Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð gagnrýndi „kerfið“ og sagði sótt að fullveldinu

Formað­ur Mið­flokks­ins beindi spjót­um sín­um að „kerf­inu“ og er­lend­um að­il­um í setn­ing­ar­ræðu lands­þings. Hann sagði Mið­flokk­inn „þora að stjórna“ og virt­ist þakka Leið­rétt­ing­unni efna­hags­leg­an við­snún­ing.

Sigmundur Davíð gagnrýndi „kerfið“ og sagði sótt að fullveldinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi „kerfið“, erlend áhrif og vogunarsjóði í ræðu sinni við setningu landsþings Miðflokksins, sem fram fer í Hörpu um helgina. Landsþingið ber yfirskriftina „Upphaf nýrra tíma“. „Við ætlum að innleiða nýja tíma í íslenskum stjórnmálum og ekki veitir af,“ sagði Sigmundur Davíð í upphafi ræðu sinnar, en hann er einn í framboði til formanns.

Í ræðu sinni beindi Sigmundur spjótum sínum að „kerfinu“, sem hann telur að hafi staðið í vegi fyrir umbótamálum í hans ráðherratíð. Hann sagði stjórnmálaflokka fórna málefnum og kosningaloforðum fyrir ráðherrastóla og eftirláta kerfinu að stjórna landinu. Nefndi hann sérstaklega núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem hann sagði myndaða um að verja núverandi kerfi. Þá sagði ráðherra afhenda vald sitt til kerfisins. „Það er nefnilega orðið alltof fátítt í stjórnmálum að menn vilji yfir höfuð stjórna,“ sagði Sigmundur Davíð. „Menn vilja vera ráðherrar og hafa ákveðnar stöður í pólitík, en vilja menn stjórna?“

Hann sagði Miðflokkinn standa við það sem hann segir og gefin fyrirheit og að flokkurinn „þori að stjórna“. Stefna Miðflokksins byggi ekki á fyrirfram gefinni hugmyndafræði, aðlagi ekki raunveruleikann að hugmyndafræði sinni eins og aðrir flokkar, heldur öfugt. „Við þessar aðstæður virka stjórnmálin ekki, lýðræðið virkar ekki sem skyldi, rétturinn er tekinn af þeim sem eiga að fara með valdið, almenningi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Skýrasta dæmið er núverandi ríkisstjórn.“

Útlendingar sækja að fullveldinu

Sigmundur Davíð virtist þakka „Leiðréttingunni“, skuldaniðurfellingu í kjölfar hruns, þann viðsnúning sem varð í efnahagsmálum á þessum árum. „Þegar var ráðist í stórar aðgerðir í efnahagsmálum, sem var tilraun sem byggðist á skynsemishyggju og rökhugsun, þá skiluðu þær árangri,“ sagði Sigmundur Davíð.

Gögn sem fjármálaráðuneytið hefur lagt fram sýndu að skuldaleiðréttingin rann að mestu til tekjuhæstu hópa íslensks samfélags og fólks sem er á fimmtugs- og sextugsaldri. Tekjulægstu 20 prósentin fengu einungis 13 prósent af því skattfé sem varið var í skuldaniðurfellingarnar. „Leiðréttingin“ var kynnt sumarið 2014, en hagvöxtur árið 2013 var 4,3 prósent.

Þá vék hann máli sínu að 100 ára afmæli fullveldis Íslands og sagði að því sótt af erlendum öflum. Hann sagði að ætlast væri til þess að Ísland gefi eftir hvað varðar reglugerðir sem þurfi að innleiða og sagði erlenda vogunarsjóði ráða för á íslenskum fjármálamarkaði. „Fullveldið heldur ekki áfram sjálfkrafa,“ sagði Sigmundur Davíð. „Við sjáum nú þegar hvernig erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa sótt að fullveldinu á ýmsan hátt.“

Loks vísaði hann í ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Ísland. „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar, annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár