Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Utanríkisráðherra segir Viðreisn afturhaldsflokk sem skaði EES-samstarfið

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son hædd­ist að „reynslu­leysi“ Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur þótt hún hafi set­ið leng­ur en hann á Al­þingi.

Utanríkisráðherra segir Viðreisn afturhaldsflokk sem skaði EES-samstarfið
Segir Viðreisn skemma EES-samninginn Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ESB-sinnar séu skaði EES-samstarfið. Mynd: xd.is

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að Viðreisn þyrði ekki að gangast við því að vera hlynnt Evrópusambandsaðild. Flokkurinn væri afturhaldsflokkur og skaðaði EES-samstarfið með málflutningi sínum. Þá hæddist hann að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur með þeim orðum að reynsluleysi hennar kæmi í veg fyrir að hún skyldi vinnubrögðin sem ástunduð væru af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín er næst reynslumesti þingmaðurinn sem nú situr á Alþingi, en einungis Steingrímur J. Sigfússon hefur setið fleiri ár á þingi en hún.

Spurði um hagsmunagæsluÞorgerður Katrín velti því upp á Alþingi hvort hagsmunagæslu Íslands þegar kæmi að EES-samningnum hefði ekki verði sinnt af Sjálfstæðisflokknum og uppskar mikla gagnrýni utanríkisráðherra fyrir vikið.

Til snarpra orðaskipta kom milli Guðlaugs Þór og Þorgerðar í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Guðlaugur Þór var þá til svara um málaflokk sinn, utanríkismálin. Þorgerður kom í ræðustól og ræddi meðal annars framkvæmd EES-samningsins en í fjármálaáætlun 2019-2023 kemur fram að stefnt sé að öflugri framkvæmd samningsins. Þorgerður sagðist gleðjast yfir því en hafa áhyggjur af að á sama tíma bærust raddir innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem haldið væri á lofti miklum efasemdum um gildi EES-samningsins. Meðal annars væri þar miklum efasemdum lýst um hinn svokallaða þriðja orkupakka. Vísaði Þorgerður þá líklega meðal annars til þess að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir skemmstu var samþykkt ályktun þar sem segir að flokkurinn hafni „frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“ Spurði Þorgerður hvort ráðherra teldi að hagsmunagæslu Íslands hefði ekki verið sinnt þegar kæmi að EES-samningnum og orkupakkanum, hagsmunagæslu sem vel að merkja hefði undanfarin ár verið á forræði Sjálfstæðisflokksins í utanríkisráðuneytinu og í iðnaðarráðuneytinu.

Segir ESB-sinna skaða EES-samninginn

Guðlaugur Þór brást við þessum spurningum Þorgerðar með því að segja að það væri helst tvennt sem ógnaði öflugri framkvæmd EES-samningsins. Annars vegar væri það sú staðreynd að Evrópusambandið legði ekki áherslu á að virða svokallað tveggja stoða kerfi, um samvinnu milli ESB og ríkjanna sem eru aðilar að EES-samningnum. Hin ógnin væri svo ESB-sinnar, bæði á Íslandi og í Noregi, sem hefðu talað niður EES-samninginn. „Og það er mjög vont,“ sagði Guðlaugur og uppskar hneykslunartón úr þingsal. „Við erum bara að sjá það, að rangfærslunar sem koma meðal annars fram hjá háttvirtum þingmönnum Viðreisnar, um að 90 prósent af gerðum Evrópusambandsins séu teknar upp í EES-samninginn. Þetta er bara kolrangt. Þetta er 13,4 prósent. Þetta er lagt fram með þessum hætti til þess að reyna að búa það til að þetta sé kolómögulegur samningur, að við verðum að ganga í Evrópusambandið til að hafa einhver áhrif á þessu svæði.“

Þorgerður svaraði því til að merkilegt væri hversu hér væri málum snúið á hvolf.  „Ég er hins vegar feginn að heyra það að nú er utanríkisráðherra bara stafffírugur hér og ætlar að berjast fyrir EES-samningnum og það vona ég að hann fari svona keikur eins og hann er hér í þessum ræðustóli beint heim í Valhöll og tali nákvæmlega svona á fundi atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins sem var bara í vikunni að vara sérstaklega við afsali á grundvelli samningsins.“

Hæddist að Þorgerði

Þorgerður ítrekaði síðan spurningu sína um hvort Sjálfstæðismenn hefðu klikkað á vaktinni við að verja EES-samninginn og auk þess hvort Guðlaugur Þór hefði fullan stuðning Vinstri grænna hvað varðaði samspil viðskipta og þróunarsamvinnu og þeirrar túlkunar sem fram kæmi í þeim efnum í fjármálaáætlun. Það var augljóslega seinni spurningin sem Guðlaugur Þór svaraði fyrst þegar hann kom í ræðustól á nýjan leik. „Ef það hefur farið framhjá háttvirtum þingmanni þá er þetta plagg lagt fram sem stefna ríkisstjórnarinnar, það liggur alveg fyrir, ef það hefur farið fram hjá háttvirtum þingmanni. Háttvirtur þingmaður er kannski bara búinn að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningarnar ganga fram eins og hér, sjáið þið,“ sagði Guðlaugur Þór, við litla hrifningu þingmanna stjórnarandstöðunnar.

„Það er bara reynsluleysi sem
gerir það að verkum að þessar
spurningarnar ganga fram eins og hér“

Guðlaugur vék síðan aftur að EES-samningnum og kallaði Viðreisn afturhald, „sem vill ganga í Evrópusambandið en þora ekki að segja það, sem myndi þýða það að við værum að skerða okkar viðskiptafrelsi. Ég veit að forystumenn Viðreisnar kölluðu mig öllum illum nöfnum þegar að ég upplýsti úr gögnum sem voru vel falin í aðlögunarviðræðum hvað það þýddi fyrir okkar viðskiptastefnu ef við myndum ganga inn í Evrópusambandið. Það sem það þýðir er að það myndi hækka verð á vöru sem væri framleidd utan EES, það væri fjölgað tollvörðum um nokkur hundruð og það þyrfti að setja upp tölvukerfi upp á að lágmarki 3,8 milljarða til að flækja tiltölulega einfalt viðskiptaumhverfi okkar. Hvar er afturhaldið? Afturhaldið er hjá ESB-sinnunum og þegar þeir eru með endalausar rangfærslur um EES-samninginn, þá eru þeir ekki að gera neitt annað en að grafa undan honum.

Það er alveg skýrt markmið hjá mér herra forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera. Ég skal alvega segja ykkur það, ég skal spá fyrir um það. Það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár