Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfstæðismenn lögðust gegn borgarlínu: „Myllusteinn um háls skattgreiðenda“

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks greiddu at­kvæði gegn Borg­ar­línu á fundi borg­ar­stjórn­ar í gær. Fram­bjóð­end­ur flokks­ins eru ósam­mála um ágæti fram­kvæmd­anna.

Sjálfstæðismenn lögðust gegn borgarlínu: „Myllusteinn um háls skattgreiðenda“
Myllusteinn um háls Kjartan Magnússon, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Borgarlína yrði myllusteinn um háls skattgreiðenda. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi Borgarlínu á borgarstjórnarfundi í gær. Mynd: Pressphotos.biz

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á fundi borgarstjórnar í gær gegn svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðsins varðandi svokallaða Borgarlínu. Málið snérist um samþykkt Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem skilgreindir eru samgöngu- og þróunarásar fyrir Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa nú í sameiningu.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði á fundi borgarstjórnar í gær að Borgarlína yrði myllusteinn um háls skattgreiðenda. „Ég held að öll þessi vinna í kringum Borgarlínu sé því marki brennd að eiga að þjóna eins og margar aðrar glærusýningar borgarstjóra, sem eins konar villuljós gagnvart þeim málaflokkum sem meirihlutinn ræður ekki við,“ sagði Kjartan. „Borgarlína, markmiðið er göfugt, en það er hins vegar mjög ólíklegt að við náum að efla almenningssamgöngur sem nokkru nemi sérstaklega með þeirri aðgerð og það er alveg ljóst að það gerist ekki strax. Ég tel að Borgarlínuhugmyndin sé að miklu leyti villuljós, sem núverandi meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna setur á flot til þess að draga athyglina frá slælegri frammistöðu þessara flokka í almenningssamgöngum í Reykjavík.“

Afstaða frambjóðenda flokksins á skjön

Aðeins einn af núverandi borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Marta Guðjónsdóttir, sækist eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hún sagði á fundinum stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum vera skýra, flokkurinn vilji samgöngumiðstöð í Kringlunni og efla almenningssamgöngur. „Við viljum skoða alla samgöngukosti, en við höfum sett mikinn fyrirvara hvað varðar Borgarlínu,“ sagði Marta. „Við vitum að á endanum lendir það á skattgreiðendum að borga brúsann, bæði framkvæmdina og reksturinn.“

Eyþór Arnalds

Eyþór Arnalds leiðir lista flokksins í borginni, en Hildur Björnsdóttir skipar 2. sætið. Hildur hefur í viðtölum lýst sig jákvæða gagnvart Borgarlínu. Í viðtali við Vísi sagði Hildur ekkert því til fyrirstöðu að Reykjavík vinni Borgarlínu í samvinnu við nágrannasveitarfélögin. „Ég er ung og mér finnst gaman að hafa framtíðarsýn og það er margt spennandi í þessum hugmyndum um borgarlínu en fólk hefur líka ýmsar áhyggjur, til dæmis að kostnaðurinn sé mjög vanreiknaður og að það eigi að loka einhverjum stórum stofnbrautum sem nú þegar eru stíflaðar og svo framvegis og mér finnst allt í lagi að taka tillit til þess að fólk hafi þessar áhyggjur,“ sagði Hildur.

Oddviti framboðsins, Eyþór Arnalds, hefur sagt að hann telji að Borgarlína muni auka á vandann í gatnakerfinu. Í kosningaáherslum flokksins, sem Eyþór kynnti á dögunum segir: „Bætum Strætó með tíðari ferðum, bættu leiðarkerfi og betri skýlum“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár