Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tregða hjá ákæruvaldinu til að rannsaka spillingu ráðherra

GRECO tel­ur að óljós mörk milli hlut­verks al­menna ákæru­valds­ins og hins sér­staka ákæru­valds Al­þing­is gagn­vart ráð­herr­um geti haft letj­andi áhrif á sak­sókn­ara­embætt­in að því er varð­ar rann­sókn­ir á spill­ingu æðstu vald­hafa.

Tregða hjá ákæruvaldinu til að rannsaka spillingu ráðherra
Spilling felldi ráðherra Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hrökklaðist frá völdum vegna spillingar. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra eftir lögbrot aðstoðarmanns hennar og Illugi Gunnarsson var staðinn að því að njóta persónulegrar fyrirgreiðslu frá fyrirtæki og eiganda þess og að nota ráðherraembætti sitt til að hygla sama fyrirtækinu. Mynd: Stjórnarráðið

GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, telja að óljós mörk milli ábyrgðarsviða almenna ákæruvaldsins og hins sérstaka ákæruvalds Alþingis gagnvart ráðherrum geti haft letjandi áhrif á saksóknaraembættin að því er varðar rannsóknir á spillingu æðstu valdhafa. 

Þetta kemur fram í skýrslu um fimmtu úttekt samtakanna á Íslandi sem var gerð opinber í morgun. Viðmælendur rannsóknarteymis GRECO á Íslandi, meðal annars fulltrúar ríkisstofnana, telja margt benda til þess að stofnanir ákæruvaldsins skorti vilja og sjálfstæði til að eiga frumkvæði að rannsóknum á lögbrotum æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Handhafar saksóknarvalds veigri sér jafnvel við að setja af stað rannsóknir sem kunni að ógna starfsframa þeirra.

„Saksóknarar staðfestu að fyrir utan eitt mál, gegn ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins sem fékk að endingu tveggja ára fangelsisdóm fyrir innherjasvik, hefðu þeir aldrei rannsakað æðstu embættismenn ríkisins, svo sem ráðherra ríkisstjórnar,“ segir í skýrslunni. „Bent var á að slík mál endi frekar með afsögn viðkomandi ráðherra eftir að þrýstingurinn er orðinn óbærilegur. Í umræðum var stundum vísað til þeirrar upplifunar almennings að ráðherrar nytu refsileysis þótt ástandið virtist vera að batna – fyrir fáeinum árum hefði ráðherra ekki einu sinni sagt af sér.“ 

Úttekt GRECO tók annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds og hins vegar til löggæslu. Til æðstu handhafa framkvæmdarvalds teljast ráðherrar, ráðuneytisstjórar og aðstoðarmenn ráðherra vegna eðlis starfs þeirra og nálægðar við starfssvið ráðherra. 

Stundin fjallaði nýlega um afgerandi mun á aðgerðum eftirlitsaðila á Íslandi og í Svíðþjóð gegn spillingu. Á undanförnum tveimur árum hefur ákæruvaldið í Svíþjóð hafið rannsókn á tveimur ráðherrum vegna spillingar þótt þar hafi komið fram takmarkaðri vísbendingar en í sambærilegum vandræðamálum íslenskra ráðherra.

Ólíkt því sem tíðkast í Svíþjóð eru spillingar- og aðstöðrubrasksmál á Íslandi aldrei rannsökuð sem meint mútumál, en engin dæmi þekkjast frá þessari öld um að stjórnmála- eða embættismaður á Íslandi hafi verið ákærður fyrir mútuþægni. Til samanburðar voru til dæmis fimm sænskir embættismenn ákærðir í fyrra fyrir að þiggja mútur af því þeir fengu ókeypis hátíðarkvöldverði frá tveimur félögum tónskálda og textahöfunda í Svíþjóð nokkrum árum áður. 

Í viðtali við Stundina í fyrra sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari að erfitt væri fyrir ákæruvaldið að stunda mikla frumkvæðisvinnu eins og rannsóknir á spillingarmálum út frá upplýsingum sem kæmu fram í fjölmiðlum. Ákæruvaldið hefði margt á sinni könnu. „Héraðssaksóknari hefur fullt af verkefnum sem óþarfi er að ég telji upp hér og hann mun ekki fókusera sérstaklega á spillingu. En spillingarmál er einn af þeim málaflokkum sem embættið mun þurfa að sinna,“ sagði Helgi sem taldi „fráleitt“ að stofna sérstaka spillingardeild innan ákæruvaldsins á Íslandi þar sem slík deild myndi ekki bera sig rekstrarlega: „Það er alveg fráleitt að stofna sérstaka deild, í þeim skilningi að um eiginlegt embætti væri að ræða, til að sinna spillingarrannsóknum á Íslandi. Þrátt fyrir allt eru mjög fá mál sem upp koma, enda Íslendingar fáir. Slík deild yrði aldrei rekstrarlega hagkvæm þar sem þar mundu ekki starfa nema 2–5 starfsmenn og málin fá.“

Þá sagði Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, að rannsóknir á spillingu væru viðkvæmar. „Þetta myndi alls ekki gerast í svona pólitískum málum. Það held ég að væri mjög viðkvæmt. Ef menn rjúka svona af stað og svo kemur réttmæt skýring eftir kannski tvo daga. Það væri kannski helst ef einhver hefur beinlínis komið ákveðnu kæruefni á framfæri til dæmis með tölvupósti eða kæru.“

Í skýrslu GRECO er bent á að túlka megi 11. gr. laga ráðherraábyrgð með þeim hætti að fyrir Landsdómi sé fyrst og fremst fjallað um pólitísk brot sem séu refsiverð samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum, en brot á almennum hegningarlögum geti verið tilfallandi. Í 3. mgr. 11. gr. laganna kemur fram að hafi ráðherra „jafnframt brotið gegn hinum almennu hegningarlögum“ skuli hegningin tiltekin í einu lagi í dómi Landsdóms. „Ef þessi túlkun er rétt, þá eru það saksóknarar sem bera meginábyrgð á því að hefja rannsóknir á háttsemi ráðherra. Þeir ættu að leika lykilhlutverk í þeim efnum,“ segir í skýrslu GRECO. 

Níu ábendingar til stjórnvalda varðandi
æðstu handhafa framkvæmdarvalds

Skýrslunni fylgja alls 18 ábendingar til íslenskra stjórnvalda um úrbætur, þar af níu varðandi æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Ábendingarnar voru þýddar á íslensku og birtar á vef Stjórnarráðsins í vikunni, en hér má sjá ábendingar GRECO til úrbóta hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdarvalds á Íslandi.

1. Unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, þar á meðal með virkri ráðgjöf, vöktun og eftirfylgni.

2. Siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, unnið verði leiðbeiningarefni með skýringum og raunhæfum dæmum og hægt verði að leita ráðgjafar um þær í trúnaði. Þá verði til staðar eftirlitsaðili með framkvæmd siðareglnanna og viðurlagakerfi komið á fót.

3. Komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi, þar á meðal með reglulegri fræðslu.

4. Settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila sem leitast eftir því að hafa áhrif á undirbúning löggjafar og önnur störf stjórnvalda.

5. Reglur um aukastörf æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði endurskoðaðar og gerð skýrari grein fyrir því hvaða störf eru heimil og hver ekki.

6. Settar verði skýrari reglur um gjafir og önnur fríðindi fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds, þar sem gert yrði ráð fyrir skýrum farvegi fyrir tilkynningar, birtingu upplýsinga og viðeigandi ráðgjöf til að tryggja að tekið sé á öllum tegundum fríðinda með viðunandi hætti.

7. Settar verði reglur um störf æðstu handhafa framkvæmdarvalds eftir að störfum fyrir hið opinbera lýkur.

8. Hagsmunaskráningarkerfi æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði bætt, sér í lagi með því að taka tillit til verðmætis eigna þeirra, fjárhæðar framlaga til þeirra og skuldbindinga. Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skráningarskylduna og láta hana ná yfir maka og börn á forræði viðkomandi, með tilliti til þess að slíkar upplýsingar þyrfti ekki endilega að birta opinberlega.

9. Trúverðugleiki hagsmunaskráningarkerfis fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði aukinn, með því að leitast við að tryggja að farið verði eftir reglum með eftirliti, viðeigandi ráðgjöf og fræðslu og með því að setja á fót viðurlagakerfi þegar skráning er ófullnægjandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spilling

Lækkun Íslands skrifast ekki á Grétar Þór og Þorvald
SkýringSpilling

Lækk­un Ís­lands skrif­ast ekki á Grét­ar Þór og Þor­vald

Ein mæl­ing, sem staf­ar af mati tveggja ís­lenskra há­skóla­pró­fess­ora á spill­ing­ar­vörn­um hér­lend­is, hef­ur dreg­ið Ís­land nið­ur list­ann í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency In­ternati­onal und­an­far­in ár. Ís­land féll um nokk­ur sæti milli ára, en það sem helst breyt­ist er mat sér­fræð­inga al­þjóð­legs grein­inga­fyr­ir­tæk­is, IHS Global In­sig­ht, á spill­ingaráhættu í tengsl­um við við­skipti hér á landi.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár