Samskipti við erlend ríki ástæða trúnaðar um mál Hauks

Í minn­is­blaði til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um mál­efni Hauks Hilm­ars­son­ar eru upp­lýs­ing­ar um sam­skipti við er­lend ríki og fjöl­þjóða­stofn­an­ir. Ekki hægt að birta þau sam­skipti án þess að fyr­ir­gera trún­aði að mati ráðu­neyt­is­ins.

Samskipti við erlend ríki ástæða trúnaðar um mál Hauks
Engar nýjar upplýsingar Samkvæmt svörum utanríkismálaráðuneytisins hafa engar markverðar upplýsingar komið fram um mál Hauks Hilmarssonar síðustu viku. Mynd: Mbl

Ástæða þess að trúnaður ríkir um minnisblað það sem utanríkisráðuneytið afhenti utanríkismálanefnd Alþingis um málefni Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi, er sú að í því koma fram upplýsingar sem lúta að samskiptum við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir. Væru þær upplýsingar gerðar opinberar myndi trúnaði í samskiptum vera fyrirgert. Því fengu aðstandendur Hauks Hilmarssonar ekki sömu gögn og nefndinni voru afhent. Engar upplýsingar hafa komið fram um mál Hauks síðustu daga.

Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn Stundarinnar. Í því kemur fram að aðstandendum Hauks hafi verið afhent öll gögn er varði mál hans sem „heimilt var að veita aðgang að samkvæmt upplýsingalögum. Minnisblaðið sem utanríkismálanefnd fékk innihélt svar við spurningu um verkferla hjá íslenskum stjórnvöldum vegna íslenskra ríkisborgara á átakasvæðum og almennar upplýsingar um stöðu máls Hauks Hilmarssonar.“

Ekki komið fram nýjar upplýsingar

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, lýsti því í frétt Stundarinnar í síðustu viku að hún hefði óskað eftir því að fá frekari gögn um mál sonar síns. Hún hefði lýst því að hún gerði ekki athugasemdir við að persónugreinanlegar upplýsingar verði máðar út úr gögnunum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að haft hafi verið að leiðarljósi við við afgreiðslu upplýsingabeiðni frá aðstandendum Hauks að veita þeim eins miklar upplýsingar og frekast væri kostur. „Sum þeirra samskipta sem utanríkisráðuneytið hefur átt vegna málsins eru hins vegar þess eðlis að ekki er hægt að leggja fram gögn um þau án þess að fyrirgera nauðsynlegum trúnaði. Aðstandendur hans hafa hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Þá tók ráðuneytið saman yfirlit yfir þau samskipti sem átt hafa sér stað vegna málsins, þar á meðal samskipti sem ekki er heimilt að afhenda gögn um. Eftir að upplýsingabeiðnin var afgreidd fóru aðstandendur Hauks fram á að fá líka þau gögn og upplýsingar sem undanþegin voru aðgangi. Um það verður úrskurðarnefnd um upplýsingamál að skera úr.“

Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins hafa engar mikilsverðar upplýsingar komið fram um mál Hauks frá því að utanríkismálanefnd Alþingis var afhent minnisblað í málinu 11. apríl síðastliðinn. Eftirgrennslan um afdrif Hauks séu hins vegar stöðugt í gangi af hálfu ráðuneytisins og virk eftirfylgni sé með málinu. Utanríkisráðuneytið geti þó ekki svarað fyrir um aðrar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld kunni að hafa gripið til vegna leitar að Hauki, til að mynda af hálfu lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár