Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Ír­is Ró­berts­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gef­ur kost á sér í odd­vita­sæti nýs fram­boðs í Vest­manna­eyj­um. Vill lýð­ræð­is­legri vinnu­brögð.

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum
Átök í Eyjum Nýtt framboð mun bjóða fram til sveitarstjórnar í Vestmannaeyjum. Einn helsti hvatinn að hinu nýja framboði er óánægja sumra Sjálfstæðismanna með starf flokksins í Eyjum, meðal annars með þá leið sem farin var við val á lista. Íris Róbertsdóttir, fyrrverandi varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið kost á sér til að leiða hinn nýja lista. Mynd: Twitter

Deilur um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum komust í hámæli snemma árs en þá var felld tillaga um að halda skyldi prófkjör innan flokksins. Slík leið hefur ekki verið farin í 28 ár, þrátt fyrir að prófkjörsleiðin sé meginregla í samþykktum Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að uppstillingu á framboðslista hans. Óánægja sumra Sjálfstæðismanna með niðurstöðuna var slík að í síðustu viku var boðað til stofnfundar bæjarmálafélags í Vestmannaeyjum og varð niðurstaðan sú að það félag myndi bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þau tíðindi urðu síðan að Íris Róbertsdóttir, fyrrverandi varaþingkona flokksins, steig fram í byrjun þessarar viku og lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér til að leiða listann.

Mikið vígi flokksins

Vestmannaeyjar hafa verið gríðarlegt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn áratugum saman. Frá árinu 1990 hefur flokkurinn hlotið hreinan meirihluta í öllum bæjarastjórnarkosningum þar, utan árið 2002 þegar flokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna af sjö. Í síðustu kosningum, 2014, vann flokkurinn síðan fáheyrðan sigur og hlaut 73 prósent greiddra atkvæða. Því eru það nokkur tíðindi nú að óánægja innan flokksins hafi brotist með þessum hætti upp á yfirborðið og valdi því að Sjálfstæðisfólk bjóði nú fram gegn félögum sínum.

Stundin heyrði í Írisi og grennslaðist fyrir um það hví hún hefði ákveðið að gefa kost á sér til að leiða hinn nýja lista. Íris segir að það hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Það hafa verið svona ýmsar væringar í kringum framboðsmálin og það var ekki sérstök sátt um hvernig ætti að velja á lista Sjálfstæðisflokksins. Ég fór á fund bæjarmálafélagsins sem stofnað var hér í síðustu viku, daginn eftir að listi Sjálfstæðisflokksins var kynntur, og mér leist afar vel á það. Félagið á að standa fyrir flott grunngildi og lýðræðisleg vinnubrögð sem mér líst mjög vel á. Þann dag fékk ég áskorun frá 195 Vestmannaeyingum um að gefa kost á mér til að leiða nýjan lista og ég tók bara ákvörðun um að gefa kost á mér.“

Þáði ekki þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Vestmannaeyjar

Íris vill ekki samþykkja að bæjarmálafélagið sá aðeins óánægjuframboð ósátts Sjálfstæðisfólks, það sé opið öllum íbúum Vestmannaeyja og allir séu velkomnir. Félagið sé í eðli sínu þverpólitískt. „En það eru vissulega undirliggjandi ástæður fyrir því að fólk vilji finna sér annan vettvang. Allir sem þarna koma að vilja bæta samfélagið og láta gott af sér leiða. Mér finnst að það þurfi að ástunda lýðræðisleg vinnubrögð til að bæta samfélagið.“

Hefði verið samþykkt að halda prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum, þá hefði Íris gefið kost á sér þar, segir hún. Það gaf hún út strax í janúar. Spurð hvort rætt hafi verið við hana um að taka sæti á lista flokksins, eftir að tillaga um prófkjör var felld, játar hún því. „Það var rætt við mig í byrjun mars og mér boðið þriðja sæti en það voru ástæður fyrir því að ég vildi ekki þiggja það. Það var ekki haft samband aftur.“

Ekki tími fyrir prófkjör

Íris segist ekki hafa áhuga á að fara að greina ástæður deilna innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft afskaplega sterka stöðu lengi í Vestmannaeyjum. Það sem hefur hins vegar ekki verið gert í 28 ár er að halda prófkjör. Hér er ofboðslega margt fólk skráð í flokkinn sem myndi vilja hafa áhrif á hvernig lista flokksins er stillt upp en það varð ekki. Þetta þyrfti að vera opnara og lýðræðislegra.“

Þegar bent er á að ekki standi til að halda prófkjör innan bæjarmálafélagisins og Íris spurð hvort það sé ekki í mótsögn við hennar málflutning svarar hún því játandi. „Bæjarmálafélagið er stofnað mjög seint í aðdraganda kosninga og helsta gagnrýnin sem ég heyri er á þetta, að stjórn bæjaramálafélagsins sá sér ekki fært að halda prófkjör, þvert á það sem ég hefði viljað. Bæði er félagið ekki stjórnmálaflokkur og svo er tíminn bara orðinn of naumur. Það hefði þurft mun lengri tíma, utankjörfundaatkvæðagreiðsla er til að mynda búin að vera í gangi í meira en viku. Ég fer samt ekki ofan af því að það að halda prófkjör, að leyfa fólki að koma að málum, er alltaf besta leiðin. Ég hef alltaf talað fyrir því, það er meginregla Sjálfstæðisflokksins, en hún hefur því miður ekki verið virkjuð í Vestmannaeyjum mjög lengi.“

Segir sig frá trúnaðarstörfum

Íris segist þrátt fyrir þetta ekki ætla að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum en hún muni vissulega segja sig frá trúnaðarstörfum. „Allar ákvarðanir sem við tökum hafa áhrif á líf okkar. Ef ég tek sæti á lista bæjarmálafélgsins mun ég segja mig frá þeim trúnaðarstörfum sem ég gegni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég ætla hins vegar ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum, en það eru að vísu skipulagsreglur innan flokksins sem segja að vísa eigi þeim úr flokknum sem taki sæti á lista annarra framboða.“

Spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá ekki staðið sig vel við stjórnun bæjarfélagsins, og eins hvort það verði einhver munur á stefnumálum framboðanna tveggja, svarar Íris því játandi í báðum tilvikum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur að mörgu leyti staðið sig mjög vel, eins og bæjarastjórn Vestmannaeyja öll. En eins og alltaf er þá eru ákveðnir hlutir sem hægt er að gera betur. Ég ætla að fá að fara út í þá sálma seinna, ég er ekki komin með umboð til þess því ég er ekki enn orðin frambjóðandi bæjarmálafélagsins. Ég hef því ekki pólitískt umboð til að svara neinu um þetta ennþá en með nýju fólki koma nýjar áherslur, það er alltaf þannig.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár