Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Ír­is Ró­berts­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gef­ur kost á sér í odd­vita­sæti nýs fram­boðs í Vest­manna­eyj­um. Vill lýð­ræð­is­legri vinnu­brögð.

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum
Átök í Eyjum Nýtt framboð mun bjóða fram til sveitarstjórnar í Vestmannaeyjum. Einn helsti hvatinn að hinu nýja framboði er óánægja sumra Sjálfstæðismanna með starf flokksins í Eyjum, meðal annars með þá leið sem farin var við val á lista. Íris Róbertsdóttir, fyrrverandi varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið kost á sér til að leiða hinn nýja lista. Mynd: Twitter

Deilur um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum komust í hámæli snemma árs en þá var felld tillaga um að halda skyldi prófkjör innan flokksins. Slík leið hefur ekki verið farin í 28 ár, þrátt fyrir að prófkjörsleiðin sé meginregla í samþykktum Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að uppstillingu á framboðslista hans. Óánægja sumra Sjálfstæðismanna með niðurstöðuna var slík að í síðustu viku var boðað til stofnfundar bæjarmálafélags í Vestmannaeyjum og varð niðurstaðan sú að það félag myndi bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þau tíðindi urðu síðan að Íris Róbertsdóttir, fyrrverandi varaþingkona flokksins, steig fram í byrjun þessarar viku og lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér til að leiða listann.

Mikið vígi flokksins

Vestmannaeyjar hafa verið gríðarlegt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn áratugum saman. Frá árinu 1990 hefur flokkurinn hlotið hreinan meirihluta í öllum bæjarastjórnarkosningum þar, utan árið 2002 þegar flokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna af sjö. Í síðustu kosningum, 2014, vann flokkurinn síðan fáheyrðan sigur og hlaut 73 prósent greiddra atkvæða. Því eru það nokkur tíðindi nú að óánægja innan flokksins hafi brotist með þessum hætti upp á yfirborðið og valdi því að Sjálfstæðisfólk bjóði nú fram gegn félögum sínum.

Stundin heyrði í Írisi og grennslaðist fyrir um það hví hún hefði ákveðið að gefa kost á sér til að leiða hinn nýja lista. Íris segir að það hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Það hafa verið svona ýmsar væringar í kringum framboðsmálin og það var ekki sérstök sátt um hvernig ætti að velja á lista Sjálfstæðisflokksins. Ég fór á fund bæjarmálafélagsins sem stofnað var hér í síðustu viku, daginn eftir að listi Sjálfstæðisflokksins var kynntur, og mér leist afar vel á það. Félagið á að standa fyrir flott grunngildi og lýðræðisleg vinnubrögð sem mér líst mjög vel á. Þann dag fékk ég áskorun frá 195 Vestmannaeyingum um að gefa kost á mér til að leiða nýjan lista og ég tók bara ákvörðun um að gefa kost á mér.“

Þáði ekki þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Vestmannaeyjar

Íris vill ekki samþykkja að bæjarmálafélagið sá aðeins óánægjuframboð ósátts Sjálfstæðisfólks, það sé opið öllum íbúum Vestmannaeyja og allir séu velkomnir. Félagið sé í eðli sínu þverpólitískt. „En það eru vissulega undirliggjandi ástæður fyrir því að fólk vilji finna sér annan vettvang. Allir sem þarna koma að vilja bæta samfélagið og láta gott af sér leiða. Mér finnst að það þurfi að ástunda lýðræðisleg vinnubrögð til að bæta samfélagið.“

Hefði verið samþykkt að halda prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum, þá hefði Íris gefið kost á sér þar, segir hún. Það gaf hún út strax í janúar. Spurð hvort rætt hafi verið við hana um að taka sæti á lista flokksins, eftir að tillaga um prófkjör var felld, játar hún því. „Það var rætt við mig í byrjun mars og mér boðið þriðja sæti en það voru ástæður fyrir því að ég vildi ekki þiggja það. Það var ekki haft samband aftur.“

Ekki tími fyrir prófkjör

Íris segist ekki hafa áhuga á að fara að greina ástæður deilna innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft afskaplega sterka stöðu lengi í Vestmannaeyjum. Það sem hefur hins vegar ekki verið gert í 28 ár er að halda prófkjör. Hér er ofboðslega margt fólk skráð í flokkinn sem myndi vilja hafa áhrif á hvernig lista flokksins er stillt upp en það varð ekki. Þetta þyrfti að vera opnara og lýðræðislegra.“

Þegar bent er á að ekki standi til að halda prófkjör innan bæjarmálafélagisins og Íris spurð hvort það sé ekki í mótsögn við hennar málflutning svarar hún því játandi. „Bæjarmálafélagið er stofnað mjög seint í aðdraganda kosninga og helsta gagnrýnin sem ég heyri er á þetta, að stjórn bæjaramálafélagsins sá sér ekki fært að halda prófkjör, þvert á það sem ég hefði viljað. Bæði er félagið ekki stjórnmálaflokkur og svo er tíminn bara orðinn of naumur. Það hefði þurft mun lengri tíma, utankjörfundaatkvæðagreiðsla er til að mynda búin að vera í gangi í meira en viku. Ég fer samt ekki ofan af því að það að halda prófkjör, að leyfa fólki að koma að málum, er alltaf besta leiðin. Ég hef alltaf talað fyrir því, það er meginregla Sjálfstæðisflokksins, en hún hefur því miður ekki verið virkjuð í Vestmannaeyjum mjög lengi.“

Segir sig frá trúnaðarstörfum

Íris segist þrátt fyrir þetta ekki ætla að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum en hún muni vissulega segja sig frá trúnaðarstörfum. „Allar ákvarðanir sem við tökum hafa áhrif á líf okkar. Ef ég tek sæti á lista bæjarmálafélgsins mun ég segja mig frá þeim trúnaðarstörfum sem ég gegni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég ætla hins vegar ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum, en það eru að vísu skipulagsreglur innan flokksins sem segja að vísa eigi þeim úr flokknum sem taki sæti á lista annarra framboða.“

Spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá ekki staðið sig vel við stjórnun bæjarfélagsins, og eins hvort það verði einhver munur á stefnumálum framboðanna tveggja, svarar Íris því játandi í báðum tilvikum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur að mörgu leyti staðið sig mjög vel, eins og bæjarastjórn Vestmannaeyja öll. En eins og alltaf er þá eru ákveðnir hlutir sem hægt er að gera betur. Ég ætla að fá að fara út í þá sálma seinna, ég er ekki komin með umboð til þess því ég er ekki enn orðin frambjóðandi bæjarmálafélagsins. Ég hef því ekki pólitískt umboð til að svara neinu um þetta ennþá en með nýju fólki koma nýjar áherslur, það er alltaf þannig.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár