Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfstæðismenn lögðust gegn borgarlínu: „Myllusteinn um háls skattgreiðenda“

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks greiddu at­kvæði gegn Borg­ar­línu á fundi borg­ar­stjórn­ar í gær. Fram­bjóð­end­ur flokks­ins eru ósam­mála um ágæti fram­kvæmd­anna.

Sjálfstæðismenn lögðust gegn borgarlínu: „Myllusteinn um háls skattgreiðenda“
Myllusteinn um háls Kjartan Magnússon, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Borgarlína yrði myllusteinn um háls skattgreiðenda. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi Borgarlínu á borgarstjórnarfundi í gær. Mynd: Pressphotos.biz

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á fundi borgarstjórnar í gær gegn svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðsins varðandi svokallaða Borgarlínu. Málið snérist um samþykkt Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem skilgreindir eru samgöngu- og þróunarásar fyrir Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa nú í sameiningu.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði á fundi borgarstjórnar í gær að Borgarlína yrði myllusteinn um háls skattgreiðenda. „Ég held að öll þessi vinna í kringum Borgarlínu sé því marki brennd að eiga að þjóna eins og margar aðrar glærusýningar borgarstjóra, sem eins konar villuljós gagnvart þeim málaflokkum sem meirihlutinn ræður ekki við,“ sagði Kjartan. „Borgarlína, markmiðið er göfugt, en það er hins vegar mjög ólíklegt að við náum að efla almenningssamgöngur sem nokkru nemi sérstaklega með þeirri aðgerð og það er alveg ljóst að það gerist ekki strax. Ég tel að Borgarlínuhugmyndin sé að miklu leyti villuljós, sem núverandi meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna setur á flot til þess að draga athyglina frá slælegri frammistöðu þessara flokka í almenningssamgöngum í Reykjavík.“

Afstaða frambjóðenda flokksins á skjön

Aðeins einn af núverandi borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Marta Guðjónsdóttir, sækist eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hún sagði á fundinum stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum vera skýra, flokkurinn vilji samgöngumiðstöð í Kringlunni og efla almenningssamgöngur. „Við viljum skoða alla samgöngukosti, en við höfum sett mikinn fyrirvara hvað varðar Borgarlínu,“ sagði Marta. „Við vitum að á endanum lendir það á skattgreiðendum að borga brúsann, bæði framkvæmdina og reksturinn.“

Eyþór Arnalds

Eyþór Arnalds leiðir lista flokksins í borginni, en Hildur Björnsdóttir skipar 2. sætið. Hildur hefur í viðtölum lýst sig jákvæða gagnvart Borgarlínu. Í viðtali við Vísi sagði Hildur ekkert því til fyrirstöðu að Reykjavík vinni Borgarlínu í samvinnu við nágrannasveitarfélögin. „Ég er ung og mér finnst gaman að hafa framtíðarsýn og það er margt spennandi í þessum hugmyndum um borgarlínu en fólk hefur líka ýmsar áhyggjur, til dæmis að kostnaðurinn sé mjög vanreiknaður og að það eigi að loka einhverjum stórum stofnbrautum sem nú þegar eru stíflaðar og svo framvegis og mér finnst allt í lagi að taka tillit til þess að fólk hafi þessar áhyggjur,“ sagði Hildur.

Oddviti framboðsins, Eyþór Arnalds, hefur sagt að hann telji að Borgarlína muni auka á vandann í gatnakerfinu. Í kosningaáherslum flokksins, sem Eyþór kynnti á dögunum segir: „Bætum Strætó með tíðari ferðum, bættu leiðarkerfi og betri skýlum“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár