Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samskipti við erlend ríki ástæða trúnaðar um mál Hauks

Í minn­is­blaði til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um mál­efni Hauks Hilm­ars­son­ar eru upp­lýs­ing­ar um sam­skipti við er­lend ríki og fjöl­þjóða­stofn­an­ir. Ekki hægt að birta þau sam­skipti án þess að fyr­ir­gera trún­aði að mati ráðu­neyt­is­ins.

Samskipti við erlend ríki ástæða trúnaðar um mál Hauks
Engar nýjar upplýsingar Samkvæmt svörum utanríkismálaráðuneytisins hafa engar markverðar upplýsingar komið fram um mál Hauks Hilmarssonar síðustu viku. Mynd: Mbl

Ástæða þess að trúnaður ríkir um minnisblað það sem utanríkisráðuneytið afhenti utanríkismálanefnd Alþingis um málefni Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi, er sú að í því koma fram upplýsingar sem lúta að samskiptum við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir. Væru þær upplýsingar gerðar opinberar myndi trúnaði í samskiptum vera fyrirgert. Því fengu aðstandendur Hauks Hilmarssonar ekki sömu gögn og nefndinni voru afhent. Engar upplýsingar hafa komið fram um mál Hauks síðustu daga.

Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn Stundarinnar. Í því kemur fram að aðstandendum Hauks hafi verið afhent öll gögn er varði mál hans sem „heimilt var að veita aðgang að samkvæmt upplýsingalögum. Minnisblaðið sem utanríkismálanefnd fékk innihélt svar við spurningu um verkferla hjá íslenskum stjórnvöldum vegna íslenskra ríkisborgara á átakasvæðum og almennar upplýsingar um stöðu máls Hauks Hilmarssonar.“

Ekki komið fram nýjar upplýsingar

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, lýsti því í frétt Stundarinnar í síðustu viku að hún hefði óskað eftir því að fá frekari gögn um mál sonar síns. Hún hefði lýst því að hún gerði ekki athugasemdir við að persónugreinanlegar upplýsingar verði máðar út úr gögnunum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að haft hafi verið að leiðarljósi við við afgreiðslu upplýsingabeiðni frá aðstandendum Hauks að veita þeim eins miklar upplýsingar og frekast væri kostur. „Sum þeirra samskipta sem utanríkisráðuneytið hefur átt vegna málsins eru hins vegar þess eðlis að ekki er hægt að leggja fram gögn um þau án þess að fyrirgera nauðsynlegum trúnaði. Aðstandendur hans hafa hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Þá tók ráðuneytið saman yfirlit yfir þau samskipti sem átt hafa sér stað vegna málsins, þar á meðal samskipti sem ekki er heimilt að afhenda gögn um. Eftir að upplýsingabeiðnin var afgreidd fóru aðstandendur Hauks fram á að fá líka þau gögn og upplýsingar sem undanþegin voru aðgangi. Um það verður úrskurðarnefnd um upplýsingamál að skera úr.“

Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins hafa engar mikilsverðar upplýsingar komið fram um mál Hauks frá því að utanríkismálanefnd Alþingis var afhent minnisblað í málinu 11. apríl síðastliðinn. Eftirgrennslan um afdrif Hauks séu hins vegar stöðugt í gangi af hálfu ráðuneytisins og virk eftirfylgni sé með málinu. Utanríkisráðuneytið geti þó ekki svarað fyrir um aðrar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld kunni að hafa gripið til vegna leitar að Hauki, til að mynda af hálfu lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár