölfar hruns, þann viðsnúning sem varð í efnahagsmálum á þessum árum. „Þegar var ráðist í stórar aðgerðir í efnahagsmálum, sem var tilraun sem byggðist á skynsemishyggju og rökhugsun, þá skiluðu þær árangri,“ sagði Sigmundur Davíð.

Gögn sem fjármálaráðuneytið hefur lagt fram sýndu að skuldaleiðréttingin rann að mestu til tekjuhæstu hópa íslensks samfélags og fólks sem er á fimmtugs- og sextugsaldri. Tekjulægstu 20 prósentin fengu einungis 13 prósent af því skattfé sem varið var í skuldaniðurfellingarnar. „Leiðréttingin“ var kynnt sumarið 2014, en hagvöxtur árið 2013 var 4,3 prósent.

Þá vék hann máli sínu að 100 ára afmæli fullveldis Íslands og sagði að því sótt af erlendum öflum. Hann sagði að ætlast væri til þess að Ísland gefi eftir hvað varðar reglugerðir sem þurfi að innleiða og sagði erlenda vogunarsjóði ráða för á íslenskum fjármálamarkaði. „Fullveldið heldur ekki áfram sjálfkrafa,“ sagði Sigmundur Davíð. „Við sjáum nú þegar hvernig erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa sótt að fullveldinu á ýmsan hátt.“

Loks vísaði hann í ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Ísland. „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar, annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár